Viðskipti innlent

Ólafur hefur áhyggjur af siðferðisvanda stjórnvalda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur hefur áhyggjur af siðferðisvanda stjórnmálamanna í Icesave málinu.
Ólafur hefur áhyggjur af siðferðisvanda stjórnmálamanna í Icesave málinu. mynd/ Valli.
„Ég hef gríðarlegar áhyggjur af því að þetta mál lendi í höndum stjórnmálamanna sem hafi mikinn siðferðisvanda í málinu," segir Ólafur Elíasson, sem var hluti af InDefence hópnum. Hópurinn barðist gegn fyrstu nauðungarsamningunum í málinu og stóð fyrir undirskriftasöfnun um að þjóðin hafnaði þeim.

„Ef við tökum sem dæmi Steingrím J. Sigfússon þá er hann með þá stöðu í málinu að það yrði afar þægilegt fyrir hans pólitísku stöðu að þetta mál færi illa og yrði kostnaðarsamt fyrir íslensku þjóðina. Hann hefur alla vega ekki mikinn hvata gagnvart sínum pólitíska ferli að reka þetta mál með hagsmuni þjóðarinnar í forgrunni," segir Ólafur. Það sé alveg augljóst að Steingrímur hafi ekki gert mikið til að verja hagsmuni Íslendinga í þessu máli hingað til.

„Sama vil ég leyfa mér að segja um utanríkisráðhera. Ég hef ekki orðið var við að hann hafi lyft litla fingri til að verja samningsstöðu okkar eða koma sjónarmiðum okkar Íslendinga á framfæri varðandi þetta Icesave mál. Þannig að málið er greinilega í mikilli klemmu hvað þetta varðar," segir Ólafur.

Ólafur segir að margir í InDefence hópnum hafi verið sáttir við afstöðu Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem hefur haft þetta mál á sinni könnu. „Við teljum að hann hafi reynt að sigla þessu máli skynsamlega og styðjum hann heilshugar í hans málflutningi. Líklega er það eini raunverulegi pólitíski kosturinn að hann fái að halda áfram með málið," segir Ólafur og bætir því við að það væri sérkennilegt að fara að skipta um hest í miðri á núna þegar Árni Páll er búinn að vinna mikla grunnvinnu í málinu. Ólafur segir það vera skoðun sína að ef ríkisstjórnin hefði kynnt málið almennilega fyrir andstæðingunum og Evrópusambandinu þá hefði ESA aldrei farið í þennan leiðangur sem nú sé verið að leggja upp í.

Máli sínu til stuðnings segir Ólafur að íslensku neyðarlögin hafi tryggt hagsmuni Breta og Hollendinga mun betur en íslenskra sparifjáreigenda þar sem Bretar og Hollendingar fái allt greitt út í erlendri mynt. Íslendingar hafi hins vegar fengið tryggingar á íslenska krónu sem hafði hrunið um 30-40%. Jafnframt hafi íslenskir lífeyrissjóðir og íslenski seðlabankinn tapað á þessari ráðstöfun í neyðarlögunum, þar sem innistæðurnar voru settar ofar kröfum þeirra.

Ólafur bendir jafnframt á að dómur EFTA í málinu gegn Íslandi gæti haft mikið fordæmisgildi þar sem Hollendingar eigi sjálfir Icesave banka, ING bankann, sem hafi safnað 60 milljörðum evra af erlendu sparifé. „Við sjáum enga ástæðu fyrir Breta og Hollendinga að vilja loka sig inni í þeirri stöðu að geta ekki gripið til sömu ráðstafana og Íslendingar, lendi þeir í sömu stöðu," segir Árni Páll. Þetta hafi enginn ráðherra bent á nema Árni Páll. „Það að íslenskir ráðamenn, að Árna Páli undanskildum, hafi ekki flutt þennan málflutning erlendis segir mér að það sé augljóst að siðferðisvandi sé að þvælast fyrir þeim," segir Ólafur.

Ólafur tekur skýrt fram að þetta séu sínar skoðanir en segir jafnframt að InDefence fundi nú um málið og muni senda frá sér fréttatilkynningu á næstunni.


Tengdar fréttir

Brunabjallan í gang í Seðlabankanum þegar ákvörðun ESA varð ljós

Um það leyti sem ESA gerði ljósa ákvörðun sína um að stefna Íslandi vegna Icesave-deilunnar var blaðamannafundur í Seðlabankanum þar sem nýtt rit bankans sem ber heitið Fjármálastöðugleiki var kynnt. Þar fór Már Guðmundsson yfir stöðuna og sagði hana hafa styrkst frá því ritið kom síðast út í vor. Már sagði þó að ástandið væri enn viðkvæmt ekki síst í ljósi ástandsins á mörkuðum í Evrópu.

ESA stefnir Íslandi

ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveð að stefna Íslandi vegna Icesave deilunnar. Fundur í utanríkismálanefnd hefur verið boðaður klukkan tíu, en hann var boðaður með þriggja kortera fyrirvara. Við segjum nánar frá málinu í dag. Eins og kunnugt er ákváðu Íslendingar að hafna samningum við Breta og Hollendinga fyrr á árinu eftir að Ólafur Ragnar Grímsson skaut málinu til þjóðarinnar.

Niðurstaðan kemur Steingrími ekki á óvart

"Það er ekki hægt að segja að það sem orðið hefur í dag komi á óvart,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á Alþingi í dag um ákvörðun ESA, eftirlitsstofnun EFTA, að höfða mál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum.

Engir innistæðueigendur sitja eftir í sárum

Innistæðueigendur, sem höfðu lagt inn á Icesave reikningana, hafa þegar fengið peningana sína greidda til baka. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á þessu á þingfundi í morgun. Eins og kunnugt er hefur ESA, Eftirlitsdómstóll EFTA, ákveðið að stefna Íslandi vegna Icesave reikninganna.

Íslendingar verða að þétta vörnina

"Þetta er ekkert sem kemur á óvart í sjálfu sér. Nú er bara að þétta vörnina," segir Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður sem átti sæti í samninganefnd Íslands vegna Icesave málsins. Hann segir að ákvörðunin sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, tilkynnti í morgun um að höfða mál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum sé endapunktur á málsmeðferð sem sé búin að vera í gangi hjá ESA síðan í maí í fyrra.

ESA: Íslendingar verða að tryggja greiðslur að fullu

ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, segir að þrátt fyrir að þrjú ár séu liðin frá því að Icesave reikningunum hafi verið lokað sé Ísland enn ekki búið að tryggja greiðslu lágmarkstryggingar upp að 20 þúsund evrum, samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins. Tilskipunin leitist við að auka traust neytenda/innstæðueigenda á bankakerfinu ef bankastofnanir verði gjaldþrota. Bankakerfið byggir á trausti og tiltrú neytenda og tilskipunin hefur mikilvægu hlutverki að gegna í því sambandi.

Gjaldeyrishöftin á Íslandi samræmast reglum ESA

Gjaldeyrishöftin á Íslandi eru í samræmi við reglur um EES, samkvæmt nýjum dómi EFTA dómstólsins sem var birtur í dag. Í kjölfar erfiðleika íslenska fjármálakerfisins síðla árs 2008, innleiddu íslensk stjórnvöld reglur um gjaldeyrishöft, þar sem meðal annars var kveðið á um tímabundið bann við innflutningi íslenskra króna. Pálmi Sigmarsson, sem er íslenskur ríkisborgari búsettur í Bretlandi, sótti um undanþágu til Seðlabanka Íslands frá þessu banni, í því skyni að flytja inn til landsins 16,4 milljónir íslenskra króna sem hann hafði keypt á aflandsmarkaði.

Þingfundi frestað

Þingfundi, sem átti að hefjast klukkan hálfellefu í morgun, hefur verið frestað. Ástæða frestunarinnar er ákvörðun ESA, Eftirlitsdómstóls EFTA, um að stefna Íslandi fyrir EFTA dómstólnum vegna Icesave deilunnar. Utanríkismálanefnd Alþingis var boðuð til fundar klukkan tíu til að ræða ákvörðun ESA og stendur sá fundur enn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×