Endurskoðun stjórnarskrár – þýska leiðin Ólafur Reynir Guðmundsson skrifar 20. apríl 2011 09:00 Þjóðverjar hafa nýlega sett í stjórnarskrá sína strangar reglur um hámark skulda og fjárlagahalla hins opinbera. Þessar reglur eru hvorki fullkomnar né óumdeildar. Þær eru hins vegar fyrsta skrefið til að styrkja grundvöll ákvarðana hins opinbera þannig að jafnvægi tekna og gjalda sé virt. Lækkun opinberra skulda íslenska ríkisins og ábyrg fjármálastjórn er með sama hætti forgangsmál, eigi efnahagur okkar að byggja á heilbrigðum forsendum. Þessari grein er ekki ætlað að vera enn ein ábendingin um hvað fór úrskeiðis síðustu ár heldur til að setja fram tillögu sem byggir á umræðu dagsins um ábyrga fjármálastjórn ríkisins. Nýr kafli um efnahagsmálTillagan er sú að þegar stjórnarskrá okkar verður loks endurskoðuð þá verði búinn til nýr kafli svipaður þeim sem þýska stjórnarskráin geymir. Í þessum kafla verði fjallað með skýrum hætti um efnahag þjóðarinnar; jafnvægi milli tekna og gjalda hins opinbera, ásættanlegt skuldahlutfall og jafnframt verði umfang og eðli ríkisábyrgða skilgreint. Réttast væri að fjárlagahalli verði bannaður nema í undantekningartilvikum og skuldir ríkis sem hlutfall af landsframleiðslu fari ekki yfir um 30% eftir að eðlilegur aðlögunartími hins nýja ákvæðis er liðinn. Slíkt markmið er háleitt en tími eyðslu umfram efni er liðinn. Þá verður að huga að ríkisábyrgðum þótt um þær ríki sérkennileg þögn hér sem erlendis. Óljós stefna um umfang og eðli ríkisábyrgða leiðir aðeins til þess að við áttum okkur síður á hvað ríkið skuldar – fari allt á versta veg. Innstæðutryggingar framtíðarinnar eru t.a.m. risavaxin áskorun. Ófrávíkjanlegar reglurVissulega er staða íslenska ríkisins sérstök vegna hruns fjármálakerfisins haustið 2008. Af því hlaust gríðarlegt tjón og skuldasöfnun sem við verðum að greiða niður næstu árin. Má ekkert út af bregða eigi gildandi fjárhagsmarkmið að nást. Við búum raunar við meiriháttar óstöðugleika sem kann að öðlast nýtt líf eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lokað sinni skrifstofu, hugsanlega í lok árs. Mikilvægast er því að huga að langtímamarkmiðum í ríkisfjármálum sem stjórnmálamenn geta ekki komist hjá að fylgja. Nú duga ekki almenn viðmið, matskenndar reglur og fögur fyrirheit. Nýr kafli í stjórnarskrá Íslands um fjármál hins opinbera er því skref í rétta átt – það sama og Þjóðverjar hafa nú tekið. Fordæmi Þjóðverja – heilbrigð framtíðarsýnEkki er ólíklegt að fjölmörg ríki fylgi fordæmi Þýskalands innan fárra ára og banni jafnvel fjárlagahalla nema viss hlutlæg efnahagsleg skilyrði séu til staðar. Fjárlagahalli er að mörgu leyti leið hinna spilltu til þess að halda völdum þótt hann kunni vissulega að vera neyðarbrauð þjóðar í vanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðverjar hafa nýlega sett í stjórnarskrá sína strangar reglur um hámark skulda og fjárlagahalla hins opinbera. Þessar reglur eru hvorki fullkomnar né óumdeildar. Þær eru hins vegar fyrsta skrefið til að styrkja grundvöll ákvarðana hins opinbera þannig að jafnvægi tekna og gjalda sé virt. Lækkun opinberra skulda íslenska ríkisins og ábyrg fjármálastjórn er með sama hætti forgangsmál, eigi efnahagur okkar að byggja á heilbrigðum forsendum. Þessari grein er ekki ætlað að vera enn ein ábendingin um hvað fór úrskeiðis síðustu ár heldur til að setja fram tillögu sem byggir á umræðu dagsins um ábyrga fjármálastjórn ríkisins. Nýr kafli um efnahagsmálTillagan er sú að þegar stjórnarskrá okkar verður loks endurskoðuð þá verði búinn til nýr kafli svipaður þeim sem þýska stjórnarskráin geymir. Í þessum kafla verði fjallað með skýrum hætti um efnahag þjóðarinnar; jafnvægi milli tekna og gjalda hins opinbera, ásættanlegt skuldahlutfall og jafnframt verði umfang og eðli ríkisábyrgða skilgreint. Réttast væri að fjárlagahalli verði bannaður nema í undantekningartilvikum og skuldir ríkis sem hlutfall af landsframleiðslu fari ekki yfir um 30% eftir að eðlilegur aðlögunartími hins nýja ákvæðis er liðinn. Slíkt markmið er háleitt en tími eyðslu umfram efni er liðinn. Þá verður að huga að ríkisábyrgðum þótt um þær ríki sérkennileg þögn hér sem erlendis. Óljós stefna um umfang og eðli ríkisábyrgða leiðir aðeins til þess að við áttum okkur síður á hvað ríkið skuldar – fari allt á versta veg. Innstæðutryggingar framtíðarinnar eru t.a.m. risavaxin áskorun. Ófrávíkjanlegar reglurVissulega er staða íslenska ríkisins sérstök vegna hruns fjármálakerfisins haustið 2008. Af því hlaust gríðarlegt tjón og skuldasöfnun sem við verðum að greiða niður næstu árin. Má ekkert út af bregða eigi gildandi fjárhagsmarkmið að nást. Við búum raunar við meiriháttar óstöðugleika sem kann að öðlast nýtt líf eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lokað sinni skrifstofu, hugsanlega í lok árs. Mikilvægast er því að huga að langtímamarkmiðum í ríkisfjármálum sem stjórnmálamenn geta ekki komist hjá að fylgja. Nú duga ekki almenn viðmið, matskenndar reglur og fögur fyrirheit. Nýr kafli í stjórnarskrá Íslands um fjármál hins opinbera er því skref í rétta átt – það sama og Þjóðverjar hafa nú tekið. Fordæmi Þjóðverja – heilbrigð framtíðarsýnEkki er ólíklegt að fjölmörg ríki fylgi fordæmi Þýskalands innan fárra ára og banni jafnvel fjárlagahalla nema viss hlutlæg efnahagsleg skilyrði séu til staðar. Fjárlagahalli er að mörgu leyti leið hinna spilltu til þess að halda völdum þótt hann kunni vissulega að vera neyðarbrauð þjóðar í vanda.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun