Mótmælum margföldum vegskatti Kjartan Magnússon skrifar 15. janúar 2011 06:00 Ótrúlegt er að ríkisstjórnin ætli sér að leggja á nýja vegskatta til viðbótar þeim ofurháu sköttum, sem nú þegar eru lagðir á bifreiðaeigendur. Ríkisstjórnin telur ekki skipta máli að benzínverð á Íslandi er nú þegar eitt hið hæsta í heimi en rúmur helmingur af verði hvers benzínlítra rennur til ríkisins. Hver benzínstöð er því í raun hluti af hinu mikilvirka innheimtukerfi ríkissjóðs, útibú frá skattstofunni. Háir skattar á eldsneyti eru réttlættir með því að þannig sé í raun verið að afla fjár til samgönguframkvæmda, sem eðlilegt sé að bifreiðaeigendur standi undir. Skattar, sem ríkið innheimtir af bifreiðum og eldsneyti, skila sér þó aðeins að hluta til samgönguframkvæmda. Og það sem þó hefur skilað sér, hefur að stórum hluta verið nýtt til umdeildra stórframkvæmda á landsbyggðinni. Þrátt fyrir að stærstur hluti eldsneytisskatta sé innheimtur á höfuðborgarsvæðinu, hafa arðbær og brýn samgönguverkefni þar setið á hakanum. Nefna má framkvæmdir, sem myndu stórauka öryggi í umferðinni og fækka slysum; t.d. með uppsetningu vegriða meðfram stofnbrautum og aðskilnaði akreina á fjölförnum vegum. Hrein viðbótarskattheimta Komist hugmyndir ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna í framkvæmd verður skattheimta bæði aukin og flækt. Í sjálfu sér er ekkert að því að innheimta veggjöld til að fjármagna samgöngumannvirki en slík innheimta á sér nú þegar stað, og það margfalt, með eldsneytissköttum. Fyrirhuguð veggjöld munu leggjast á meginþorra bifreiðaeigenda og um hreina viðbótarskattheimtu er að ræða því ríkisstjórnin ætlar sér ekki að lækka neina skatta á móti. Þyngst mun skatturinn leggjast á íbúa höfuðborgarsvæðisins og þá, sem fara á milli sveitarfélaga vegna vinnu sinnar. Þá væri með öllu óviðunandi ef staðið væri þannig að málum að vegskattur væri innheimtur innan marka sama sveitarfélagsins, t.d. í þeim tilvikum þegar Kjalnesingar sækja vinnu og þjónustu í önnur hverfi Reykjavíkurborgar. Það er í sjálfu sér jákvætt að vilji standi til þess að ráðast í úrbætur á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi, sem munu greiða fyrir umferð og stórauka umferðaröryggi. Hins vegar verður að gera þá kröfu til Alþingis að í stað viðbótarskattheimtu verði slíkar framkvæmdir fjármagnaðar með því að höfuðborgarsvæðið fái sanngjarnan skerf af hinum háu skatttekjum af bifreiðum, sem verða til á svæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ótrúlegt er að ríkisstjórnin ætli sér að leggja á nýja vegskatta til viðbótar þeim ofurháu sköttum, sem nú þegar eru lagðir á bifreiðaeigendur. Ríkisstjórnin telur ekki skipta máli að benzínverð á Íslandi er nú þegar eitt hið hæsta í heimi en rúmur helmingur af verði hvers benzínlítra rennur til ríkisins. Hver benzínstöð er því í raun hluti af hinu mikilvirka innheimtukerfi ríkissjóðs, útibú frá skattstofunni. Háir skattar á eldsneyti eru réttlættir með því að þannig sé í raun verið að afla fjár til samgönguframkvæmda, sem eðlilegt sé að bifreiðaeigendur standi undir. Skattar, sem ríkið innheimtir af bifreiðum og eldsneyti, skila sér þó aðeins að hluta til samgönguframkvæmda. Og það sem þó hefur skilað sér, hefur að stórum hluta verið nýtt til umdeildra stórframkvæmda á landsbyggðinni. Þrátt fyrir að stærstur hluti eldsneytisskatta sé innheimtur á höfuðborgarsvæðinu, hafa arðbær og brýn samgönguverkefni þar setið á hakanum. Nefna má framkvæmdir, sem myndu stórauka öryggi í umferðinni og fækka slysum; t.d. með uppsetningu vegriða meðfram stofnbrautum og aðskilnaði akreina á fjölförnum vegum. Hrein viðbótarskattheimta Komist hugmyndir ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna í framkvæmd verður skattheimta bæði aukin og flækt. Í sjálfu sér er ekkert að því að innheimta veggjöld til að fjármagna samgöngumannvirki en slík innheimta á sér nú þegar stað, og það margfalt, með eldsneytissköttum. Fyrirhuguð veggjöld munu leggjast á meginþorra bifreiðaeigenda og um hreina viðbótarskattheimtu er að ræða því ríkisstjórnin ætlar sér ekki að lækka neina skatta á móti. Þyngst mun skatturinn leggjast á íbúa höfuðborgarsvæðisins og þá, sem fara á milli sveitarfélaga vegna vinnu sinnar. Þá væri með öllu óviðunandi ef staðið væri þannig að málum að vegskattur væri innheimtur innan marka sama sveitarfélagsins, t.d. í þeim tilvikum þegar Kjalnesingar sækja vinnu og þjónustu í önnur hverfi Reykjavíkurborgar. Það er í sjálfu sér jákvætt að vilji standi til þess að ráðast í úrbætur á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi, sem munu greiða fyrir umferð og stórauka umferðaröryggi. Hins vegar verður að gera þá kröfu til Alþingis að í stað viðbótarskattheimtu verði slíkar framkvæmdir fjármagnaðar með því að höfuðborgarsvæðið fái sanngjarnan skerf af hinum háu skatttekjum af bifreiðum, sem verða til á svæðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar