Á mannamáli Jón Gunnar Björgvinsson skrifar 22. febrúar 2011 00:01 Oft er það svo þegar sjávarútvegsmálin ber á góma að fólk missir óðar athyglina. Hugtökin eru mörg og ruglingsleg, margt gert til þess að flækja málin og iðulega láta þeir sem hæst hafa í það skína að þessi umræða sé einungis fyrir sérfróða. En því er ekki þannig farið. Málið snýst um örfá afar einföld atriði. Hér ætla ég í örstuttu og skiljanlegu máli að gera grein fyrir muninum á þeim tveim leiðum sem helst eru ræddar um hvernig úthluta eigi veiðiheimildum. Ekki er við því að búast að hver sem er geri sér grein fyrir hvort einhver munur sé á tilboðsleið og samningaleið og hver hann þá sé. Tilboðsleiðin gerir ráð fyrir því að 5-8% aflaheimilda séu boðin upp árlega. Til einföldunar ætla ég að ganga út frá því að 5% kvótans verði innkölluð árlega í 20 ár. Ef útgerð hefur ekki bolmagn til þess að tryggja sér heimildir eitt árið verður samdrátturinn því aldrei meiri en 5%. Þá gefst gott ráðrúm til þess að hagræða í rekstri og ná sér í heimildir annað hvort á markaði innan ársins eða þá ári síðar þegar önnur 5% verða í boði. Með þessari aðferð er tryggt að útgerðarmaður standi ekki uppi einn daginn án allra sinna heimilda. Með þessum hætti er þess gætt að verðið fyrir heimildir verði aldrei of hátt né of lágt. Það tryggir þjóðinni rétt verð fyrir auðlindina og útvegsmönnum öruggt aðgengi að heimildum, án þess að mismuna þegnum landsins. Hún tryggir jafnan rétt fyrir lögum. Samningaleiðin er að vísu nær alveg óútfærð en gerir ráð fyrir því að núverandi handhafar kvótans fái að halda honum um ókomna tíð. Þeir fái skriflegan langtímasamning með endurnýjunarákvæði í stað úthlutunar til eins árs í senn svo sem nú er. Þá verður ríkið að semja við útgerðina um gjald fyrir heimildirnar, ekki verður möguleiki á að leigja þær öðrum sem meira vilja greiða. Útgerðin mun því sjá til þess að hún greiði ætíð lágmarksgjald fyrir aðganginn að auðlindinni. Verði samningstíminn t.d. 15 ár er hætt við því að þegar dregur að lokum samningstímans verði rekstri fyrirtækjanna þannig háttað að lítið verði aflögu til að borga fyrir heimildirnar þegar kemur að endurnýjun samninga. Ríkið mun þurfa að semja við fámennan hóp um greiðslu á nær öllum aflaheimildum okkar í einu. Útilokað er að fá rétt verð við þær kringumstæður. Þetta býður upp á mikla hættu fyrir þjóðina og jafnframt útgerðina. Með þessari aðferð eru raunverulegar líkur á því að útgerð sem er vel sett í aflaheimildum missi þær frá sér í einu vetfangi við lok samningstímans. Þannig gæti enn eitt sjávarplássið tapað atvinnurétti sínum í einni hendingu. Með samningaleið verður jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar varanlega vikið til hliðar til að hygla fámennum hópi sem sölsað hefur undir sig verðmætustu auðlind þjóðarinnar. LÍÚ og fleiri halda því fram að tilboðsleiðin reki flest öll sjávarútvegsfyrirtæki í gjaldþrot á örfáum árum. Það er merkileg staðhæfing. Tökum sem dæmi tvö fyrirtæki, eitt nýstofnað og annað sem fyrir er í greininni. Til einföldunar skulum við gera ráð fyrir að greiðsla fyrir aflaheimildir verði 20% af aflaverðmæti. Þá mun nýja fyrirtækið þurfa frá fyrsta degi að borga 20% af aflaverðmæti fyrir heimildirnar á sama tíma og sá sem fyrir er þarf fyrsta árið aðeins að greiða 20% af þeim 5% sem hann missir. Það gerir aðeins 1%. Annað árið þarf sá sem fyrir er því aðeins að greiða 2% o.s.frv. þar til að 20 árum liðnum að fyrirtækin standa jafnfætis. Þoli þeir sem fyrir eru í greininni ekki þessa leið er full ástæða að spyrja hvort aflaheimildirnar séu í réttum höndum í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Oft er það svo þegar sjávarútvegsmálin ber á góma að fólk missir óðar athyglina. Hugtökin eru mörg og ruglingsleg, margt gert til þess að flækja málin og iðulega láta þeir sem hæst hafa í það skína að þessi umræða sé einungis fyrir sérfróða. En því er ekki þannig farið. Málið snýst um örfá afar einföld atriði. Hér ætla ég í örstuttu og skiljanlegu máli að gera grein fyrir muninum á þeim tveim leiðum sem helst eru ræddar um hvernig úthluta eigi veiðiheimildum. Ekki er við því að búast að hver sem er geri sér grein fyrir hvort einhver munur sé á tilboðsleið og samningaleið og hver hann þá sé. Tilboðsleiðin gerir ráð fyrir því að 5-8% aflaheimilda séu boðin upp árlega. Til einföldunar ætla ég að ganga út frá því að 5% kvótans verði innkölluð árlega í 20 ár. Ef útgerð hefur ekki bolmagn til þess að tryggja sér heimildir eitt árið verður samdrátturinn því aldrei meiri en 5%. Þá gefst gott ráðrúm til þess að hagræða í rekstri og ná sér í heimildir annað hvort á markaði innan ársins eða þá ári síðar þegar önnur 5% verða í boði. Með þessari aðferð er tryggt að útgerðarmaður standi ekki uppi einn daginn án allra sinna heimilda. Með þessum hætti er þess gætt að verðið fyrir heimildir verði aldrei of hátt né of lágt. Það tryggir þjóðinni rétt verð fyrir auðlindina og útvegsmönnum öruggt aðgengi að heimildum, án þess að mismuna þegnum landsins. Hún tryggir jafnan rétt fyrir lögum. Samningaleiðin er að vísu nær alveg óútfærð en gerir ráð fyrir því að núverandi handhafar kvótans fái að halda honum um ókomna tíð. Þeir fái skriflegan langtímasamning með endurnýjunarákvæði í stað úthlutunar til eins árs í senn svo sem nú er. Þá verður ríkið að semja við útgerðina um gjald fyrir heimildirnar, ekki verður möguleiki á að leigja þær öðrum sem meira vilja greiða. Útgerðin mun því sjá til þess að hún greiði ætíð lágmarksgjald fyrir aðganginn að auðlindinni. Verði samningstíminn t.d. 15 ár er hætt við því að þegar dregur að lokum samningstímans verði rekstri fyrirtækjanna þannig háttað að lítið verði aflögu til að borga fyrir heimildirnar þegar kemur að endurnýjun samninga. Ríkið mun þurfa að semja við fámennan hóp um greiðslu á nær öllum aflaheimildum okkar í einu. Útilokað er að fá rétt verð við þær kringumstæður. Þetta býður upp á mikla hættu fyrir þjóðina og jafnframt útgerðina. Með þessari aðferð eru raunverulegar líkur á því að útgerð sem er vel sett í aflaheimildum missi þær frá sér í einu vetfangi við lok samningstímans. Þannig gæti enn eitt sjávarplássið tapað atvinnurétti sínum í einni hendingu. Með samningaleið verður jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar varanlega vikið til hliðar til að hygla fámennum hópi sem sölsað hefur undir sig verðmætustu auðlind þjóðarinnar. LÍÚ og fleiri halda því fram að tilboðsleiðin reki flest öll sjávarútvegsfyrirtæki í gjaldþrot á örfáum árum. Það er merkileg staðhæfing. Tökum sem dæmi tvö fyrirtæki, eitt nýstofnað og annað sem fyrir er í greininni. Til einföldunar skulum við gera ráð fyrir að greiðsla fyrir aflaheimildir verði 20% af aflaverðmæti. Þá mun nýja fyrirtækið þurfa frá fyrsta degi að borga 20% af aflaverðmæti fyrir heimildirnar á sama tíma og sá sem fyrir er þarf fyrsta árið aðeins að greiða 20% af þeim 5% sem hann missir. Það gerir aðeins 1%. Annað árið þarf sá sem fyrir er því aðeins að greiða 2% o.s.frv. þar til að 20 árum liðnum að fyrirtækin standa jafnfætis. Þoli þeir sem fyrir eru í greininni ekki þessa leið er full ástæða að spyrja hvort aflaheimildirnar séu í réttum höndum í dag.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun