Lífeyriskerfi á traustum grunni? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Í reglugerð um skyldutryggingu lífeyrissjóða er ákvæði um viðmið, eða kröfu eins og það er gjarnan kallað, um ávöxtun sjóðanna. Þetta viðmið er í dag 3,5% og grundvallast útreikningur á lífeyri að nokkru leyti á þessu viðmiði en almennu lífeyrissjóðirnir byggja á þeirri grunnhugsun að hver kynslóð standi undir sínum lífeyrisréttindum. Hér er nauðsynlegt að spyrja tveggja grundvallarspurninga. Í fyrsta lagi: Hversu raunsætt er að byggja lífeyriskerfi á ávöxtun upp á 3,5%? Og í öðru lagi: Hvaða áhrif hefur þetta viðmið á fjármálamarkað og vaxtastig í landinu? Við getum orðað þær áhyggjur sem margir hafa af þessu með eftirfarandi hætti: Krafa um 3,5% ávöxtun til langs tíma stenst ekki raunsæjar væntingar um hagvöxt og er því of há. Þetta leiðir svo aftur til þess að sjóðirnir krefjast of hárra vaxta af „öruggum" fjárfestingum (t.d. íbúðarbréfum með ríkisábyrgð) eða leiðast út í áhættumeiri fjárfestingar til að reyna að standa undir væntingum. Vegna þess hversu umsvifamiklir sjóðirnir eru á fjármálamarkaði leiðir 3,5% viðmiðið í raun til þess að það myndast vaxtagólf fyrir fjárfestingar til langs tíma, t.d. lán heimila til íbúðarkaupa. Í þessari umræðu verðum við að muna að sjóðirnir eru verðtryggðir, enda var verðtryggingu öðrum þræði komið á til að verja þá. Er krafan um 3,5% raunávöxtun hagkerfinu skaðleg? Því er stundum haldið fram að lækkun ávöxtunarkröfunnar bæti kjör heimilanna. Það er ljóst að sum heimili myndu hagnast á lægra vaxtastigi á meðan önnur myndu líklega tapa á lægri lífeyrisgreiðslum. Við ættum því að forðast of miklar einfaldanir í þessum efnum. Það sem máli skiptir er lífeyriskerfi á sjálfbærum efnahagslegum forsendum. Er svo í dag? Ég hef mínar efasemdir og tel að málefnaleg umræða og endurskoðun verði að eiga sér stað. Þess vegna hef ég lagt fram fyrirspurnir til fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra um áhrif viðmiðsins og vænti þess að svörin hvetji til málefnalegrar umræðu um þetta flókna hagsmunamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í reglugerð um skyldutryggingu lífeyrissjóða er ákvæði um viðmið, eða kröfu eins og það er gjarnan kallað, um ávöxtun sjóðanna. Þetta viðmið er í dag 3,5% og grundvallast útreikningur á lífeyri að nokkru leyti á þessu viðmiði en almennu lífeyrissjóðirnir byggja á þeirri grunnhugsun að hver kynslóð standi undir sínum lífeyrisréttindum. Hér er nauðsynlegt að spyrja tveggja grundvallarspurninga. Í fyrsta lagi: Hversu raunsætt er að byggja lífeyriskerfi á ávöxtun upp á 3,5%? Og í öðru lagi: Hvaða áhrif hefur þetta viðmið á fjármálamarkað og vaxtastig í landinu? Við getum orðað þær áhyggjur sem margir hafa af þessu með eftirfarandi hætti: Krafa um 3,5% ávöxtun til langs tíma stenst ekki raunsæjar væntingar um hagvöxt og er því of há. Þetta leiðir svo aftur til þess að sjóðirnir krefjast of hárra vaxta af „öruggum" fjárfestingum (t.d. íbúðarbréfum með ríkisábyrgð) eða leiðast út í áhættumeiri fjárfestingar til að reyna að standa undir væntingum. Vegna þess hversu umsvifamiklir sjóðirnir eru á fjármálamarkaði leiðir 3,5% viðmiðið í raun til þess að það myndast vaxtagólf fyrir fjárfestingar til langs tíma, t.d. lán heimila til íbúðarkaupa. Í þessari umræðu verðum við að muna að sjóðirnir eru verðtryggðir, enda var verðtryggingu öðrum þræði komið á til að verja þá. Er krafan um 3,5% raunávöxtun hagkerfinu skaðleg? Því er stundum haldið fram að lækkun ávöxtunarkröfunnar bæti kjör heimilanna. Það er ljóst að sum heimili myndu hagnast á lægra vaxtastigi á meðan önnur myndu líklega tapa á lægri lífeyrisgreiðslum. Við ættum því að forðast of miklar einfaldanir í þessum efnum. Það sem máli skiptir er lífeyriskerfi á sjálfbærum efnahagslegum forsendum. Er svo í dag? Ég hef mínar efasemdir og tel að málefnaleg umræða og endurskoðun verði að eiga sér stað. Þess vegna hef ég lagt fram fyrirspurnir til fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra um áhrif viðmiðsins og vænti þess að svörin hvetji til málefnalegrar umræðu um þetta flókna hagsmunamál.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar