Stefnumótandi biskupskosningar Arnfríður Guðmundsdóttir skrifar 16. ágúst 2011 09:00 Kirkjan okkar stendur á krossgötum. Á næstunni þarf að taka stórar ákvarðanir sem koma til með að ráða stefnu hennar til framtíðar. Unnið er að endurskoðun á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Þá þarf að eiga sér stað upplýst umræða á meðal þjóðarinnar um stöðu þjóðkirkjunnar í samfélaginu. Nú stendur yfir kosning vígslubiskups í Skálholti. Fjórir prestar voru tilnefndir í stöðuna, tvær konur og tveir karlar. Í síðari umferð er kosið á milli tveggja kandidata, konu og karls. Þetta er í fyrsta skipti sem kona nær svona langt í biskupskosningum hér á landi og á raunhæfan möguleika á að verða biskup þjóðkirkjunnar. Það liggur fyrir að velja á milli tveggja mjög hæfra einstaklinga. Bæði hafa getið sér gott orð í störfum sínum og eru flottir fulltrúar kirkjunnar okkar, jafnt innan kirkju sem á vettvangi samfélagsins. En kosning í stöðu Skálholtsbiskups snýst ekki aðeins um persónur. Hún snýst líka um prinsip og um stefnumótun í starfi kirkjunnar. Fyrir tæpum tólf árum tók Jafnréttisáætlun kirkjunnar gildi. Þá sat aðeins ein kona á Kirkjuþingi. Nú eru 11 konur af 29 fulltrúum. Enn er talsvert í land með að fullu jafnvægi sé náð á milli kynjanna, á Kirkjuþingi sem og annars staðar á starfsvettvangi kirkjunnar. Karlar eru meirihluti starfandi presta og prófasta. Allir biskupar þjóðkirkjunnar eru karlar. Nú stöndum við frammi fyrir því að ákveða hvort einn af þremur biskupum verði kona. Ef kona verður á næstu vikum kjörin til embættis vígslubiskups í Skálholtsbiskupsdæmi er það í fullu samræmi við Jafnréttisstefnu kirkjunnar og mikilvægt skref í átt að því að jafna hlut kvenna og karla í ábyrgðarstöðum á starfsvettvangi kirkjunnar. Þjóðkirkjan hefur markað sér þá stefnu að jafna hlut kvenna og karla. Það er eðlilegt að kirkjan sé í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum í íslensku samfélagi. Þessvegna látum við ekki nægja að kona komist næstum því í Skálholt. Við skulum kjósa konu í Skálholt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Kirkjan okkar stendur á krossgötum. Á næstunni þarf að taka stórar ákvarðanir sem koma til með að ráða stefnu hennar til framtíðar. Unnið er að endurskoðun á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Þá þarf að eiga sér stað upplýst umræða á meðal þjóðarinnar um stöðu þjóðkirkjunnar í samfélaginu. Nú stendur yfir kosning vígslubiskups í Skálholti. Fjórir prestar voru tilnefndir í stöðuna, tvær konur og tveir karlar. Í síðari umferð er kosið á milli tveggja kandidata, konu og karls. Þetta er í fyrsta skipti sem kona nær svona langt í biskupskosningum hér á landi og á raunhæfan möguleika á að verða biskup þjóðkirkjunnar. Það liggur fyrir að velja á milli tveggja mjög hæfra einstaklinga. Bæði hafa getið sér gott orð í störfum sínum og eru flottir fulltrúar kirkjunnar okkar, jafnt innan kirkju sem á vettvangi samfélagsins. En kosning í stöðu Skálholtsbiskups snýst ekki aðeins um persónur. Hún snýst líka um prinsip og um stefnumótun í starfi kirkjunnar. Fyrir tæpum tólf árum tók Jafnréttisáætlun kirkjunnar gildi. Þá sat aðeins ein kona á Kirkjuþingi. Nú eru 11 konur af 29 fulltrúum. Enn er talsvert í land með að fullu jafnvægi sé náð á milli kynjanna, á Kirkjuþingi sem og annars staðar á starfsvettvangi kirkjunnar. Karlar eru meirihluti starfandi presta og prófasta. Allir biskupar þjóðkirkjunnar eru karlar. Nú stöndum við frammi fyrir því að ákveða hvort einn af þremur biskupum verði kona. Ef kona verður á næstu vikum kjörin til embættis vígslubiskups í Skálholtsbiskupsdæmi er það í fullu samræmi við Jafnréttisstefnu kirkjunnar og mikilvægt skref í átt að því að jafna hlut kvenna og karla í ábyrgðarstöðum á starfsvettvangi kirkjunnar. Þjóðkirkjan hefur markað sér þá stefnu að jafna hlut kvenna og karla. Það er eðlilegt að kirkjan sé í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum í íslensku samfélagi. Þessvegna látum við ekki nægja að kona komist næstum því í Skálholt. Við skulum kjósa konu í Skálholt.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar