Léttur jafn réttur Haraldur F. Gíslason skrifar 28. janúar 2011 06:00 Þegar sonur minn var að hefja grunnskólagöngu hélt skólastjórinn í skólanum hans mikla ræðu eins og venjan er. Ég er ekkert sérstaklega góður að hlusta á ræður, fer oftast að láta hugann reika ef ræðan dregst á langinn. Hins vegar tók ég eftir því að eitt af því sem skólastjórinn var stoltur af var sú staðreynd að skólinn var móðurskóli drengja í Reykjavík. Ég hef lengi haft áhuga á stöðu drengja í grunn- og leikskólum svo mér þótti þetta áhugavert. Þegar skólastjórinn hafði lokið við ræðuna gaf hún færi á spurningum. Ég greip tækifærið og spurði hversu margir karlkennarar störfuðu við skólann. Skólastjórinn var hálfvandræðaleg þegar hún svaraði, "enginn". Það er ekki konum að kenna hve fáir karlmenn kjósa að vera kennarar og þegar ég segi kennarar þá meina ég bæði leik- og grunnskólakennarar. Það er því skrítna samfélagi sem við höfum skapað að kenna. Við búum í samfélagi þar sem ekki er borin virðing fyrir kennarastarfinu. Það sjá allir kennarar svart á hvítu hver einustu mánaðamót. Hvers vegna kjarabarátta kennara hefur skilað svo litlum árangri er mér hulin ráðgáta. Ég velti því líka fyrir mér hvers vegna það eru frekar karlmenn sem láta ekki bjóða sér léleg kjör kennarastarfsins. Nýtt Ísland var slagorð sem sást oft á prenti fyrstu árin eftir hið margfræga hrun. Ég var bjartsýnn á að í nýju Íslandi væru kennarar virðingarverð stétt og samfélagið sýndi það í orði og á borði. Við erum hins vegar ekkert byrjuð á að byggja upp nýtt Ísland. Við erum að mestu leyti ennþá að hjakka í sama farinu. Það er samt aldrei of seint að byrja. Ef við viljum í alvöru að hæfasta fólkið sé að vinna með það sem við köllum á tyllidögum "það dýrmætasta sem við eigum" þurfum við að forgangsraða öðruvísi. Kæra samfélag þessa stórkostlega lands. Drengir og stúlkur eiga rétt á því að hafa kennara af báðum kynjum. Það er ekki jafnrétti ef fjölgun karlkennara verður til þess að laun kennara hækki. Við vitum hins vegar að við erum á réttri leið ef kvennastétt nær það miklum kjarabótum að karlmönnum fjölgar í faginu. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Öðlingurinn Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar sonur minn var að hefja grunnskólagöngu hélt skólastjórinn í skólanum hans mikla ræðu eins og venjan er. Ég er ekkert sérstaklega góður að hlusta á ræður, fer oftast að láta hugann reika ef ræðan dregst á langinn. Hins vegar tók ég eftir því að eitt af því sem skólastjórinn var stoltur af var sú staðreynd að skólinn var móðurskóli drengja í Reykjavík. Ég hef lengi haft áhuga á stöðu drengja í grunn- og leikskólum svo mér þótti þetta áhugavert. Þegar skólastjórinn hafði lokið við ræðuna gaf hún færi á spurningum. Ég greip tækifærið og spurði hversu margir karlkennarar störfuðu við skólann. Skólastjórinn var hálfvandræðaleg þegar hún svaraði, "enginn". Það er ekki konum að kenna hve fáir karlmenn kjósa að vera kennarar og þegar ég segi kennarar þá meina ég bæði leik- og grunnskólakennarar. Það er því skrítna samfélagi sem við höfum skapað að kenna. Við búum í samfélagi þar sem ekki er borin virðing fyrir kennarastarfinu. Það sjá allir kennarar svart á hvítu hver einustu mánaðamót. Hvers vegna kjarabarátta kennara hefur skilað svo litlum árangri er mér hulin ráðgáta. Ég velti því líka fyrir mér hvers vegna það eru frekar karlmenn sem láta ekki bjóða sér léleg kjör kennarastarfsins. Nýtt Ísland var slagorð sem sást oft á prenti fyrstu árin eftir hið margfræga hrun. Ég var bjartsýnn á að í nýju Íslandi væru kennarar virðingarverð stétt og samfélagið sýndi það í orði og á borði. Við erum hins vegar ekkert byrjuð á að byggja upp nýtt Ísland. Við erum að mestu leyti ennþá að hjakka í sama farinu. Það er samt aldrei of seint að byrja. Ef við viljum í alvöru að hæfasta fólkið sé að vinna með það sem við köllum á tyllidögum "það dýrmætasta sem við eigum" þurfum við að forgangsraða öðruvísi. Kæra samfélag þessa stórkostlega lands. Drengir og stúlkur eiga rétt á því að hafa kennara af báðum kynjum. Það er ekki jafnrétti ef fjölgun karlkennara verður til þess að laun kennara hækki. Við vitum hins vegar að við erum á réttri leið ef kvennastétt nær það miklum kjarabótum að karlmönnum fjölgar í faginu. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar