Skoðun

Hvers vegna þurfum við að græða upp landið?

Herdís Þorvaldsdóttir skrifar
Í fyrsta lagi af því að við höfum ekki rétt á að búa í landi þar sem náttúrulegi gróðurinn er stöðugt að eyðast af okkar völdum og okkar dýmætasta eign, sjálf gróðurmoldin, fýkur út á haf í tonna tali svo líflaus grjóturð blasir við á stórum svæðum. Uppgræðslan hefur varla undan eyðingaröflunum.



Uppstreymi koltvísýrings sem streymir upp frá skemmdu landinu, ræstum mýrum, rofum, eyðimörkum, þeim stæstu manngerðu í Evrópu, og gróðurlausum auðnum er hluti af vandamáli alls heimsins, hvorki meira né minna.



Ríkisstjórnin hefur á undanförnum áratugum samið ótal lög um náttúruvernd sem ekki hafa virkað, vegna þess að ekki er snert á orsök gróðurskemmdanna

sem er bitvargurinn sem fer sína leið á meðan enginn stuggar við honum, enda sjálfur ólæs á pappírslög frá Alþingi.



Ríkisstjórnin hvetur til meiri skógræktar til þess að binda koltvísýring og auka súrefnisframleiðslu, binda jarðveginn og halda þar raka fyrir utan að mynda skjól fyrir vindi svo loftslagið verði mildara. Við núverandi aðstæður tæki það 1000 ár að rækta upp landið, er giskað á í riti skógræktarfélagsins, og girðingakostnaður óheyrilegur. Það er til ódýr og einföld lausn á þessum vanda. Þegar Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, var spurður í viðtali hvað sé mest áríðandi að sé gert til þess að græða upp landið, sagði hann: „að stærstu áfangarnir náist með því að hefta lausagöngu búfjár, þó að við gróðursetjum milli 5 og 6 milljónir plantna á ári, eins og við höfum gert undanfarin 10 ár, þá muni það taka 100 ár að bæta 1% í skógi þannig að þú sérð hvað það má sér lítils á við það sem náttúran getur gert þegar hún fær að fara fram með sjálfgræðslu, það er margfalt ódýrari skógrækt.“ Allt sem þarf er að setja búfé í girðingar í stað fólksins í landinu, þá fær gróður landsins loks frið til að stinga upp kollinum og mynda súrefni án þess að vera étinn jafnóðum af ráfandi búfénaði.



Vistlandið okkar í dag eru kjarr og blómlaus niðurnídd beitilönd fyrir utan örfá afgirt svæði. Hvor á meiri rétt á þessu landi í dag, mannkindin eða sauðkindin? Mannkindin þarf að fara eftir alls konar reglum í umgengni við landið en sauðkindin engum, í umboði eigenda sinna. Við borgum bara þegjandi…




Skoðun

Sjá meira


×