Erlent

Íbúar Liege minnast fórnarlamba

Filippus Belgíuprins og Mathilda prinsessa minnast fórnarlamba árásarinnar.
Filippus Belgíuprins og Mathilda prinsessa minnast fórnarlamba árásarinnar. mynd/AFP
Vika er liðin síðan vígamaðurinn Nordine Amrani hóf skotárás á torginu Place Saint-Lambert í borginni Liege í Belgíu. Um 3.000 manns komu saman á torginu í dag til að minnast fórnarlamba árásarinnar.

Sex féllu í árásinni, þar á meðal voru 17 mánaða gamalt barn og öldruð kona. Filippus Belgíuprins og kona hans vottuðu virðingu sína ásamt forsætisráðherra Belgíu, Elio di Rupo. Þau komu blómsveig fyrir á torginu áður en aðrir leiðtogar nágrannaþjóða Belgíu vottuðu virðingu sínu.

Gestir minningarathafnarinnar komu fyrir ýmsum virðingarvottum á torginu, þar á meðal var hvítur borði með orðunum: „Aldrei aftur"Aldrei aftur".

Athöfnin var þögul og tilfinningaþrungin en þegar sjúkraliðar borgarinnar komu á torgið var þeim fagnað með lófataki.

Rúmlega 100 manns særðust í árásinni og enn eru nokkrir á spítala. Ein manneskja er í lífshættu. Ekki er vitað hvert tilefni árásarinnar var en Amrani hafði áður setið í fangelsi fyrir fíkniefnamisferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×