Pétur tapaði andvirði tveggja jeppa Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. nóvember 2011 19:54 Pétur Blöndal vill vita hvað hafi verið gert til að tryggja gegnsæi á markaði. mynd/ gva. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa tapað að minnsta kosti andvirði tveggja bílverða með því að kaupa hlutabréf í Sæplasti fyrir 7,4 milljónir árið 1992. Sæplast varð svo að eign Atorku árið 2004 en fyrirtækið fór í þrot fimm árum seinna. Pétur segir að það bráðvanti reglur um gegnsæ hlutafélög. Það skorti allt traust til að hægt sé að byggja upp hlutabréfamarkaðinn. Pétur vakti máls á þessu í tilefni af því að tilkynnt hefði verið að Hagar, móðurfélag fyrirtækja á borð við Bónus og Hagkaup, ætluðu á markað í desember. Pétur spurði á Alþingi í dag hvort efnahags- og viðskiptaráðherra gæti ráðlagt sér að kaupa hlut í Högum. „Hefur einhverju verið breytt í hlutafjárlögum eða ársreikningalögum sem segi mér að fyrirtækið verði ekki holað að innan eins og gerðist með Sæplast sem var nýsköpunarfyrirtæki. Ég fullyrði að það hefur ekkert verið gert," sagði Pétur. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagðist ekki treysta sér til þess að ráðleggja Pétri hvort hann ætti að kaupa í högum eða ekki. Hins vegar lægi fyrir að það þyrfti að breyta ýmsu til að auka tiltrú í Kauphallarviðskiptum. „Það er mjög mikilvægt að hertar yfirtökureglur verði virtar og að menn gangi ekki á svig við þær eins og gerðist á árunum fyrir hrun," sagði Árni Páll. Þá sé gríðarlega mikilvægt að réttur minnihluta í hlutafélögum sé virtur. „Við viljum ekki gera Kauphöllina að musteri ræningja eins og hún var á árum fyrir hrun," sagði Árni Páll. Pétur Blöndal sagði að 55 þúsund heimili hefðu tapað samtals 80 milljörðum í hlutabréfum einmitt með sama hætti og hann tapaði á Sæplasti. Hann væri nú búinn að flytja frumvarp í þrígang um gegnsæ hlutafélög og það hefði enn ekki komist í gegn. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa tapað að minnsta kosti andvirði tveggja bílverða með því að kaupa hlutabréf í Sæplasti fyrir 7,4 milljónir árið 1992. Sæplast varð svo að eign Atorku árið 2004 en fyrirtækið fór í þrot fimm árum seinna. Pétur segir að það bráðvanti reglur um gegnsæ hlutafélög. Það skorti allt traust til að hægt sé að byggja upp hlutabréfamarkaðinn. Pétur vakti máls á þessu í tilefni af því að tilkynnt hefði verið að Hagar, móðurfélag fyrirtækja á borð við Bónus og Hagkaup, ætluðu á markað í desember. Pétur spurði á Alþingi í dag hvort efnahags- og viðskiptaráðherra gæti ráðlagt sér að kaupa hlut í Högum. „Hefur einhverju verið breytt í hlutafjárlögum eða ársreikningalögum sem segi mér að fyrirtækið verði ekki holað að innan eins og gerðist með Sæplast sem var nýsköpunarfyrirtæki. Ég fullyrði að það hefur ekkert verið gert," sagði Pétur. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagðist ekki treysta sér til þess að ráðleggja Pétri hvort hann ætti að kaupa í högum eða ekki. Hins vegar lægi fyrir að það þyrfti að breyta ýmsu til að auka tiltrú í Kauphallarviðskiptum. „Það er mjög mikilvægt að hertar yfirtökureglur verði virtar og að menn gangi ekki á svig við þær eins og gerðist á árunum fyrir hrun," sagði Árni Páll. Þá sé gríðarlega mikilvægt að réttur minnihluta í hlutafélögum sé virtur. „Við viljum ekki gera Kauphöllina að musteri ræningja eins og hún var á árum fyrir hrun," sagði Árni Páll. Pétur Blöndal sagði að 55 þúsund heimili hefðu tapað samtals 80 milljörðum í hlutabréfum einmitt með sama hætti og hann tapaði á Sæplasti. Hann væri nú búinn að flytja frumvarp í þrígang um gegnsæ hlutafélög og það hefði enn ekki komist í gegn.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent