Stóra mútumálið í Flóahreppi Helgi Sigurðsson skrifar 22. febrúar 2011 00:01 Að undanförnu hafa þingmenn og ráðherra sakað sveitarstjórnarmenn í Flóahreppi um mútur í samningum sveitarfélagsins við Landsvirkjun. Marga fjarstæðuna hef ég heyrt úr sölum Alþingis en þessi slær flest met. Nú er það svo að fólk er kosið í sveitarstjórn til að gæta hagsmuna sveitarfélagsins og íbúa þess, jafnt í samningsgerð við Landsvirkjun og hverjum þeim störfum sem vinna þarf fyrir sveitarfélagið hverju sinni. Mér vitanlega hefur enginn sveitarstjórnarmaður í Flóahreppi persónulegan hag af því að virkjað verði við Urriðafoss. Og hverjar eru svo múturnar sem upp hafa verið taldar, t.d. vatnsveitan? Aðstæður eru þannig að áhrifasvæði virkjunarinnar nær að vatnsverndarsvæði sveitarfélagsins. Ef illa tækist til á virkjunartímaum eða síðar yrði Landsvirkjun án efa skaðabótaskyld fyrir því tjóni og er því með aðkomu að vatnsveitu Flóahrepps fyrst og fremst að tryggja eigin hagsmuni og orðspor. Samningar um þetta eru eðlilegir þegar hafðir eru í huga almannahagsmunir íbúa og eðlileg varúðarregla. Lagfæring vega hefur verið nefnd sem mútur til handa Flóahreppi. Um er að ræða þjóðveg sem liggur þvert um sveitina og hefur lengi verið lélegur en er engu að síður þjóðvegur og sem slíkur á vegaáætlun með viðhald og endurbætur er tímar líða fram. Ef nú Landsvirkjun tekur sig til og fær að flýta uppbyggingu vegarins á sinn kostnað eru það líklegast raforkukaupendur Landsvirkjunar sem borga fyrir það, það kemur væntanlega til með að spara ríkissjóði útgjöld. Eru þetta þá mútur til ríkissjóðs? Er það þá með samþykki fjármálaráðherra? Þar sem Flóahreppur hefur aldrei haft neitt með viðhald á þessum vegi að gera er ljóst að fjárhagslegur ávinningur sveitarfélagsins af uppbyggingu vegarins yrði enginn. Hvað varðar aðkomu Landsvirkjunar að kostnaði við gerð skipulags í sveitarfélaginu hefur Hæstiréttur fellt sinn dóm og ekki þýðir að deila við dómarann, hvorki fyrir umhverfisráðherra né aðra. Öllum má vera ljóst að þetta er áfellisdómur yfir starfsaðferðum ráðherrans. Svo virðist að Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé óeðlilegt að framkvæmdaaðilar kosti að einhverju leyti gerð skipulags eða skipulagsbreytinga sem gera þarf vegna fyrirhugaðra framkvæmda þeirra. Full þörf er á þessu vegna þess að flest sveitarfélög hafa ekki úr miklum fjármunum að spila til annars en lögbundinnar starfsemi, og ekki hægt að ætlast til að þau kosti dýra skipulagsvinnu fyrir utanaðkomandi fyrirtæki af almannafé sveitarfélagsins. Og einkum þegar aðstæður eru til dæmis með þeim hætti að þrátt fyrir mikla og dýra skipulagsvinnu fá þau engar tekjur af starfsemi viðkomandi fyrirtækis. Urriðafossvirkjun er skýrt dæmi um slíkt þar sem skatttekjur lenda allar austan Þjórsár en rask og kostnaður ekkert síður vestanmegin. Um sanngirni slíkra laga mætti hafa mörg orð. En ég hirði ekki um að tína fleira til, allt sem nefnt hefur verið sem mútur er einfaldlega samfélagslegar umbætur og uppbygging innviða samfélagsins hér í Flóahreppi. Sumt mun spara ríkissjóði útgjöld, t.d. lagfæring vega. Ég tel að sveitarstjórnarfólk í Flóahreppi hafi með samningum sem gerðir hafa verið við Landsvirkjun sýnt samfélagslega ábyrgð og hófsemi og borið þjóðarhag fyrir brjósti. Ég krefst þess af alþingismönnum og þeim er um þessi mál fjalla að þeir geri það af heiðarleika og sanngirni og sleppi öllum tilhæfulausum ásökunum um mútur og annað álíka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa þingmenn og ráðherra sakað sveitarstjórnarmenn í Flóahreppi um mútur í samningum sveitarfélagsins við Landsvirkjun. Marga fjarstæðuna hef ég heyrt úr sölum Alþingis en þessi slær flest met. Nú er það svo að fólk er kosið í sveitarstjórn til að gæta hagsmuna sveitarfélagsins og íbúa þess, jafnt í samningsgerð við Landsvirkjun og hverjum þeim störfum sem vinna þarf fyrir sveitarfélagið hverju sinni. Mér vitanlega hefur enginn sveitarstjórnarmaður í Flóahreppi persónulegan hag af því að virkjað verði við Urriðafoss. Og hverjar eru svo múturnar sem upp hafa verið taldar, t.d. vatnsveitan? Aðstæður eru þannig að áhrifasvæði virkjunarinnar nær að vatnsverndarsvæði sveitarfélagsins. Ef illa tækist til á virkjunartímaum eða síðar yrði Landsvirkjun án efa skaðabótaskyld fyrir því tjóni og er því með aðkomu að vatnsveitu Flóahrepps fyrst og fremst að tryggja eigin hagsmuni og orðspor. Samningar um þetta eru eðlilegir þegar hafðir eru í huga almannahagsmunir íbúa og eðlileg varúðarregla. Lagfæring vega hefur verið nefnd sem mútur til handa Flóahreppi. Um er að ræða þjóðveg sem liggur þvert um sveitina og hefur lengi verið lélegur en er engu að síður þjóðvegur og sem slíkur á vegaáætlun með viðhald og endurbætur er tímar líða fram. Ef nú Landsvirkjun tekur sig til og fær að flýta uppbyggingu vegarins á sinn kostnað eru það líklegast raforkukaupendur Landsvirkjunar sem borga fyrir það, það kemur væntanlega til með að spara ríkissjóði útgjöld. Eru þetta þá mútur til ríkissjóðs? Er það þá með samþykki fjármálaráðherra? Þar sem Flóahreppur hefur aldrei haft neitt með viðhald á þessum vegi að gera er ljóst að fjárhagslegur ávinningur sveitarfélagsins af uppbyggingu vegarins yrði enginn. Hvað varðar aðkomu Landsvirkjunar að kostnaði við gerð skipulags í sveitarfélaginu hefur Hæstiréttur fellt sinn dóm og ekki þýðir að deila við dómarann, hvorki fyrir umhverfisráðherra né aðra. Öllum má vera ljóst að þetta er áfellisdómur yfir starfsaðferðum ráðherrans. Svo virðist að Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé óeðlilegt að framkvæmdaaðilar kosti að einhverju leyti gerð skipulags eða skipulagsbreytinga sem gera þarf vegna fyrirhugaðra framkvæmda þeirra. Full þörf er á þessu vegna þess að flest sveitarfélög hafa ekki úr miklum fjármunum að spila til annars en lögbundinnar starfsemi, og ekki hægt að ætlast til að þau kosti dýra skipulagsvinnu fyrir utanaðkomandi fyrirtæki af almannafé sveitarfélagsins. Og einkum þegar aðstæður eru til dæmis með þeim hætti að þrátt fyrir mikla og dýra skipulagsvinnu fá þau engar tekjur af starfsemi viðkomandi fyrirtækis. Urriðafossvirkjun er skýrt dæmi um slíkt þar sem skatttekjur lenda allar austan Þjórsár en rask og kostnaður ekkert síður vestanmegin. Um sanngirni slíkra laga mætti hafa mörg orð. En ég hirði ekki um að tína fleira til, allt sem nefnt hefur verið sem mútur er einfaldlega samfélagslegar umbætur og uppbygging innviða samfélagsins hér í Flóahreppi. Sumt mun spara ríkissjóði útgjöld, t.d. lagfæring vega. Ég tel að sveitarstjórnarfólk í Flóahreppi hafi með samningum sem gerðir hafa verið við Landsvirkjun sýnt samfélagslega ábyrgð og hófsemi og borið þjóðarhag fyrir brjósti. Ég krefst þess af alþingismönnum og þeim er um þessi mál fjalla að þeir geri það af heiðarleika og sanngirni og sleppi öllum tilhæfulausum ásökunum um mútur og annað álíka.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun