Í viðjum vanans Birna Hildur Bergsdóttir skrifar 20. apríl 2011 09:00 Að undanförnu hefur verið umræða frá foreldrum þroskahamlaðra barna um þau tíu ár ævinnar sem þau eru skyldug til að vera í grunnskóla. Umræðan snýst um hvort þau eigi rétt á sérskóla vegna þroskahömlunar eða að ganga í almennan grunnskóla. Litið er á skólagöngu í sérskóla annars vegar og almenna grunnskólans hins vegar sem val. Þetta tímabil frá sex ára aldri fram til sextán ára hafa börn í raun lítil áhrif þar sem þau eru undir forsjá foreldra, að minnsta kosti fyrstu árin. Þroskahömluð börn eru sjaldnast spurð hvað þau vilja þar sem talið er að þau hafi ekki forsendur til að velja. Ég velti því fyrir mér þegar við foreldrar veljum skólagöngu í tíu ár fyrir börnin okkar hvað það er sem veldur valinu. Hvað, hvernig og hvers vegna voru orðin sem ég spurði mig þegar ég stóð frammi fyrir ákvörðun um skólagöngu sonar míns sem er með Downs-heilkenni. Hann hafði upplifað skólagöngu systra sinna i grunnskóla í því hverfi sem við búum í. Hann hafði hugmynd um að þessi bygging væri fyrir hann eins og hin börnin á leikskólanum sem hann var á. Að sporna við þessum hugmyndum hans var erfitt. Valið varð því grunnskóli í nærsamfélagi, almennur grunnskóli. Við vildum líka láta reyna á samfélagslega færni hans þar sem árin eftir grunnskóla áttu eftir að vera í hinu almenna samfélagi. Hvernig við sáum fyrir okkur námið hans í tíu ár varð að vinnast í samvinnu við skólann því ég hafði ekki átt þroskahamlað barn í grunnskóla áður og skólinn hafði heldur ekki tekið við þroskahömluðum nemanda áður. Í þessi tíu ár komu við foreldarnir í skólann á fundi á fjögurra til sex vikna fresti, ræddum um markmið og framkvæmd námsins, félagslega færni og líðan sonarins. Við notuðum „Eflingu“ einstaklingsnámsskrá sem fer ýtarlega yfir þá áhersluþætti sem námið átti að fela í sér. Með „Eflingu“ að veganesti fengu við sýn á tilgang skólagöngunnar. Áhersla var lögð á að kenna honum skrifaðar og óskrifaðar reglur skólasamfélagsins. Að læra íslensku var undirstaðan í skrifuðum reglum en til að byrja með notaði sonurinn óhefðbundnar tjáskiptaleiðir til að gera sig skiljanlegan. Hin reglan, eða þær óskrifuðu, er nokkuð sem hver skóli þróar með sér. Af þeim reglum læra börnin samskipti og fá veganesti með sér inn í önnur samskipti í samfélaginu. Í öll þessi tíu ár var undantekning ef hann kom ekki glaður heim og vildi ekki fara í skólann. Á hverju ári taldi hann upp fjölda vina sem hann átti innan skólans, en starfsfólk skólans hafði stundum á orði að hann væri einn og þau upplifðu hann einmanna. Það þarf tvo til að skapa vináttu. Hvað vináttan felur í sér býr innra með manni og hver og einn hefur þá mynd, hún getur aldrei orðið meiri eða minni en einstaklingurinn ræður við. Virðing er undirstaða vináttu og nærsamfélagið getur haft þar afgerandi áhrif. Virðing fyrir margbreytileikanum er undirstaða skólagöngu þroskahamlaðra barna í almennum grunnskóla. Samkvæmt upplifun hans þá hlaut hann virðingu flestra samnemanda og nýtur hennar enn í dag í framhaldsskóla. Hugmyndafræðin sem liggur á bak við þátttöku allra einstaklinga í samfélagi á sér langa sögu og það hefur verið eitt af baráttumálum þroskahamlaðra sjálfra. Ekki eitthvað sem foreldrar þroskahamlaðra hafa fundið upp heldur á sér rætur frá ýmsum fræðigreinum. Hún byggir á löngunum og þörfum allra til að tilheyra og það krefst þess að sjálfsögðu að fá tækifæri til að vera þátttakandi og eiga þar samskipti. Í þeim samskiptum lærir einstaklingurinn að hugsa, framkvæma og eiga tjáskipti með öðrum á þann hátt sem samfélagið hefur ákveðið. Ég velti því fyrir mér hvort sú skoðun að þroskahömluð börn eigi að vera í sérskóla liggi kannski í viðjum vanans? Erum við ekki lengra komin með hugmyndafræði og þróun í menntun þroskahamlaðra barna að við látum vanann sem liggur í veggjunum afmarka hóp þroskahamlaðra í sérúrræði. Er ekki kominn tími til að brjóta upp sérskólaformið, jafnvel þó það geti leitt af sér átök í huga okkar. Skrefið verður aldrei tekið nema við byrjum hjá okkur foreldrum hvað varðar viðhorf, væntingar og trú til barnanna okkar til samfélagsþátttöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið umræða frá foreldrum þroskahamlaðra barna um þau tíu ár ævinnar sem þau eru skyldug til að vera í grunnskóla. Umræðan snýst um hvort þau eigi rétt á sérskóla vegna þroskahömlunar eða að ganga í almennan grunnskóla. Litið er á skólagöngu í sérskóla annars vegar og almenna grunnskólans hins vegar sem val. Þetta tímabil frá sex ára aldri fram til sextán ára hafa börn í raun lítil áhrif þar sem þau eru undir forsjá foreldra, að minnsta kosti fyrstu árin. Þroskahömluð börn eru sjaldnast spurð hvað þau vilja þar sem talið er að þau hafi ekki forsendur til að velja. Ég velti því fyrir mér þegar við foreldrar veljum skólagöngu í tíu ár fyrir börnin okkar hvað það er sem veldur valinu. Hvað, hvernig og hvers vegna voru orðin sem ég spurði mig þegar ég stóð frammi fyrir ákvörðun um skólagöngu sonar míns sem er með Downs-heilkenni. Hann hafði upplifað skólagöngu systra sinna i grunnskóla í því hverfi sem við búum í. Hann hafði hugmynd um að þessi bygging væri fyrir hann eins og hin börnin á leikskólanum sem hann var á. Að sporna við þessum hugmyndum hans var erfitt. Valið varð því grunnskóli í nærsamfélagi, almennur grunnskóli. Við vildum líka láta reyna á samfélagslega færni hans þar sem árin eftir grunnskóla áttu eftir að vera í hinu almenna samfélagi. Hvernig við sáum fyrir okkur námið hans í tíu ár varð að vinnast í samvinnu við skólann því ég hafði ekki átt þroskahamlað barn í grunnskóla áður og skólinn hafði heldur ekki tekið við þroskahömluðum nemanda áður. Í þessi tíu ár komu við foreldarnir í skólann á fundi á fjögurra til sex vikna fresti, ræddum um markmið og framkvæmd námsins, félagslega færni og líðan sonarins. Við notuðum „Eflingu“ einstaklingsnámsskrá sem fer ýtarlega yfir þá áhersluþætti sem námið átti að fela í sér. Með „Eflingu“ að veganesti fengu við sýn á tilgang skólagöngunnar. Áhersla var lögð á að kenna honum skrifaðar og óskrifaðar reglur skólasamfélagsins. Að læra íslensku var undirstaðan í skrifuðum reglum en til að byrja með notaði sonurinn óhefðbundnar tjáskiptaleiðir til að gera sig skiljanlegan. Hin reglan, eða þær óskrifuðu, er nokkuð sem hver skóli þróar með sér. Af þeim reglum læra börnin samskipti og fá veganesti með sér inn í önnur samskipti í samfélaginu. Í öll þessi tíu ár var undantekning ef hann kom ekki glaður heim og vildi ekki fara í skólann. Á hverju ári taldi hann upp fjölda vina sem hann átti innan skólans, en starfsfólk skólans hafði stundum á orði að hann væri einn og þau upplifðu hann einmanna. Það þarf tvo til að skapa vináttu. Hvað vináttan felur í sér býr innra með manni og hver og einn hefur þá mynd, hún getur aldrei orðið meiri eða minni en einstaklingurinn ræður við. Virðing er undirstaða vináttu og nærsamfélagið getur haft þar afgerandi áhrif. Virðing fyrir margbreytileikanum er undirstaða skólagöngu þroskahamlaðra barna í almennum grunnskóla. Samkvæmt upplifun hans þá hlaut hann virðingu flestra samnemanda og nýtur hennar enn í dag í framhaldsskóla. Hugmyndafræðin sem liggur á bak við þátttöku allra einstaklinga í samfélagi á sér langa sögu og það hefur verið eitt af baráttumálum þroskahamlaðra sjálfra. Ekki eitthvað sem foreldrar þroskahamlaðra hafa fundið upp heldur á sér rætur frá ýmsum fræðigreinum. Hún byggir á löngunum og þörfum allra til að tilheyra og það krefst þess að sjálfsögðu að fá tækifæri til að vera þátttakandi og eiga þar samskipti. Í þeim samskiptum lærir einstaklingurinn að hugsa, framkvæma og eiga tjáskipti með öðrum á þann hátt sem samfélagið hefur ákveðið. Ég velti því fyrir mér hvort sú skoðun að þroskahömluð börn eigi að vera í sérskóla liggi kannski í viðjum vanans? Erum við ekki lengra komin með hugmyndafræði og þróun í menntun þroskahamlaðra barna að við látum vanann sem liggur í veggjunum afmarka hóp þroskahamlaðra í sérúrræði. Er ekki kominn tími til að brjóta upp sérskólaformið, jafnvel þó það geti leitt af sér átök í huga okkar. Skrefið verður aldrei tekið nema við byrjum hjá okkur foreldrum hvað varðar viðhorf, væntingar og trú til barnanna okkar til samfélagsþátttöku.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun