

Bókasöfn án fagfólks
Í nýrri rannsókn meðal breskra skólabarna á aldrinum 8 til 17 ára sést að þau börn sem lesa eina bók á mánuði utan skólans eru nú í minnihluta. Eldri börnin lesa færri bækur utan skólans en þau yngri (sjá The Reads and the Read-Nots á literacytrust.org.uk). Eðlilega hefur fólk áhyggjur af því að börn sem ekki alast upp við að njóta lestrar, lendi í erfiðleikum með lestur á fullorðinsárum, eins og einn af hverjum sex Bretum.
Ný íslensk rannsókn meðal nemenda í 5-7. bekk sýnir betri stöðu en meðal Breta. Þar kemur þó fram að fimmti hver nemandi í 5. og 6. bekk les ekki bækur utan skólabóka, og fjórði hver í 7. bekk, og að strákar lesa minna en stelpur (sjá Ungt fólk 2011 á rannsoknir.is). Hvernig er þetta vandamál leyst ef ekki er til gott skólabókasafn, eða ef safnið er ekki opið nema stuttan hluta af skólavikunni? Hvernig lítur gott skólabókasafn út án skólasafnvarðar?
Sístækkandi hluti af hverjum árgangi Íslendinga fer nú í fagnám eða háskólanám. Fótspor þeirra liggja að tölvunni. Tölur Landsbókasafns - Háskólabókasafns sýna síaukna notkun á öllum rafrænum miðlum. Nærri 10 milljónir heimsókna voru á vefi sem safnið rekur eitt eða með öðrum á síðasta ári. Stærsti hluti þeirra og mesta aukningin er í vefnum timarit.is sem slær allt út í vinsældum. Hann er ekki það sama og hvar.is, þar sem finna má erlend tímarit af öllum sviðum mannlífsins, en gegnum aðgang þar voru tæpar tvær milljónir tímaritsgreina sóttar til viðbótar.
Í þessu umhverfi hefur fólk áhyggjur af aðferðum fólks til að ná í heimildir, vinna úr þeim og setja þær fram. Ritstuldur og óheimil meðferð heimilda er sífellt áhyggjuefni. Á móti þessu verður unnið með faglegri vinnu á bókasöfnunum.
Við sjáum nú dæmi um niðurskurð á þjónustu fagfólks á söfnunum. Þetta er í mörgum tilfellum algert neyðarbrauð stjórnenda en niðurstaðan er öll á sama veg. Oft er látið eins og hægt sé að skera niður kostnað án þess að skera niður þjónustu, en notendur safnanna vita að einungis er boðið upp á styttri afgreiðslutíma eða færra starfsfólk.
Niðurstaðan er fyrirsjáanleg. Á veltiárunum 2006 og 2007 fengu bókasafnsfræðingar launahækkanir sem héldu því miður ekki einu sinni í við verðbólgu. Það er þess vegna ekki launakostnaður þeirra sem íþyngir, heldur hverfur þjónustan einfaldlega þegar þeirra nýtur ekki lengur við. Á stóru bókasafni eins og Heilbrigðisvísindabókasafni Landspítala, sem þjónar bæði spítalanum og heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, var bókasafnsfræðingum fækkað um helming í sumar. Um fimmti hver nemandi í HÍ, eða tæplega 3.000 stúdentar eru við þetta svið. Er þetta það sem Háskóli Íslands og starfsfólk spítalans vilja? Vilja foreldrar að skólasafnverðir séu skornir við nögl? Hvernig fer það saman að gera Reykjavík að bókmenntaborg og draga um leið úr þjónustu bókasafna?
Skoðun

Sanngirni að brenna 230 milljarða króna?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Strandveiðar eru ekki sóun
Örn Pálsson skrifar

„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“
Einar Ólafsson skrifar

SFS skuldar
Sigurjón Þórðarson skrifar

Hvar er hjálpin sem okkur var lofað?
Dagmar Valsdóttir skrifar

Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun
Svanur Guðmundsson skrifar

Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið
Elliði Vignisson skrifar

Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi
Matthías Arngrímsson skrifar

Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Aukið við sóun með einhverjum ráðum
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið
Arnar Laxdal skrifar

Vönduð vinnubrögð - alltaf!
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar