
Svar við brigslum
Fagleg ráðningVið ráðningu í starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins sumarið 2005 var beitt faglegu ráðningarferli sem stjórnað var af ráðningafyrirtæki. Fleiri umsækjendur voru um stöðuna og enginn þeirra gerði athugasemdir eftir ráðningu mína. Engar athugasemdir voru heldur gerðar opinberlega við ráðninguna.
Menntun og reynslaÍ grein Bjarna kemur fram að ég starfaði áður sem framkvæmdastjóri Innra markaðssviðs Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), þó að höfundur telji það litlu skipta. Á Innra markaðssviði ESA störfuðu um 25 sérfræðingar frá 8 löndum og undir starfsemi þess féllu m.a. málefni fjármálaþjónustu og fjármálamarkaðar. Þannig stýrði ég í tæp 5 ár eftirliti með málefnum fjármagnsmarkaða á Íslandi, Noregi og Liechtenstein.
Áður en ég var ráðinn sem framkvæmdastjóri hjá ESA, í opnu ráðningaferli þar sem umsækjendur gátu komið frá öllu EES-svæðinu, starfaði ég sem sérfræðingur hjá stofnuninni varðandi málefni verðbréfamarkaða og frjálsra fjármagnsflutninga.
Þar á undan starfaði ég bæði sem lögfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands og sinnti m.a. verkefnum tengdum fjármálamarkaðnum og hafði aðkomu að löggjöf um þann markað.
Ég hef lokið embættisprófi í lögfræði, meistaraprófi í lögfræði frá Cambridge-háskóla og MBA-gráðu frá Vlerick Leuven Gent Management School, auk þess að vera með verðbréfamiðlunarpróf.
Að síðustu er það ágætur mælikvarði á þekkingu og reynslu ef ótengdir aðilar vilja greiða fyrir þjónustu. Í dag rek ég lögmannsstofu þar sem viðskiptavinir eru einkum aðilar á fjármagnsmarkaði.
NiðurlagHér hefur verið svarað tilefnislausum brigslum Bjarna Torfasonar. Þeir sem vilja skrifa málefnalega um íslenskan fjármálamarkað ættu að afla sér sjálfstæðra heimilda og ekki að líta á rannsóknarskýrsluna sem trúarrit, enda liggur fyrir sú niðurstaða Hæstaréttar að skýrslan er ekki sönnunargagn (mál 561/2010). Það kann að vera erfitt fyrir Bjarna, sem var starfsmaður rannsóknarnefndarinnar.
Skoðun

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar