Höfum við það kannski bara ágætt? Inga Dóra Pétursdóttir skrifar 2. júní 2011 06:00 Það er kreppa á Íslandi, gos í Grímsvötnum og það er kalt þó það ætti að vera komið sumar. Við erum líka óánægð með ýmislegt annað. Okkur finnst það ótrúlegt að við séum efst á lista World Economic Forum yfir það land þar sem mest jafnrétti kynjanna ríkir. Það er jú svo margt sem enn á eftir að bæta hér á landi. Það er til dæmis óásættanlegt að konur séu aðeins átta prósent allra framkvæmdastjóra á Íslandi. Það er líka algjörlega óviðunandi að það sé aðeins sakfellt í innan við fimm prósentum af nauðgunarmálum sem koma inn á neyðarmóttökuna árlega. En við megum ekki gleyma því að við höfum samt sem áður náð gríðarlegum árangri hér á landi. Ég vara ykkur við, nú mun ég telja upp örfáar hræðilegar staðreyndir. Staðreyndir sem við lesum einstaka sinnum en reynum að gleyma jafnóðum vegna þess að stundum er sannleikurinn hreinlega of hræðilegur. En vissir þú að ein af hverjum sjö stúlkum í fátækum löndum er gift í hagkvæmnishjónaband fyrir fimmtán ára aldur? Barnabrúðir í Eþíópíu eru gjarnan um fimm ára. Samkvæmt Alþjóðabankanum eru líkur kvenna á að verða fyrir nauðgun og heimilisofbeldi meiri en samanlögð hætta vegna krabbameins, umferðarslysa og malaríu. Það er kannski ekki að undra þegar haft er í huga að nýleg rannsókn sýnir að 40 prósentum karlmanna og 36 prósentum kvenna í Úganda finnst réttlætanlegt að eiginmaður beiti konu sína ofbeldi fari þau að rífast. Víða er meðganga og barnsburður ein af stærstu áhættum sem konur taka í lífinu. Í Tsjad deyr ein af hverjum 14 konum við barnsburð. En í Tsjad hafa innan við þrjú prósent kvenna aðgang að getnaðarvörnum. Það kemur því ekki á óvart að aðeins tíu prósent af konum í Tsjad lifa það að verða eldri en 49 ára. Til samanburðar er meðalævi íslenskra kvenna 77 ár. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á það í íslenskri utanríkisstefnu að vera leiðandi í jafnréttismálum í heiminum, meðal annars með því að styrkja starf UN Women (áður UNIFEM) sem er eina stofnun SÞ sem vinnur eingöngu að jafnréttismálum. Utanríkisstefnan endurspeglar vilja Íslendinga til að styrkja stöðu kvenna í þróunarlöndum, framfylgja mannréttindasáttmálum, auka efnahagslegt sjálfstæði kvenna og virkja frumkvæðisrétt þeirra. Jafnrétti kynjanna er nefnilega frumforsenda þess að fjölskyldur og samfélög dafni. Hagur þjóða og útrýming fátæktar er ekki möguleg nema í samfélögum þar sem konur og menn hafa jöfn tækifæri og möguleika til lífsviðurværis, og þar sem sjónarmið jafnréttis eru höfð að leiðarljósi. Þökk sé framúrskarandi kvenskörungum og flottum karlmönnum hefur jafnréttisbaráttan þokast í rétta átt hér á landi. Gleymum ekki að vera stolt og glöð yfir árangrinum sem við höfum náð og styðjum við bak „systra“ okkar í fátækari löndum – það er hagur okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Það er kreppa á Íslandi, gos í Grímsvötnum og það er kalt þó það ætti að vera komið sumar. Við erum líka óánægð með ýmislegt annað. Okkur finnst það ótrúlegt að við séum efst á lista World Economic Forum yfir það land þar sem mest jafnrétti kynjanna ríkir. Það er jú svo margt sem enn á eftir að bæta hér á landi. Það er til dæmis óásættanlegt að konur séu aðeins átta prósent allra framkvæmdastjóra á Íslandi. Það er líka algjörlega óviðunandi að það sé aðeins sakfellt í innan við fimm prósentum af nauðgunarmálum sem koma inn á neyðarmóttökuna árlega. En við megum ekki gleyma því að við höfum samt sem áður náð gríðarlegum árangri hér á landi. Ég vara ykkur við, nú mun ég telja upp örfáar hræðilegar staðreyndir. Staðreyndir sem við lesum einstaka sinnum en reynum að gleyma jafnóðum vegna þess að stundum er sannleikurinn hreinlega of hræðilegur. En vissir þú að ein af hverjum sjö stúlkum í fátækum löndum er gift í hagkvæmnishjónaband fyrir fimmtán ára aldur? Barnabrúðir í Eþíópíu eru gjarnan um fimm ára. Samkvæmt Alþjóðabankanum eru líkur kvenna á að verða fyrir nauðgun og heimilisofbeldi meiri en samanlögð hætta vegna krabbameins, umferðarslysa og malaríu. Það er kannski ekki að undra þegar haft er í huga að nýleg rannsókn sýnir að 40 prósentum karlmanna og 36 prósentum kvenna í Úganda finnst réttlætanlegt að eiginmaður beiti konu sína ofbeldi fari þau að rífast. Víða er meðganga og barnsburður ein af stærstu áhættum sem konur taka í lífinu. Í Tsjad deyr ein af hverjum 14 konum við barnsburð. En í Tsjad hafa innan við þrjú prósent kvenna aðgang að getnaðarvörnum. Það kemur því ekki á óvart að aðeins tíu prósent af konum í Tsjad lifa það að verða eldri en 49 ára. Til samanburðar er meðalævi íslenskra kvenna 77 ár. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á það í íslenskri utanríkisstefnu að vera leiðandi í jafnréttismálum í heiminum, meðal annars með því að styrkja starf UN Women (áður UNIFEM) sem er eina stofnun SÞ sem vinnur eingöngu að jafnréttismálum. Utanríkisstefnan endurspeglar vilja Íslendinga til að styrkja stöðu kvenna í þróunarlöndum, framfylgja mannréttindasáttmálum, auka efnahagslegt sjálfstæði kvenna og virkja frumkvæðisrétt þeirra. Jafnrétti kynjanna er nefnilega frumforsenda þess að fjölskyldur og samfélög dafni. Hagur þjóða og útrýming fátæktar er ekki möguleg nema í samfélögum þar sem konur og menn hafa jöfn tækifæri og möguleika til lífsviðurværis, og þar sem sjónarmið jafnréttis eru höfð að leiðarljósi. Þökk sé framúrskarandi kvenskörungum og flottum karlmönnum hefur jafnréttisbaráttan þokast í rétta átt hér á landi. Gleymum ekki að vera stolt og glöð yfir árangrinum sem við höfum náð og styðjum við bak „systra“ okkar í fátækari löndum – það er hagur okkar allra.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar