Hafa skal það sem sannara reynist Guðný Ýr Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2011 15:00 Ég var stödd í bókabúð þegar mér datt í hug af rælni að skoða hvað Hannes Hólmsteinn Gissurarson segði um Sigfús Daðason í bók sinni Íslenskir kommúnistar. Í síðasta kafla bókarinnar, „Nokkrar niðurstöður", segir: „Eftir uppreisnina í Ungverjalandi 1956 gekk Petrína Jakobsson úr Sósíalistaflokknum, en Katrín Thoroddsen bifaðist ekki. Jón úr Vör mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, en Sigfús Daðason var ófáanlegur til þess" (bls. 531). Þetta fullyrðir Hannes Hólmsteinn án nokkurra röksemda. Hann tilgreinir ekki heimildir sínar, hver eða hverjir það voru sem reyndu án árangurs að fá Sigfús til að mótmæla þessum ofbeldisverkum. Skemmst er frá því að segja að þetta eru helber ósannindi. Sigfús Daðason var vissulega pólitískur en hann var ekki flokkspólitískur. Hann var víðsýnn og tók ávallt sjálfstæðar ákvarðanir. Sem dæmi má taka að Sigfús hélt til náms í Frakklandi árið 1951 þó svo að Kristinn E. Andrésson, sem var honum afar góður á æskuárunum og Sigfús mat mikils, vildi að hann færi til Moskvu eða Austur-Þýskalands þar sem hægt var að fá ríflega styrki til náms. Sigfús var í París þegar Sovétríkin gerðu innrás í Ungverjaland 4. nóvember 1956. Að beiðni ritstjórnar tímaritsins Birtings skrifaði Sigfús 26. sama mánaðar greinina „Fyrirspurn svarað" sem birtist í 4. hefti ritsins 1956. Í greininni fór hann hörðum orðum um arðrán stórþjóða á smáríkjum og fordæmdi afdráttarlaust ofbeldisverk stórvelda gagnvart smáþjóðum, bæði innrás Sovétmanna í Ungverjaland og Breta og Frakka í Egyptaland. Hann minnti jafnframt á „fordæðuverkin" sem framin voru „í Indókína og Guatemala, Kenya og Alsír, Egyptalandi og Madagascar." Í XIV kvæði í Höndum og orðum (1959) – „Hvílíkar lygar hvílík óheilindi hvílík söguleg stórslys" – tekur Sigfús upp þráðinn á ný og fjallar með eftirminnilegum hætti um pólitískan veruleika smáríkja og hervelda. Eftir innrás Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu 21. ágúst 1968 skrifaði Sigfús, sem þá var einn þriggja ritstjóra Tímarits Máls og menningar, ritstjórnargrein „Um Tékkóslóvakíu og sósíalismann". Niðurstaða hans var að ekkert gæti réttlætt innrásina. Greinin fékkst ekki birt. Handrit Sigfúsar að greininni er varðveitt á Handritadeild Landsbókasafnsins og á það hefur Sigfús skrifað „varð ekki birt". Í staðinn birti Kristinn E. Andrésson greinina „Stúdentahreyfingin". Þessi dæmi sýna að Sigfús var alla tíð sama sinnis í afstöðu sinni til stórvelda og smáríkja. Hann stóð með hinum kúguðu gegn kúgurunum. Þess vegna ítreka ég að sú staðhæfing Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar að Sigfús Daðason hafi verið ófáanlegur til að mótmæla ofbeldisverkum Kremlverja í Ungverjalandi er staðlausu stafir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir "varð ekki birt" Guðný Ýr Jónsdóttir, ekkja Sigfúsar Daðasonar, mótmælir hér í Fréttablaðinu 19. nóvember því, sem ég segi um Sigfús í nýrri bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998. Þar ber ég í lokakafla stuttlega saman Jón úr Vör, sem mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, og Sigfús Daðason, sem gerði það ekki. Guðný Ýr kvartar undan því, að ég vitni ekki í heimildir. Það geri ég fyrr í bókinni, enda er þessi umsögn í lokakaflanum aðeins upprifjun á því og tilvísun til þess. 22. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var stödd í bókabúð þegar mér datt í hug af rælni að skoða hvað Hannes Hólmsteinn Gissurarson segði um Sigfús Daðason í bók sinni Íslenskir kommúnistar. Í síðasta kafla bókarinnar, „Nokkrar niðurstöður", segir: „Eftir uppreisnina í Ungverjalandi 1956 gekk Petrína Jakobsson úr Sósíalistaflokknum, en Katrín Thoroddsen bifaðist ekki. Jón úr Vör mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, en Sigfús Daðason var ófáanlegur til þess" (bls. 531). Þetta fullyrðir Hannes Hólmsteinn án nokkurra röksemda. Hann tilgreinir ekki heimildir sínar, hver eða hverjir það voru sem reyndu án árangurs að fá Sigfús til að mótmæla þessum ofbeldisverkum. Skemmst er frá því að segja að þetta eru helber ósannindi. Sigfús Daðason var vissulega pólitískur en hann var ekki flokkspólitískur. Hann var víðsýnn og tók ávallt sjálfstæðar ákvarðanir. Sem dæmi má taka að Sigfús hélt til náms í Frakklandi árið 1951 þó svo að Kristinn E. Andrésson, sem var honum afar góður á æskuárunum og Sigfús mat mikils, vildi að hann færi til Moskvu eða Austur-Þýskalands þar sem hægt var að fá ríflega styrki til náms. Sigfús var í París þegar Sovétríkin gerðu innrás í Ungverjaland 4. nóvember 1956. Að beiðni ritstjórnar tímaritsins Birtings skrifaði Sigfús 26. sama mánaðar greinina „Fyrirspurn svarað" sem birtist í 4. hefti ritsins 1956. Í greininni fór hann hörðum orðum um arðrán stórþjóða á smáríkjum og fordæmdi afdráttarlaust ofbeldisverk stórvelda gagnvart smáþjóðum, bæði innrás Sovétmanna í Ungverjaland og Breta og Frakka í Egyptaland. Hann minnti jafnframt á „fordæðuverkin" sem framin voru „í Indókína og Guatemala, Kenya og Alsír, Egyptalandi og Madagascar." Í XIV kvæði í Höndum og orðum (1959) – „Hvílíkar lygar hvílík óheilindi hvílík söguleg stórslys" – tekur Sigfús upp þráðinn á ný og fjallar með eftirminnilegum hætti um pólitískan veruleika smáríkja og hervelda. Eftir innrás Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu 21. ágúst 1968 skrifaði Sigfús, sem þá var einn þriggja ritstjóra Tímarits Máls og menningar, ritstjórnargrein „Um Tékkóslóvakíu og sósíalismann". Niðurstaða hans var að ekkert gæti réttlætt innrásina. Greinin fékkst ekki birt. Handrit Sigfúsar að greininni er varðveitt á Handritadeild Landsbókasafnsins og á það hefur Sigfús skrifað „varð ekki birt". Í staðinn birti Kristinn E. Andrésson greinina „Stúdentahreyfingin". Þessi dæmi sýna að Sigfús var alla tíð sama sinnis í afstöðu sinni til stórvelda og smáríkja. Hann stóð með hinum kúguðu gegn kúgurunum. Þess vegna ítreka ég að sú staðhæfing Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar að Sigfús Daðason hafi verið ófáanlegur til að mótmæla ofbeldisverkum Kremlverja í Ungverjalandi er staðlausu stafir.
"varð ekki birt" Guðný Ýr Jónsdóttir, ekkja Sigfúsar Daðasonar, mótmælir hér í Fréttablaðinu 19. nóvember því, sem ég segi um Sigfús í nýrri bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998. Þar ber ég í lokakafla stuttlega saman Jón úr Vör, sem mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, og Sigfús Daðason, sem gerði það ekki. Guðný Ýr kvartar undan því, að ég vitni ekki í heimildir. Það geri ég fyrr í bókinni, enda er þessi umsögn í lokakaflanum aðeins upprifjun á því og tilvísun til þess. 22. nóvember 2011 06:00
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar