Raunhæfur valkostur í Vogum Sigrún Atladóttir skrifar 3. október 2011 07:00 Nýlega samþykkti sveitarstjórn sveitarfélagsins Voga að aðalskipulag sveitarfélagsins yrði tekið upp og Suðurnesjalínur lagðar í jörð. Ákvörðuninni til grundvallar lá greinargerð Almennu verkfræðistofunnar sem unnin var að beiðni Suðurlinda ehf. í mars 2008 þar sem borin eru saman loftlínur og jarðstrengir en þar kemur meðal annars fram að: l Kostnaðarhlutfall breytist verulega ef landverð og allur rekstrarkostnaður er tekinn með í reikninginn, jafnvel er hugsanlegt að kostnaður verði af svipaðir stærðargráðu. l Veðurfar á Suðurnesjum er hagstæðara jarðstrengjum en loftlínum, m.a. vegna seltu. l Flutningur um jarðstreng af umræddri stærðargráðu þarf ekki að valda kerfislægum vandamálum sem ekki eru vel leysanleg. l Áhrif á gróður og jarðlög eru talin minniháttar, séu höfð vönduð vinnubrögð við verkið. l Almenna verkfræðistofan gerir athugasemd við þá staðhæfingu Landsnets að jarðstrengur sé ekki raunhæfur valkostur. Á bæjarráðsfundi 14. september bókaði bæjarráð einróma álit sitt um að samningur sem gerður var við Landsnet 2008, þar sem loftlínur eru leyfðar tímabundið, væri fallinn úr gildi þar sem Landsnet hefði ekki staðið við forsendur samkomulagsins. Á bæjarstjórnarfundi lagði ég fram tillögu um að breyta aðalskipulagi sveitarfélagsins á þann hátt að loftlínur sem Landsnet fyrirhugaði að leggja yrðu lagðar í jörðu. Tillagan var lögð fram með fullri vitund oddvita samstarfsflokksins sem m.a. las yfir tillöguna fyrir fundinn. Nú þegar hefur verið samþykkt að leggja línur í jörð í Hafnarfirði, í gegnum Reykjanesbæ að fyrirhuguðu álveri í Helguvík og að væntanlegum netþjónabúum í Reykjanesbæ og Sandgerði (skv. Heimasíðu Landnets). Ekki er gert ráð fyrir því að orkufrek starfsemi í Vogum taki við orku frá strengnum en samt sem áður má vænta þess að íbúar sveitarfélagsins þurfi að greiða í raforkuverði þann kostnað sem Landsnet vill meina að bætist við raforkuverð vegna jarðstrengja. Því má spyrja sig hvers vegna íbúar í sveitarfélaginu Vogum eiga að bera aukinn raforkukostnað af jarðstrengjum í nágrannasveitarfélögunum en ekki í sínu eigin. Eða megum við vænta þess að raforkuverð verði lægra í sveitarfélaginu Vogum en annars staðar á Suðurnesjum ef hagsmunaaðilum tekst að kúga sveitarstjórnina til hlýðni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Nýlega samþykkti sveitarstjórn sveitarfélagsins Voga að aðalskipulag sveitarfélagsins yrði tekið upp og Suðurnesjalínur lagðar í jörð. Ákvörðuninni til grundvallar lá greinargerð Almennu verkfræðistofunnar sem unnin var að beiðni Suðurlinda ehf. í mars 2008 þar sem borin eru saman loftlínur og jarðstrengir en þar kemur meðal annars fram að: l Kostnaðarhlutfall breytist verulega ef landverð og allur rekstrarkostnaður er tekinn með í reikninginn, jafnvel er hugsanlegt að kostnaður verði af svipaðir stærðargráðu. l Veðurfar á Suðurnesjum er hagstæðara jarðstrengjum en loftlínum, m.a. vegna seltu. l Flutningur um jarðstreng af umræddri stærðargráðu þarf ekki að valda kerfislægum vandamálum sem ekki eru vel leysanleg. l Áhrif á gróður og jarðlög eru talin minniháttar, séu höfð vönduð vinnubrögð við verkið. l Almenna verkfræðistofan gerir athugasemd við þá staðhæfingu Landsnets að jarðstrengur sé ekki raunhæfur valkostur. Á bæjarráðsfundi 14. september bókaði bæjarráð einróma álit sitt um að samningur sem gerður var við Landsnet 2008, þar sem loftlínur eru leyfðar tímabundið, væri fallinn úr gildi þar sem Landsnet hefði ekki staðið við forsendur samkomulagsins. Á bæjarstjórnarfundi lagði ég fram tillögu um að breyta aðalskipulagi sveitarfélagsins á þann hátt að loftlínur sem Landsnet fyrirhugaði að leggja yrðu lagðar í jörðu. Tillagan var lögð fram með fullri vitund oddvita samstarfsflokksins sem m.a. las yfir tillöguna fyrir fundinn. Nú þegar hefur verið samþykkt að leggja línur í jörð í Hafnarfirði, í gegnum Reykjanesbæ að fyrirhuguðu álveri í Helguvík og að væntanlegum netþjónabúum í Reykjanesbæ og Sandgerði (skv. Heimasíðu Landnets). Ekki er gert ráð fyrir því að orkufrek starfsemi í Vogum taki við orku frá strengnum en samt sem áður má vænta þess að íbúar sveitarfélagsins þurfi að greiða í raforkuverði þann kostnað sem Landsnet vill meina að bætist við raforkuverð vegna jarðstrengja. Því má spyrja sig hvers vegna íbúar í sveitarfélaginu Vogum eiga að bera aukinn raforkukostnað af jarðstrengjum í nágrannasveitarfélögunum en ekki í sínu eigin. Eða megum við vænta þess að raforkuverð verði lægra í sveitarfélaginu Vogum en annars staðar á Suðurnesjum ef hagsmunaaðilum tekst að kúga sveitarstjórnina til hlýðni?
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar