Erlent

Leiðtogafundur í kjölfar andláts Kim Jong-il

Leiðtogafundur Bandaríkjanna, Japans og Suður Kóreu er ein af afleiðingum andláts Kim Jong-il einræðisherra Norður Kóreu.

Talsmaður japanskra stjórnvalda segir að dagsetning þessa fundar hafi ekki verið ákveðin en að leiðtogarnir muni ræða saman bráðlega. Samkvæmt talsmanninum eru japönsk stjórnvöld einnig í sambandi við kínversk stjórnvöld vegna stöðunnar sem komin er upp á Kóreuskaganum.

Yoshihiko Noda forsætisráðherra Japans fer í opinbera heimsókn til Kína yfir jólin og hefur andlát Kim Jong-il engin áhrif á dagskrá þeirrar heimsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×