Lífið

Anna Mjöll lofuð í hástert

Anna Mjöll.
Anna Mjöll.
Blaðamaður LA Weekly skrifar grein um söngkonuna Önnu Mjöll Ólafsdóttur í tilefni jólatónleika hennar á klúbbnum Vibrato í Los Angeles næstkomandi fimmtudagskvöld. Þar hefur hún sungið undanfarin ár við góðar undirtektir.

„Fegurð Mjallar og oft á tíðum glæsilegir kjólar hennar blandast saman við sönghæfileika sem djassistar á borð við George Duke, Don Heckman og Dave Weckl hafa talað vel um," skrifar blaðamaðurinn en hægt er að sjá greinina hér á vef LA Weekly.

„Þegar horft er til skopskyns Mjallar og hversu góðum tengslum hún nær við áhorfendur fer maður að velta fyrir sér hversu langur tími muni líða þangað til hún verður aðalnúmerið á sýningu einhvers staðar í Vegas. Sir Tom Jones er nú þegar tíður gestur á tónleikum hennar í borginni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.