Erlent

Flóð hrifu heilu þorpin á haf út

Tjón Gríðarlegt eignatjón varð í flóðunum sem fylgdu hitabeltisstorminum og heilu þorpin hurfu í vatnselginn.Fréttablaðið/AP
Tjón Gríðarlegt eignatjón varð í flóðunum sem fylgdu hitabeltisstorminum og heilu þorpin hurfu í vatnselginn.Fréttablaðið/AP
Staðfest hefur verið að yfir 650 eru látnir og í það minnsta 900 er saknað eftir að hitabeltisstormur gekk yfir suðurhluta Filippseyja á föstudag. Storminum fylgdu mikil flóð sem hrifu heilu þorpin með sér á haf út.

Óttast er að enn fleiri hafi farist, þar sem heilu fjölskyldurnar hafi látist og enginn sé eftir til að tilkynna að fólksins sé saknað. Flestir sem fórust voru konur og börn að sögn Rauða krossins.

Foreldrar Amor Limbago eru meðal þeirra sem er saknað. „Þegar ég kom til baka sá ég að húsið okkar var horfið,“ sagði Limbago, sem er 21 árs gömul. „Það var ekkert eftir nema leðja og vatnið sem náði upp að hnjám.“

Flestir íbúanna voru sofandi þegar stormurinn gekk yfir. Gríðarlegar rigningar fylgdu óveðrinu og flæddu ár og lækir yfir bakka sína. Stjórnvöld vöruðu við storminum og hættu á flóðum, en viðvaranirnar virðast ekki hafa skilað árangri. Þúsundir hermanna, lögreglumanna og sjálfboðaliða leituðu um helgina að fólki sem komst lífs af, og grófu hundruð líka upp úr leðjunni. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×