Umfjöllun og viðtöl: Fram-FH 34-33 Elvar Geir Magnússon í Safamýri skrifar 17. nóvember 2011 15:54 mynd/anton Topplið Fram vann dramatískan sigur, 34-33, á FH í stórleik kvöldsins í N1-deild karla. Úrslitin réðust á lokamínútunni þar sem Róbert Aron Hostet skoraði sigurmarkið áður en skot Andra Bergs Haraldssonar sigldi framhjá rétt áður lokaflautið gall. Leikurinn var ótrúlega kaflaskiptur en þegar upp var staðið héldu taugar Fram betur. Framarar girtu sig í brók eftir óvænt tap gegn Aftureldingu, einu lélegasta liði deildarinnar, fyrir viku síðan. Þeir leiddu með tveggja marka mun í hálfleik. Ingimundur Ingimundarson var í hörkugír og skoraði alls átta mörk í leiknum, öll reyndar á fyrstu 35 mínútunum. Vörn og markvarsla beggja liða í fyrri hálfleik var ekki til útflutnings. Sérstaklega hjá gestunum þar sem aðeins eitt varið skot kom fyrir hlé. Í seinni hálfleik skánaði varnarþátturinn. Fram byrjaði af krafti og komst fimm mörkum yfir áður en FH-ingar náðu frábærum kafla. Gestirnir voru tveimur mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir og lokakaflinn æsispennandi. Á kafla féll dómgæslan engan veginn með Fram við litla hrifningu Einars Jónssonar þjálfara liðsins en hann fékk á sig tveggja mínútna brottvísun á lokasprettinum. Heimamenn sýndu þó karakter og kláruðu leikinn með sigri en sigurmark Róberts var sérlega glæsilegt þrumuskot. Þá verður að hrósa innkomu Arnars Birkis Hálfdánarsonar sem skoraði mikilvæg mörk í seinni hálfleiknum og var óragur að láta vaða. Ingimundur: Ég varð að taka af skarið.FH réð lítið við Ingimund í kvöld.mynd/anton„Við vorum þéttir og flottir sóknarlega í fyrri hálfleik," sagði Ingimundur Ingimundarson, markahæsti leikmaður Fram í kvöld. „Það vantaði hinsvegar vörn og markvörslu í dag og þar að auki var pressa á okkur að skora í hverri sókn. Það kom slæmur kafli sóknarlega í seinni hálfleik og þá komst FH á lagið en það komu ungir strákar inn og sýndu að það er hægt að treysta á þá. Arnar Birkir kom inn og skoraði góð mörk og kom okkur á lagið aftur." „Ég varð að taka á skarið, þeir voru ekkert að sækja í mig," sagði Ingimundur en hann skoraði átta mörk í leiknum. Hann vill ekki nota orðið slys um tapið gegn Aftureldingu í síðasta leik. „Við mætum á heimavöll til að vinna alla leiki en slys eða ekki slys... við vorum ekki nægilega góðir á meðan Afturelding átti góðan leik. En það þýðir ekki að dvelja við þann leik, við unnum í kvöld og horfum fram á veginn." Kristján: Vörnin hriplek og markvarslan eftir þvíSigfús Páll átti lipra spretti í kvöld.mynd/anton„Það er svekkjandi að fá ekki stig úr þessum leik fyrst við komumst inn í leikinn. Þetta voru alveg sanngjörn úrslit en svona er þetta," sagði Kristján Arason, þjálfari FH, eftir leikinn. „Þetta var nokkuð furðulegur leikur þar sem allt lak inn í fyrri hálfleik en svo komu meiri varnir og spenna í seinni hálfleik. Þetta var hörkuleikur toppliða. Við bjuggumst við hörkuleik og sú varð raunin. Framarar spila góða vörn en við náðum ágætlega að höndla hana." „Í fyrri hálfleik var vörnin alveg hriplek og markvarslan eftir því. Það kom óöryggi á markverðina því þeir fengu of frí skot. Svo fundu markverðirnir sig ekki og við það varð vörnin líka óörugg. Það var ekki fyrr en við breyttum í 5-1 vörn sem við náðum að loka aðeins á þá og komast aftur inn í leikinn en það dugði ekki." Markvörðurinn Pálmar Pétursson er kominn aftur í FH-búninginn og spilaði hluta leiksins en leikformið er ekki komið og hann fann sig ekki. Kristján segir að hann sé þó kominn til að vera. „Hann er búinn að vera með okkur. Hann var aðeins óöruggur í sínum fyrsta leik en það var gott að vera með hann. Þetta er langur vetur og fínt að hafa þrjá markverði," sagði Kristján. Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Topplið Fram vann dramatískan sigur, 34-33, á FH í stórleik kvöldsins í N1-deild karla. Úrslitin réðust á lokamínútunni þar sem Róbert Aron Hostet skoraði sigurmarkið áður en skot Andra Bergs Haraldssonar sigldi framhjá rétt áður lokaflautið gall. Leikurinn var ótrúlega kaflaskiptur en þegar upp var staðið héldu taugar Fram betur. Framarar girtu sig í brók eftir óvænt tap gegn Aftureldingu, einu lélegasta liði deildarinnar, fyrir viku síðan. Þeir leiddu með tveggja marka mun í hálfleik. Ingimundur Ingimundarson var í hörkugír og skoraði alls átta mörk í leiknum, öll reyndar á fyrstu 35 mínútunum. Vörn og markvarsla beggja liða í fyrri hálfleik var ekki til útflutnings. Sérstaklega hjá gestunum þar sem aðeins eitt varið skot kom fyrir hlé. Í seinni hálfleik skánaði varnarþátturinn. Fram byrjaði af krafti og komst fimm mörkum yfir áður en FH-ingar náðu frábærum kafla. Gestirnir voru tveimur mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir og lokakaflinn æsispennandi. Á kafla féll dómgæslan engan veginn með Fram við litla hrifningu Einars Jónssonar þjálfara liðsins en hann fékk á sig tveggja mínútna brottvísun á lokasprettinum. Heimamenn sýndu þó karakter og kláruðu leikinn með sigri en sigurmark Róberts var sérlega glæsilegt þrumuskot. Þá verður að hrósa innkomu Arnars Birkis Hálfdánarsonar sem skoraði mikilvæg mörk í seinni hálfleiknum og var óragur að láta vaða. Ingimundur: Ég varð að taka af skarið.FH réð lítið við Ingimund í kvöld.mynd/anton„Við vorum þéttir og flottir sóknarlega í fyrri hálfleik," sagði Ingimundur Ingimundarson, markahæsti leikmaður Fram í kvöld. „Það vantaði hinsvegar vörn og markvörslu í dag og þar að auki var pressa á okkur að skora í hverri sókn. Það kom slæmur kafli sóknarlega í seinni hálfleik og þá komst FH á lagið en það komu ungir strákar inn og sýndu að það er hægt að treysta á þá. Arnar Birkir kom inn og skoraði góð mörk og kom okkur á lagið aftur." „Ég varð að taka á skarið, þeir voru ekkert að sækja í mig," sagði Ingimundur en hann skoraði átta mörk í leiknum. Hann vill ekki nota orðið slys um tapið gegn Aftureldingu í síðasta leik. „Við mætum á heimavöll til að vinna alla leiki en slys eða ekki slys... við vorum ekki nægilega góðir á meðan Afturelding átti góðan leik. En það þýðir ekki að dvelja við þann leik, við unnum í kvöld og horfum fram á veginn." Kristján: Vörnin hriplek og markvarslan eftir þvíSigfús Páll átti lipra spretti í kvöld.mynd/anton„Það er svekkjandi að fá ekki stig úr þessum leik fyrst við komumst inn í leikinn. Þetta voru alveg sanngjörn úrslit en svona er þetta," sagði Kristján Arason, þjálfari FH, eftir leikinn. „Þetta var nokkuð furðulegur leikur þar sem allt lak inn í fyrri hálfleik en svo komu meiri varnir og spenna í seinni hálfleik. Þetta var hörkuleikur toppliða. Við bjuggumst við hörkuleik og sú varð raunin. Framarar spila góða vörn en við náðum ágætlega að höndla hana." „Í fyrri hálfleik var vörnin alveg hriplek og markvarslan eftir því. Það kom óöryggi á markverðina því þeir fengu of frí skot. Svo fundu markverðirnir sig ekki og við það varð vörnin líka óörugg. Það var ekki fyrr en við breyttum í 5-1 vörn sem við náðum að loka aðeins á þá og komast aftur inn í leikinn en það dugði ekki." Markvörðurinn Pálmar Pétursson er kominn aftur í FH-búninginn og spilaði hluta leiksins en leikformið er ekki komið og hann fann sig ekki. Kristján segir að hann sé þó kominn til að vera. „Hann er búinn að vera með okkur. Hann var aðeins óöruggur í sínum fyrsta leik en það var gott að vera með hann. Þetta er langur vetur og fínt að hafa þrjá markverði," sagði Kristján.
Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira