Mótmælum margföldum vegskatti Kjartan Magnússon skrifar 15. janúar 2011 06:00 Ótrúlegt er að ríkisstjórnin ætli sér að leggja á nýja vegskatta til viðbótar þeim ofurháu sköttum, sem nú þegar eru lagðir á bifreiðaeigendur. Ríkisstjórnin telur ekki skipta máli að benzínverð á Íslandi er nú þegar eitt hið hæsta í heimi en rúmur helmingur af verði hvers benzínlítra rennur til ríkisins. Hver benzínstöð er því í raun hluti af hinu mikilvirka innheimtukerfi ríkissjóðs, útibú frá skattstofunni. Háir skattar á eldsneyti eru réttlættir með því að þannig sé í raun verið að afla fjár til samgönguframkvæmda, sem eðlilegt sé að bifreiðaeigendur standi undir. Skattar, sem ríkið innheimtir af bifreiðum og eldsneyti, skila sér þó aðeins að hluta til samgönguframkvæmda. Og það sem þó hefur skilað sér, hefur að stórum hluta verið nýtt til umdeildra stórframkvæmda á landsbyggðinni. Þrátt fyrir að stærstur hluti eldsneytisskatta sé innheimtur á höfuðborgarsvæðinu, hafa arðbær og brýn samgönguverkefni þar setið á hakanum. Nefna má framkvæmdir, sem myndu stórauka öryggi í umferðinni og fækka slysum; t.d. með uppsetningu vegriða meðfram stofnbrautum og aðskilnaði akreina á fjölförnum vegum. Hrein viðbótarskattheimta Komist hugmyndir ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna í framkvæmd verður skattheimta bæði aukin og flækt. Í sjálfu sér er ekkert að því að innheimta veggjöld til að fjármagna samgöngumannvirki en slík innheimta á sér nú þegar stað, og það margfalt, með eldsneytissköttum. Fyrirhuguð veggjöld munu leggjast á meginþorra bifreiðaeigenda og um hreina viðbótarskattheimtu er að ræða því ríkisstjórnin ætlar sér ekki að lækka neina skatta á móti. Þyngst mun skatturinn leggjast á íbúa höfuðborgarsvæðisins og þá, sem fara á milli sveitarfélaga vegna vinnu sinnar. Þá væri með öllu óviðunandi ef staðið væri þannig að málum að vegskattur væri innheimtur innan marka sama sveitarfélagsins, t.d. í þeim tilvikum þegar Kjalnesingar sækja vinnu og þjónustu í önnur hverfi Reykjavíkurborgar. Það er í sjálfu sér jákvætt að vilji standi til þess að ráðast í úrbætur á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi, sem munu greiða fyrir umferð og stórauka umferðaröryggi. Hins vegar verður að gera þá kröfu til Alþingis að í stað viðbótarskattheimtu verði slíkar framkvæmdir fjármagnaðar með því að höfuðborgarsvæðið fái sanngjarnan skerf af hinum háu skatttekjum af bifreiðum, sem verða til á svæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Ótrúlegt er að ríkisstjórnin ætli sér að leggja á nýja vegskatta til viðbótar þeim ofurháu sköttum, sem nú þegar eru lagðir á bifreiðaeigendur. Ríkisstjórnin telur ekki skipta máli að benzínverð á Íslandi er nú þegar eitt hið hæsta í heimi en rúmur helmingur af verði hvers benzínlítra rennur til ríkisins. Hver benzínstöð er því í raun hluti af hinu mikilvirka innheimtukerfi ríkissjóðs, útibú frá skattstofunni. Háir skattar á eldsneyti eru réttlættir með því að þannig sé í raun verið að afla fjár til samgönguframkvæmda, sem eðlilegt sé að bifreiðaeigendur standi undir. Skattar, sem ríkið innheimtir af bifreiðum og eldsneyti, skila sér þó aðeins að hluta til samgönguframkvæmda. Og það sem þó hefur skilað sér, hefur að stórum hluta verið nýtt til umdeildra stórframkvæmda á landsbyggðinni. Þrátt fyrir að stærstur hluti eldsneytisskatta sé innheimtur á höfuðborgarsvæðinu, hafa arðbær og brýn samgönguverkefni þar setið á hakanum. Nefna má framkvæmdir, sem myndu stórauka öryggi í umferðinni og fækka slysum; t.d. með uppsetningu vegriða meðfram stofnbrautum og aðskilnaði akreina á fjölförnum vegum. Hrein viðbótarskattheimta Komist hugmyndir ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna í framkvæmd verður skattheimta bæði aukin og flækt. Í sjálfu sér er ekkert að því að innheimta veggjöld til að fjármagna samgöngumannvirki en slík innheimta á sér nú þegar stað, og það margfalt, með eldsneytissköttum. Fyrirhuguð veggjöld munu leggjast á meginþorra bifreiðaeigenda og um hreina viðbótarskattheimtu er að ræða því ríkisstjórnin ætlar sér ekki að lækka neina skatta á móti. Þyngst mun skatturinn leggjast á íbúa höfuðborgarsvæðisins og þá, sem fara á milli sveitarfélaga vegna vinnu sinnar. Þá væri með öllu óviðunandi ef staðið væri þannig að málum að vegskattur væri innheimtur innan marka sama sveitarfélagsins, t.d. í þeim tilvikum þegar Kjalnesingar sækja vinnu og þjónustu í önnur hverfi Reykjavíkurborgar. Það er í sjálfu sér jákvætt að vilji standi til þess að ráðast í úrbætur á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi, sem munu greiða fyrir umferð og stórauka umferðaröryggi. Hins vegar verður að gera þá kröfu til Alþingis að í stað viðbótarskattheimtu verði slíkar framkvæmdir fjármagnaðar með því að höfuðborgarsvæðið fái sanngjarnan skerf af hinum háu skatttekjum af bifreiðum, sem verða til á svæðinu.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun