Stóra mútumálið í Flóahreppi Helgi Sigurðsson skrifar 22. febrúar 2011 00:01 Að undanförnu hafa þingmenn og ráðherra sakað sveitarstjórnarmenn í Flóahreppi um mútur í samningum sveitarfélagsins við Landsvirkjun. Marga fjarstæðuna hef ég heyrt úr sölum Alþingis en þessi slær flest met. Nú er það svo að fólk er kosið í sveitarstjórn til að gæta hagsmuna sveitarfélagsins og íbúa þess, jafnt í samningsgerð við Landsvirkjun og hverjum þeim störfum sem vinna þarf fyrir sveitarfélagið hverju sinni. Mér vitanlega hefur enginn sveitarstjórnarmaður í Flóahreppi persónulegan hag af því að virkjað verði við Urriðafoss. Og hverjar eru svo múturnar sem upp hafa verið taldar, t.d. vatnsveitan? Aðstæður eru þannig að áhrifasvæði virkjunarinnar nær að vatnsverndarsvæði sveitarfélagsins. Ef illa tækist til á virkjunartímaum eða síðar yrði Landsvirkjun án efa skaðabótaskyld fyrir því tjóni og er því með aðkomu að vatnsveitu Flóahrepps fyrst og fremst að tryggja eigin hagsmuni og orðspor. Samningar um þetta eru eðlilegir þegar hafðir eru í huga almannahagsmunir íbúa og eðlileg varúðarregla. Lagfæring vega hefur verið nefnd sem mútur til handa Flóahreppi. Um er að ræða þjóðveg sem liggur þvert um sveitina og hefur lengi verið lélegur en er engu að síður þjóðvegur og sem slíkur á vegaáætlun með viðhald og endurbætur er tímar líða fram. Ef nú Landsvirkjun tekur sig til og fær að flýta uppbyggingu vegarins á sinn kostnað eru það líklegast raforkukaupendur Landsvirkjunar sem borga fyrir það, það kemur væntanlega til með að spara ríkissjóði útgjöld. Eru þetta þá mútur til ríkissjóðs? Er það þá með samþykki fjármálaráðherra? Þar sem Flóahreppur hefur aldrei haft neitt með viðhald á þessum vegi að gera er ljóst að fjárhagslegur ávinningur sveitarfélagsins af uppbyggingu vegarins yrði enginn. Hvað varðar aðkomu Landsvirkjunar að kostnaði við gerð skipulags í sveitarfélaginu hefur Hæstiréttur fellt sinn dóm og ekki þýðir að deila við dómarann, hvorki fyrir umhverfisráðherra né aðra. Öllum má vera ljóst að þetta er áfellisdómur yfir starfsaðferðum ráðherrans. Svo virðist að Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé óeðlilegt að framkvæmdaaðilar kosti að einhverju leyti gerð skipulags eða skipulagsbreytinga sem gera þarf vegna fyrirhugaðra framkvæmda þeirra. Full þörf er á þessu vegna þess að flest sveitarfélög hafa ekki úr miklum fjármunum að spila til annars en lögbundinnar starfsemi, og ekki hægt að ætlast til að þau kosti dýra skipulagsvinnu fyrir utanaðkomandi fyrirtæki af almannafé sveitarfélagsins. Og einkum þegar aðstæður eru til dæmis með þeim hætti að þrátt fyrir mikla og dýra skipulagsvinnu fá þau engar tekjur af starfsemi viðkomandi fyrirtækis. Urriðafossvirkjun er skýrt dæmi um slíkt þar sem skatttekjur lenda allar austan Þjórsár en rask og kostnaður ekkert síður vestanmegin. Um sanngirni slíkra laga mætti hafa mörg orð. En ég hirði ekki um að tína fleira til, allt sem nefnt hefur verið sem mútur er einfaldlega samfélagslegar umbætur og uppbygging innviða samfélagsins hér í Flóahreppi. Sumt mun spara ríkissjóði útgjöld, t.d. lagfæring vega. Ég tel að sveitarstjórnarfólk í Flóahreppi hafi með samningum sem gerðir hafa verið við Landsvirkjun sýnt samfélagslega ábyrgð og hófsemi og borið þjóðarhag fyrir brjósti. Ég krefst þess af alþingismönnum og þeim er um þessi mál fjalla að þeir geri það af heiðarleika og sanngirni og sleppi öllum tilhæfulausum ásökunum um mútur og annað álíka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa þingmenn og ráðherra sakað sveitarstjórnarmenn í Flóahreppi um mútur í samningum sveitarfélagsins við Landsvirkjun. Marga fjarstæðuna hef ég heyrt úr sölum Alþingis en þessi slær flest met. Nú er það svo að fólk er kosið í sveitarstjórn til að gæta hagsmuna sveitarfélagsins og íbúa þess, jafnt í samningsgerð við Landsvirkjun og hverjum þeim störfum sem vinna þarf fyrir sveitarfélagið hverju sinni. Mér vitanlega hefur enginn sveitarstjórnarmaður í Flóahreppi persónulegan hag af því að virkjað verði við Urriðafoss. Og hverjar eru svo múturnar sem upp hafa verið taldar, t.d. vatnsveitan? Aðstæður eru þannig að áhrifasvæði virkjunarinnar nær að vatnsverndarsvæði sveitarfélagsins. Ef illa tækist til á virkjunartímaum eða síðar yrði Landsvirkjun án efa skaðabótaskyld fyrir því tjóni og er því með aðkomu að vatnsveitu Flóahrepps fyrst og fremst að tryggja eigin hagsmuni og orðspor. Samningar um þetta eru eðlilegir þegar hafðir eru í huga almannahagsmunir íbúa og eðlileg varúðarregla. Lagfæring vega hefur verið nefnd sem mútur til handa Flóahreppi. Um er að ræða þjóðveg sem liggur þvert um sveitina og hefur lengi verið lélegur en er engu að síður þjóðvegur og sem slíkur á vegaáætlun með viðhald og endurbætur er tímar líða fram. Ef nú Landsvirkjun tekur sig til og fær að flýta uppbyggingu vegarins á sinn kostnað eru það líklegast raforkukaupendur Landsvirkjunar sem borga fyrir það, það kemur væntanlega til með að spara ríkissjóði útgjöld. Eru þetta þá mútur til ríkissjóðs? Er það þá með samþykki fjármálaráðherra? Þar sem Flóahreppur hefur aldrei haft neitt með viðhald á þessum vegi að gera er ljóst að fjárhagslegur ávinningur sveitarfélagsins af uppbyggingu vegarins yrði enginn. Hvað varðar aðkomu Landsvirkjunar að kostnaði við gerð skipulags í sveitarfélaginu hefur Hæstiréttur fellt sinn dóm og ekki þýðir að deila við dómarann, hvorki fyrir umhverfisráðherra né aðra. Öllum má vera ljóst að þetta er áfellisdómur yfir starfsaðferðum ráðherrans. Svo virðist að Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé óeðlilegt að framkvæmdaaðilar kosti að einhverju leyti gerð skipulags eða skipulagsbreytinga sem gera þarf vegna fyrirhugaðra framkvæmda þeirra. Full þörf er á þessu vegna þess að flest sveitarfélög hafa ekki úr miklum fjármunum að spila til annars en lögbundinnar starfsemi, og ekki hægt að ætlast til að þau kosti dýra skipulagsvinnu fyrir utanaðkomandi fyrirtæki af almannafé sveitarfélagsins. Og einkum þegar aðstæður eru til dæmis með þeim hætti að þrátt fyrir mikla og dýra skipulagsvinnu fá þau engar tekjur af starfsemi viðkomandi fyrirtækis. Urriðafossvirkjun er skýrt dæmi um slíkt þar sem skatttekjur lenda allar austan Þjórsár en rask og kostnaður ekkert síður vestanmegin. Um sanngirni slíkra laga mætti hafa mörg orð. En ég hirði ekki um að tína fleira til, allt sem nefnt hefur verið sem mútur er einfaldlega samfélagslegar umbætur og uppbygging innviða samfélagsins hér í Flóahreppi. Sumt mun spara ríkissjóði útgjöld, t.d. lagfæring vega. Ég tel að sveitarstjórnarfólk í Flóahreppi hafi með samningum sem gerðir hafa verið við Landsvirkjun sýnt samfélagslega ábyrgð og hófsemi og borið þjóðarhag fyrir brjósti. Ég krefst þess af alþingismönnum og þeim er um þessi mál fjalla að þeir geri það af heiðarleika og sanngirni og sleppi öllum tilhæfulausum ásökunum um mútur og annað álíka.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun