Þessi pistill á að vera óþarfur Gunnar Hansson skrifar 30. janúar 2011 10:00 Til að byrja með vil ég taka það fram að það á ekki að þurfa að skrifa þennan pistil. Ekki árið 2011! Ég var beðinn um að skrifa um eitthvað sem tengdist kynbundnu misrétti. Ég hélt það nú. Frábært málefni sem ég hef mjög sterkar skoðanir á og ég vildi endilega leggja mitt lóð á vogarskálarnar. En svo fór ég að skrifa og þá fór tími minn aðallega í það að stroka út. Mér fannst ekkert sem ég skrifaði vera nógu gott né nógu sterkt fyrir svona gott málefni. Ég vildi ekki gera grín, því þó að samskipti kynjanna kalli mjög auðveldlega fram brandara, marga mjög slæma, en nokkra ágæta, þá langaði mig ekki til þess að skrifa djók-pistil. Það er oft vörn hjá mér að djóka með það sem er viðkvæmt, ég vildi standast það í þetta sinn. Svo vildi ég heldur ekki vera með predikunartón. Skamma hina og þessa fyrir slæma frammistöðu í þessum málum. Mér finnst því miður vera allt of mikið um slíkan tón í dag í umræðunni um hin ýmsu málefni. Ég er þreyttur á því. Ég endurtek: Það á enginn að þurfa að skrifa pistil gegn kynjabundnu misrétti árið 2011 for kræing át lád! Það er fáránlegt. Að konur þurfi að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum eins og að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar. Að einstæðir feður þurfi að berjast fyrir því að fá að umgangast börnin sín til jafns á við mæðurnar. Það getur ekki verið að neinn vilji viðhalda svona löguðu. Það vilja allir vel. Ég trúi því að minnsta kosti. Ég á tvær dætur og einn son. Ég vil að dætur mínar fái sömu tækifæri og sonur minn og öfugt. Þetta verður þannig, það er óumflýjanlegt. Það er engin glóra í öðru. Hættum bara að streitast á móti. Þetta þarf engan veginn að vera stríð milli kynjanna, miklu heldur faðmlag. Hlýtt og gott. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Til að byrja með vil ég taka það fram að það á ekki að þurfa að skrifa þennan pistil. Ekki árið 2011! Ég var beðinn um að skrifa um eitthvað sem tengdist kynbundnu misrétti. Ég hélt það nú. Frábært málefni sem ég hef mjög sterkar skoðanir á og ég vildi endilega leggja mitt lóð á vogarskálarnar. En svo fór ég að skrifa og þá fór tími minn aðallega í það að stroka út. Mér fannst ekkert sem ég skrifaði vera nógu gott né nógu sterkt fyrir svona gott málefni. Ég vildi ekki gera grín, því þó að samskipti kynjanna kalli mjög auðveldlega fram brandara, marga mjög slæma, en nokkra ágæta, þá langaði mig ekki til þess að skrifa djók-pistil. Það er oft vörn hjá mér að djóka með það sem er viðkvæmt, ég vildi standast það í þetta sinn. Svo vildi ég heldur ekki vera með predikunartón. Skamma hina og þessa fyrir slæma frammistöðu í þessum málum. Mér finnst því miður vera allt of mikið um slíkan tón í dag í umræðunni um hin ýmsu málefni. Ég er þreyttur á því. Ég endurtek: Það á enginn að þurfa að skrifa pistil gegn kynjabundnu misrétti árið 2011 for kræing át lád! Það er fáránlegt. Að konur þurfi að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum eins og að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar. Að einstæðir feður þurfi að berjast fyrir því að fá að umgangast börnin sín til jafns á við mæðurnar. Það getur ekki verið að neinn vilji viðhalda svona löguðu. Það vilja allir vel. Ég trúi því að minnsta kosti. Ég á tvær dætur og einn son. Ég vil að dætur mínar fái sömu tækifæri og sonur minn og öfugt. Þetta verður þannig, það er óumflýjanlegt. Það er engin glóra í öðru. Hættum bara að streitast á móti. Þetta þarf engan veginn að vera stríð milli kynjanna, miklu heldur faðmlag. Hlýtt og gott. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar