Þöggun Samtaka sauðfjárbænda? Margrét S. Björnsdóttir skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Samtök sauðfjárbænda hafa beitt fjárhagslegu áhrifavaldi sínu og sagt upp verkefnasamstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vegna greinaskrifa og ályktana Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði við HÍ. Vissulega geta bændasamtökin beint viðskiptum sínum þangað sem þeim hentar en ætti það þá ekki einnig að gilda um okkur, kaupendur framleiðsluvara bænda? En eins og allir vita standa samtök bænda þétt með stjórnvöldum í því að hindra að íslenskir neytendur geti, að eigin vild, keypt erlendar landbúnaðarvörur. Í greinunum, sem að sögn Þórólfs byggja á gögnum frá Bændasamtökunum sjálfum, eru upphæðir ríkisstyrkja til landbúnaðar gagnrýndar, fyrirkomulagið talið hefta framþróun í greininni og vera andstætt hagsmunum bænda og skattgreiðenda. Íslenskur landbúnaður fær einhverja hæstu ríkisstyrki í heimi samkvæmt OECD. Heildartilfærslur frá skattgreiðendum eru árlega 11 milljarðar og innflutningsverndin kostaði neytendur annað eins til skamms tíma, þó að lágt gengi krónunnar nú hafi lækkað þá upphæð. Hagsmunasamtök bænda fá af ríkisstyrknum til starfsemi sinnar. Þessi háu framlög til íslensks landbúnaðar eru öðru hverju gagnrýnd, en því miður hafa stjórnmálamenn og við sem störfum innan stjórnmálaflokka lítið látið okkur landbúnaðarkerfið varða, síðan Alþýðuflokkurinn var og hét, e.t.v. vegna skorts á þekkingu á kerfinu. Fréttir berast reglulega um að samningar stjórnvalda við bændur hafi verið framlengdir en engin umræða fer fram. Fjölmiðlar eða fræðimenn hafa lítið hjálpað okkur síðan hagfræðingarnir Þorvaldur Gylfason og Guðmundur Ólafsson gagnrýndu og greindu landbúnaðarkerfið ötullega fyrir allmörgum árum. Nú hefur Þórólfur Matthíasson sett málið rækilega á dagskrá í greinum í Fréttablaðinu að undanförnu. Ég þakka honum kærlega fyrir það og þá vinnu sem hann hefur lagt í greininguna, sem er kjörin til að byggja umræðu á. Eitt af því sem gagnrýnt var eftir hrun var skortur á gagnrýni og fræðilegri greiningu á íslenska fjármálakerfinu. Horft var m.a. til fræðimanna háskóla og þeir taldir hafa brugðist íslenskum almenningi. Markmið fræðilegrar umræðu um landbúnaðarkerfið er að bæta kerfið og gera það markvissara fyrir bændur og skattgreiðendur. Með fræðilegri greiningu á landbúnaðarkerfinu eru háskólakennarar því að rækja skyldur sínar við þá sem greiða þeim laun, íslenska skattgreiðendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök sauðfjárbænda hafa beitt fjárhagslegu áhrifavaldi sínu og sagt upp verkefnasamstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vegna greinaskrifa og ályktana Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði við HÍ. Vissulega geta bændasamtökin beint viðskiptum sínum þangað sem þeim hentar en ætti það þá ekki einnig að gilda um okkur, kaupendur framleiðsluvara bænda? En eins og allir vita standa samtök bænda þétt með stjórnvöldum í því að hindra að íslenskir neytendur geti, að eigin vild, keypt erlendar landbúnaðarvörur. Í greinunum, sem að sögn Þórólfs byggja á gögnum frá Bændasamtökunum sjálfum, eru upphæðir ríkisstyrkja til landbúnaðar gagnrýndar, fyrirkomulagið talið hefta framþróun í greininni og vera andstætt hagsmunum bænda og skattgreiðenda. Íslenskur landbúnaður fær einhverja hæstu ríkisstyrki í heimi samkvæmt OECD. Heildartilfærslur frá skattgreiðendum eru árlega 11 milljarðar og innflutningsverndin kostaði neytendur annað eins til skamms tíma, þó að lágt gengi krónunnar nú hafi lækkað þá upphæð. Hagsmunasamtök bænda fá af ríkisstyrknum til starfsemi sinnar. Þessi háu framlög til íslensks landbúnaðar eru öðru hverju gagnrýnd, en því miður hafa stjórnmálamenn og við sem störfum innan stjórnmálaflokka lítið látið okkur landbúnaðarkerfið varða, síðan Alþýðuflokkurinn var og hét, e.t.v. vegna skorts á þekkingu á kerfinu. Fréttir berast reglulega um að samningar stjórnvalda við bændur hafi verið framlengdir en engin umræða fer fram. Fjölmiðlar eða fræðimenn hafa lítið hjálpað okkur síðan hagfræðingarnir Þorvaldur Gylfason og Guðmundur Ólafsson gagnrýndu og greindu landbúnaðarkerfið ötullega fyrir allmörgum árum. Nú hefur Þórólfur Matthíasson sett málið rækilega á dagskrá í greinum í Fréttablaðinu að undanförnu. Ég þakka honum kærlega fyrir það og þá vinnu sem hann hefur lagt í greininguna, sem er kjörin til að byggja umræðu á. Eitt af því sem gagnrýnt var eftir hrun var skortur á gagnrýni og fræðilegri greiningu á íslenska fjármálakerfinu. Horft var m.a. til fræðimanna háskóla og þeir taldir hafa brugðist íslenskum almenningi. Markmið fræðilegrar umræðu um landbúnaðarkerfið er að bæta kerfið og gera það markvissara fyrir bændur og skattgreiðendur. Með fræðilegri greiningu á landbúnaðarkerfinu eru háskólakennarar því að rækja skyldur sínar við þá sem greiða þeim laun, íslenska skattgreiðendur.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar