Erlent

Ástralir aðstoða við leit að flóttamönnum

Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að senda björgunarsksip og flugvél til að aðstoða við leitina að flóttamönnum sem saknað er eftir að báti með þeim hvolfdi um 40 mílur undan ströndum Java í Indónesíu um helgina.

Þegar hefur tekist að bjarga 30 manns úr bátnum en talið er að um 200 manns hafi verið um borð.

Ástralir munu einnig senda lögreglumenn til Jövu til að rannsaka hverjir stóðu að baki siglingu bátsins en hann mun hafa verið á leið til Jólaeyjar í Ástralíu með flóttamenn frá Afganistan og Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×