Lífeyriskerfi á traustum grunni? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Í reglugerð um skyldutryggingu lífeyrissjóða er ákvæði um viðmið, eða kröfu eins og það er gjarnan kallað, um ávöxtun sjóðanna. Þetta viðmið er í dag 3,5% og grundvallast útreikningur á lífeyri að nokkru leyti á þessu viðmiði en almennu lífeyrissjóðirnir byggja á þeirri grunnhugsun að hver kynslóð standi undir sínum lífeyrisréttindum. Hér er nauðsynlegt að spyrja tveggja grundvallarspurninga. Í fyrsta lagi: Hversu raunsætt er að byggja lífeyriskerfi á ávöxtun upp á 3,5%? Og í öðru lagi: Hvaða áhrif hefur þetta viðmið á fjármálamarkað og vaxtastig í landinu? Við getum orðað þær áhyggjur sem margir hafa af þessu með eftirfarandi hætti: Krafa um 3,5% ávöxtun til langs tíma stenst ekki raunsæjar væntingar um hagvöxt og er því of há. Þetta leiðir svo aftur til þess að sjóðirnir krefjast of hárra vaxta af „öruggum" fjárfestingum (t.d. íbúðarbréfum með ríkisábyrgð) eða leiðast út í áhættumeiri fjárfestingar til að reyna að standa undir væntingum. Vegna þess hversu umsvifamiklir sjóðirnir eru á fjármálamarkaði leiðir 3,5% viðmiðið í raun til þess að það myndast vaxtagólf fyrir fjárfestingar til langs tíma, t.d. lán heimila til íbúðarkaupa. Í þessari umræðu verðum við að muna að sjóðirnir eru verðtryggðir, enda var verðtryggingu öðrum þræði komið á til að verja þá. Er krafan um 3,5% raunávöxtun hagkerfinu skaðleg? Því er stundum haldið fram að lækkun ávöxtunarkröfunnar bæti kjör heimilanna. Það er ljóst að sum heimili myndu hagnast á lægra vaxtastigi á meðan önnur myndu líklega tapa á lægri lífeyrisgreiðslum. Við ættum því að forðast of miklar einfaldanir í þessum efnum. Það sem máli skiptir er lífeyriskerfi á sjálfbærum efnahagslegum forsendum. Er svo í dag? Ég hef mínar efasemdir og tel að málefnaleg umræða og endurskoðun verði að eiga sér stað. Þess vegna hef ég lagt fram fyrirspurnir til fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra um áhrif viðmiðsins og vænti þess að svörin hvetji til málefnalegrar umræðu um þetta flókna hagsmunamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Í reglugerð um skyldutryggingu lífeyrissjóða er ákvæði um viðmið, eða kröfu eins og það er gjarnan kallað, um ávöxtun sjóðanna. Þetta viðmið er í dag 3,5% og grundvallast útreikningur á lífeyri að nokkru leyti á þessu viðmiði en almennu lífeyrissjóðirnir byggja á þeirri grunnhugsun að hver kynslóð standi undir sínum lífeyrisréttindum. Hér er nauðsynlegt að spyrja tveggja grundvallarspurninga. Í fyrsta lagi: Hversu raunsætt er að byggja lífeyriskerfi á ávöxtun upp á 3,5%? Og í öðru lagi: Hvaða áhrif hefur þetta viðmið á fjármálamarkað og vaxtastig í landinu? Við getum orðað þær áhyggjur sem margir hafa af þessu með eftirfarandi hætti: Krafa um 3,5% ávöxtun til langs tíma stenst ekki raunsæjar væntingar um hagvöxt og er því of há. Þetta leiðir svo aftur til þess að sjóðirnir krefjast of hárra vaxta af „öruggum" fjárfestingum (t.d. íbúðarbréfum með ríkisábyrgð) eða leiðast út í áhættumeiri fjárfestingar til að reyna að standa undir væntingum. Vegna þess hversu umsvifamiklir sjóðirnir eru á fjármálamarkaði leiðir 3,5% viðmiðið í raun til þess að það myndast vaxtagólf fyrir fjárfestingar til langs tíma, t.d. lán heimila til íbúðarkaupa. Í þessari umræðu verðum við að muna að sjóðirnir eru verðtryggðir, enda var verðtryggingu öðrum þræði komið á til að verja þá. Er krafan um 3,5% raunávöxtun hagkerfinu skaðleg? Því er stundum haldið fram að lækkun ávöxtunarkröfunnar bæti kjör heimilanna. Það er ljóst að sum heimili myndu hagnast á lægra vaxtastigi á meðan önnur myndu líklega tapa á lægri lífeyrisgreiðslum. Við ættum því að forðast of miklar einfaldanir í þessum efnum. Það sem máli skiptir er lífeyriskerfi á sjálfbærum efnahagslegum forsendum. Er svo í dag? Ég hef mínar efasemdir og tel að málefnaleg umræða og endurskoðun verði að eiga sér stað. Þess vegna hef ég lagt fram fyrirspurnir til fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra um áhrif viðmiðsins og vænti þess að svörin hvetji til málefnalegrar umræðu um þetta flókna hagsmunamál.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun