Vandræðagangurinn á þessu Sólheimafólki Óli Tynes skrifar 20. apríl 2011 09:00 Ég hef heyrt utan á mér að margir skilja ekki hvað er að gerast á Sólheimum í Grímsnesi. Hvers vegna eru forráðamenn þar alltaf að röfla um óöryggi í rekstri og jafnvel hugsanlega lokun. Mér finnst því rétt að reyna að útskýra það í stuttu máli. Og í stuttu máli hefur verið níðst á Sólheimum í stjórnkerfinu. Leyfið mér að rökstyðja það. Grundvöllur fjárveitinga til heimila fatlaðra er svokallað þjónustumat. Því meiri þjónustu sem fólkið þarf, þeim mun hærra er fjárframlagið. Lögum samkvæmt skal gera slíkt þjónustumat einu sinni á ári. Þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir hafa Sólheimar ekki fengið slíkt þjónustumat frá árinu 2002. Sólheimar þurfa því árið 2011 að standa undir fjárþörf sem var skilgreind árið 2002. Hvað þýðir þetta í tölum? Á Sólheimum eru 43 einstaklingar. Fjárframlög eru tæpar 275 milljónir króna á ári. Annað sambærilegt heimili þjónustar 38 einstaklinga. Fjárframlög eru 362 milljónir króna á ári. Fimm færri einstaklingar, en fá 87 milljónum króna meira á ári. Guð blessi þann góða stað og alla þá sem þar búa og vinna. Við berum ekki til þeirra nokkurn kala eða öfund. Þvert á móti gleðjumst við yfir því að þeir skuli njóta réttar síns. Við biðjum aðeins um að okkar fólk fái að sitja við sama borð. NíðingsverkÞað er ekkert leyndarmál að Sólheimar eiga óvildarmenn í stjórnkerfinu. Atlögur þeirra að heimilinu er ekki hægt að telja á fingrum beggja handa. Eitt nýjasta dæmið er frá árinu 2009. Það var ár mikils niðurskurðar sem kom niður á allri þjóðinni. Sólheimar gera ekki nokkra athugasemd við að taka þátt í þeim niðurskurði. EN. Í leiðinni var notað tækifærið til þess að skera niður fjárframlög til Sólheima um 11 milljónir króna (4%) umfram alla aðra aðila í málaflokki fatlaðra. Auk þess var ákveðið að viðhalda þessari 11 milljóna króna skerðingu árin 2010 og 2011. Ég veit ekki hvaða níðingur ákvað þetta, en hafi hann eilífa skömm fyrir. Vegna alls þessa höfum við þurft að draga úr þjónustu og öryggi íbúanna. Það hefur þegar þurft að segja upp hjúkrunarfræðingi, iðjuþjálfa og öryggisfulltrúa/umsjón með byggðahverfi. Öryggisleysi okkar á Sólheimum er því ekki bara komið til af því hversu miklir vandræðagemlingar við erum (þótt ekki skuli úr því dregið). Okkur finnst það einfaldlega skylda okkar að berjast fyrir okkar fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef heyrt utan á mér að margir skilja ekki hvað er að gerast á Sólheimum í Grímsnesi. Hvers vegna eru forráðamenn þar alltaf að röfla um óöryggi í rekstri og jafnvel hugsanlega lokun. Mér finnst því rétt að reyna að útskýra það í stuttu máli. Og í stuttu máli hefur verið níðst á Sólheimum í stjórnkerfinu. Leyfið mér að rökstyðja það. Grundvöllur fjárveitinga til heimila fatlaðra er svokallað þjónustumat. Því meiri þjónustu sem fólkið þarf, þeim mun hærra er fjárframlagið. Lögum samkvæmt skal gera slíkt þjónustumat einu sinni á ári. Þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir hafa Sólheimar ekki fengið slíkt þjónustumat frá árinu 2002. Sólheimar þurfa því árið 2011 að standa undir fjárþörf sem var skilgreind árið 2002. Hvað þýðir þetta í tölum? Á Sólheimum eru 43 einstaklingar. Fjárframlög eru tæpar 275 milljónir króna á ári. Annað sambærilegt heimili þjónustar 38 einstaklinga. Fjárframlög eru 362 milljónir króna á ári. Fimm færri einstaklingar, en fá 87 milljónum króna meira á ári. Guð blessi þann góða stað og alla þá sem þar búa og vinna. Við berum ekki til þeirra nokkurn kala eða öfund. Þvert á móti gleðjumst við yfir því að þeir skuli njóta réttar síns. Við biðjum aðeins um að okkar fólk fái að sitja við sama borð. NíðingsverkÞað er ekkert leyndarmál að Sólheimar eiga óvildarmenn í stjórnkerfinu. Atlögur þeirra að heimilinu er ekki hægt að telja á fingrum beggja handa. Eitt nýjasta dæmið er frá árinu 2009. Það var ár mikils niðurskurðar sem kom niður á allri þjóðinni. Sólheimar gera ekki nokkra athugasemd við að taka þátt í þeim niðurskurði. EN. Í leiðinni var notað tækifærið til þess að skera niður fjárframlög til Sólheima um 11 milljónir króna (4%) umfram alla aðra aðila í málaflokki fatlaðra. Auk þess var ákveðið að viðhalda þessari 11 milljóna króna skerðingu árin 2010 og 2011. Ég veit ekki hvaða níðingur ákvað þetta, en hafi hann eilífa skömm fyrir. Vegna alls þessa höfum við þurft að draga úr þjónustu og öryggi íbúanna. Það hefur þegar þurft að segja upp hjúkrunarfræðingi, iðjuþjálfa og öryggisfulltrúa/umsjón með byggðahverfi. Öryggisleysi okkar á Sólheimum er því ekki bara komið til af því hversu miklir vandræðagemlingar við erum (þótt ekki skuli úr því dregið). Okkur finnst það einfaldlega skylda okkar að berjast fyrir okkar fólk.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun