Réttindi barna Guðrún Önfjörð skrifar 16. ágúst 2011 08:00 Umræður um uppeldisumhverfi og uppvaxtaraðstæður barna vekja alltaf tilfinningar. Það er mikill hiti í röksemdum Heimis Hilmarssonar í grein um ný barnalög í Fréttablaðinu þ. 10. ágúst. Röksemdir hans um aðstæður mála á Norðurlöndum hafa ekki stuðning í veruleikanum. Barnalögum hverrar þjóðar ber að verja réttindi barna og ekki minnst barnsins vegna. Lög um forræði barna við skilnað hafa því miður mest miðað að rétti foreldra og ekki rétti barna. Það er komin mikil reynsla á afdrif barna við skilnað þegar langvarandi ósætti er milli foreldra. Það er einróma niðurstaða mála meðal fagfólks að forræðismál eigi ekki erindi í dómstóla. Dómstólar hafa ekki sérþekkingu til að útkljá slík mál þannig að staða og réttur barnsins hefur verið sniðgenginn á þessum vettvangi. Svíar innleiddu fyrir nokkrum árum lög um rétt dómara til að dæma sameiginlegt forræði ef foreldrar væru ekki sammála. Svíar hafa nú endurunnið löggjöfina eftir reynslu af þessari tilhögun og dregið til baka dómsrétt um sameiginlegt forræði. Norðmenn sömdu lagafrumvarp 2009 þess eðlis að sameiginlegt forræði við skilnað væri frumregla. Frumvarpið hafði í sér ákvörðun um rétt dómstóla til að dæma sameiginlegt forræði barna ef foreldrar væru ekki sammála. Eftir nefndavinnu og aðkomu ýmissa fagaðila hefur frumvarpið tekið allmiklum breytingum, þar á meðal hefur dómsúrskurður um forræði verið felldur niður. Danir hafa fagstofnun í Statsamtet sem tekur að sér öll deilumál milli foreldra við skilnað. Forræðismál fara því ekki í dómsali, nema úrskurði Statsamts sé hafnað. Mér hefur verið tjáð að Danir hafi engin áform um að innleiða rétt dómstóla til að dæma sameiginlegt forræði. Enda myndi það fara á skjön við úrskurði í Statsamti og grafa undan faglegri starfsemi stofnunarinnar. Reynsla okkar sérfræðinga er að þegar langvarandi deilur milli foreldra eiga sér stað skaðar það barnið/börnin alvarlega. Sameiginlegt forræði þegar foreldrar geta ekki og vilja ekki vinna saman er stríðsvöllur sem hvorki skal bjóða börnum né foreldrum. Hvað þá bjóða með lögum. Það er reynsla mín eftir 30 ára starfsferil sem klínískur barnasálfræðingur að afleiðingar áralangra erja fráskilinna foreldra enda sem oftast með því að barnið á eftir bara eitt foreldri sem það hefur samband við, stundum ekkert foreldri. Það er réttur barnsins á sambandi við báða foreldra sína sem barnalöggjöfinni ber að verja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Umræður um uppeldisumhverfi og uppvaxtaraðstæður barna vekja alltaf tilfinningar. Það er mikill hiti í röksemdum Heimis Hilmarssonar í grein um ný barnalög í Fréttablaðinu þ. 10. ágúst. Röksemdir hans um aðstæður mála á Norðurlöndum hafa ekki stuðning í veruleikanum. Barnalögum hverrar þjóðar ber að verja réttindi barna og ekki minnst barnsins vegna. Lög um forræði barna við skilnað hafa því miður mest miðað að rétti foreldra og ekki rétti barna. Það er komin mikil reynsla á afdrif barna við skilnað þegar langvarandi ósætti er milli foreldra. Það er einróma niðurstaða mála meðal fagfólks að forræðismál eigi ekki erindi í dómstóla. Dómstólar hafa ekki sérþekkingu til að útkljá slík mál þannig að staða og réttur barnsins hefur verið sniðgenginn á þessum vettvangi. Svíar innleiddu fyrir nokkrum árum lög um rétt dómara til að dæma sameiginlegt forræði ef foreldrar væru ekki sammála. Svíar hafa nú endurunnið löggjöfina eftir reynslu af þessari tilhögun og dregið til baka dómsrétt um sameiginlegt forræði. Norðmenn sömdu lagafrumvarp 2009 þess eðlis að sameiginlegt forræði við skilnað væri frumregla. Frumvarpið hafði í sér ákvörðun um rétt dómstóla til að dæma sameiginlegt forræði barna ef foreldrar væru ekki sammála. Eftir nefndavinnu og aðkomu ýmissa fagaðila hefur frumvarpið tekið allmiklum breytingum, þar á meðal hefur dómsúrskurður um forræði verið felldur niður. Danir hafa fagstofnun í Statsamtet sem tekur að sér öll deilumál milli foreldra við skilnað. Forræðismál fara því ekki í dómsali, nema úrskurði Statsamts sé hafnað. Mér hefur verið tjáð að Danir hafi engin áform um að innleiða rétt dómstóla til að dæma sameiginlegt forræði. Enda myndi það fara á skjön við úrskurði í Statsamti og grafa undan faglegri starfsemi stofnunarinnar. Reynsla okkar sérfræðinga er að þegar langvarandi deilur milli foreldra eiga sér stað skaðar það barnið/börnin alvarlega. Sameiginlegt forræði þegar foreldrar geta ekki og vilja ekki vinna saman er stríðsvöllur sem hvorki skal bjóða börnum né foreldrum. Hvað þá bjóða með lögum. Það er reynsla mín eftir 30 ára starfsferil sem klínískur barnasálfræðingur að afleiðingar áralangra erja fráskilinna foreldra enda sem oftast með því að barnið á eftir bara eitt foreldri sem það hefur samband við, stundum ekkert foreldri. Það er réttur barnsins á sambandi við báða foreldra sína sem barnalöggjöfinni ber að verja.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar