Uppvaxtarskilyrði vaxtarbroddsins 19. desember 2011 07:00 Á hátíðis- og tyllidögum tala framámenn um ferðaþjónustu sem „vaxtarbrodd atvinnulífsins“ og hafa raunar gert það allt frá því að ég fór fyrst að vinna við ferðamál fyrir 30 árum. Þessi vaxtarbroddur hefur verið ákaflega renglulegur allan þennan tíma þrátt fyrir fögur orð og fyrirheit. Uppvaxtarskilyrðin hafa verið skipulagsleysi, fálmkennd markaðsmál, skattpíning og sáralítil arðsemi. Það eina sem forystumenn hins opinbera hafa skreytt sig með er vaxandi fjöldi ferðamanna. Það að telja rollurnar inn í réttina segir ekkert um fallþunga dilkanna sem, að því að virðist, eru við það að falla úr hor. Atvinnugreinin hefur sjálf reynt að beina sjónum að vandanum án þess að fá teljandi áheyrn. Afskipti hins opinbera af ferðamálum hafa alltaf borið keim af hagsmunabaráttu og of oft af ófagmannlegum vinnubrögðum. Nú eru þau á hendi tveggja stofnana, Íslandsstofu (markaðsmál) og Ferðamálastofu (skipulag og eftirlit). Fyrrverandi iðnaðarráðherra beit hausinn af skömminni með því að setja ferðamálastjóra sem hafði hvorki unnið við né hafði menntun í ferðamálum. Það var niðurstaðan úr pólitískum hráskinnsleik við að koma öðrum embættismanni að. Bankasýslan hvað? Við höfum oft verið ákaflega seinheppin í markaðsmálum, hvort heldur er við sölu á vörum eða þjónustu. „Inspired by Iceland“ var enn ein sönnun þess. Menn tóku sig til og gerðu „viðhorfskönnun“ þar sem niðurstaðan var „áætlað hrun“ upp á 30%. Sú hrunspá varð ekki að veruleika heldur örlítil fjölgun ferðamanna. Það að ekki varð hrun eins og „spáð“ hafði verið þökkuðu menn átakinu sem var eins og að skjóta úr fallbyssu á markaðinn í stað þess að beina því að ákveðnum markhópum. Svo þökkuðu menn sér fyrir „árangurinn“ og verðlaunuðu sjálfa sig. Átakið var pólitísk ákvörðun og tilraun til að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Það nýjasta sem gripið er til við að draga úr vaxtarskilyrðum í atvinnugreininni er að leggja 100 kr. skatt á gistieiningu. Með því innheimtir tjaldstæði sem selur gistieininguna á 1.000 kall, 10% skatt en lúxushótelið sem selur hana á 30.000 innheimtir 0,3% skatt. Það er kannski vert að geta þess að ferðaþjónusta er eina útflutningsatvinnugreinin sem er gert að innheimta VSK. Engin atvinnugrein býr við viðlíka takmarkanir við stofnun og rekstur fyrirtækja fyrir utan allt skatta- og leyfisfarganið sem sem t.d. eigendur veitingahúsa búa við. Rannsóknir og athuganir í ferðaþjónustu hafa nánast eingöngu beinst að því að skoða hve margir fara inn og út úr landinu og fjölguninni slegið upp sem markmiði í sjálfu sér. Um það hvert þeir fara, hvað þeir gera eða í hvað þeir eyða er allt of lítið vitað. Þar sem skilgreining á atvinnugreininni er villandi hér á landi eða í besta falli á reiki eru allar tölur um fjölda starfsmanna og veltu í atvinnugreininni hreinar getgátur út frá vafasömum forsendum. Til hvaða atvinnugreinar telst bensínstöð, verslun sem selur ull eða sérleyfið til Keflavíkurflugvallar og Keflavíkur? Nú er talað um takmörkun á þessum „gífurlega fjölda“ ferðamanna á ákveðnum stöðum út frá forsendum náttúruverndar eingöngu. Ferðaþjónustan sjálf byggir á rannsóknum um þolmörk út frá fjölda og aðdráttarafli en þeim rökum er aldrei haldið fram. Það er þó deginum ljósara að eitt af því sem dregur ferðamenn til Íslands er fámennið og þegar ferðamenn verða of margir dregur úr aðsókn og hún leitar jafnvægis. Sumstaðar gerist það löngu áður en átroðningur á náttúru verður of mikill þannig að hún verði fyrir tjóni. Það er kominn tími til að einhver segi eitthvað – keisarinn er ekki í neinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Á hátíðis- og tyllidögum tala framámenn um ferðaþjónustu sem „vaxtarbrodd atvinnulífsins“ og hafa raunar gert það allt frá því að ég fór fyrst að vinna við ferðamál fyrir 30 árum. Þessi vaxtarbroddur hefur verið ákaflega renglulegur allan þennan tíma þrátt fyrir fögur orð og fyrirheit. Uppvaxtarskilyrðin hafa verið skipulagsleysi, fálmkennd markaðsmál, skattpíning og sáralítil arðsemi. Það eina sem forystumenn hins opinbera hafa skreytt sig með er vaxandi fjöldi ferðamanna. Það að telja rollurnar inn í réttina segir ekkert um fallþunga dilkanna sem, að því að virðist, eru við það að falla úr hor. Atvinnugreinin hefur sjálf reynt að beina sjónum að vandanum án þess að fá teljandi áheyrn. Afskipti hins opinbera af ferðamálum hafa alltaf borið keim af hagsmunabaráttu og of oft af ófagmannlegum vinnubrögðum. Nú eru þau á hendi tveggja stofnana, Íslandsstofu (markaðsmál) og Ferðamálastofu (skipulag og eftirlit). Fyrrverandi iðnaðarráðherra beit hausinn af skömminni með því að setja ferðamálastjóra sem hafði hvorki unnið við né hafði menntun í ferðamálum. Það var niðurstaðan úr pólitískum hráskinnsleik við að koma öðrum embættismanni að. Bankasýslan hvað? Við höfum oft verið ákaflega seinheppin í markaðsmálum, hvort heldur er við sölu á vörum eða þjónustu. „Inspired by Iceland“ var enn ein sönnun þess. Menn tóku sig til og gerðu „viðhorfskönnun“ þar sem niðurstaðan var „áætlað hrun“ upp á 30%. Sú hrunspá varð ekki að veruleika heldur örlítil fjölgun ferðamanna. Það að ekki varð hrun eins og „spáð“ hafði verið þökkuðu menn átakinu sem var eins og að skjóta úr fallbyssu á markaðinn í stað þess að beina því að ákveðnum markhópum. Svo þökkuðu menn sér fyrir „árangurinn“ og verðlaunuðu sjálfa sig. Átakið var pólitísk ákvörðun og tilraun til að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Það nýjasta sem gripið er til við að draga úr vaxtarskilyrðum í atvinnugreininni er að leggja 100 kr. skatt á gistieiningu. Með því innheimtir tjaldstæði sem selur gistieininguna á 1.000 kall, 10% skatt en lúxushótelið sem selur hana á 30.000 innheimtir 0,3% skatt. Það er kannski vert að geta þess að ferðaþjónusta er eina útflutningsatvinnugreinin sem er gert að innheimta VSK. Engin atvinnugrein býr við viðlíka takmarkanir við stofnun og rekstur fyrirtækja fyrir utan allt skatta- og leyfisfarganið sem sem t.d. eigendur veitingahúsa búa við. Rannsóknir og athuganir í ferðaþjónustu hafa nánast eingöngu beinst að því að skoða hve margir fara inn og út úr landinu og fjölguninni slegið upp sem markmiði í sjálfu sér. Um það hvert þeir fara, hvað þeir gera eða í hvað þeir eyða er allt of lítið vitað. Þar sem skilgreining á atvinnugreininni er villandi hér á landi eða í besta falli á reiki eru allar tölur um fjölda starfsmanna og veltu í atvinnugreininni hreinar getgátur út frá vafasömum forsendum. Til hvaða atvinnugreinar telst bensínstöð, verslun sem selur ull eða sérleyfið til Keflavíkurflugvallar og Keflavíkur? Nú er talað um takmörkun á þessum „gífurlega fjölda“ ferðamanna á ákveðnum stöðum út frá forsendum náttúruverndar eingöngu. Ferðaþjónustan sjálf byggir á rannsóknum um þolmörk út frá fjölda og aðdráttarafli en þeim rökum er aldrei haldið fram. Það er þó deginum ljósara að eitt af því sem dregur ferðamenn til Íslands er fámennið og þegar ferðamenn verða of margir dregur úr aðsókn og hún leitar jafnvægis. Sumstaðar gerist það löngu áður en átroðningur á náttúru verður of mikill þannig að hún verði fyrir tjóni. Það er kominn tími til að einhver segi eitthvað – keisarinn er ekki í neinu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun