Hverjir eru frjálslyndastir? Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Upp á síðkastið hefur mörgum orðið tíðrætt um frjálslyndi – hverjir séu það og hverjir ekki. Ýmsir hafa haldið því fram að þeir séu frjálslyndir en „hinir“, þ.e.a.s. þeir sem ekki aðhyllast sömu skoðun og þeir „frjálslyndu“, séu þar af leiðandi öfgafullir og afturhaldssamir, jafnvel ofstopafullir þjóðernissinnar. Það sérkennilegasta við þessa nýjustu „pissukeppni“ í frjálslyndi er að mælikvarði þeirra sem telja sig hafa einkarétt á frjálslyndinu virðist vera áhugi þeirra á að Ísland gerist aðili að tolla- og viðskiptabandalagi Evrópuþjóða – ESB. Margt er ólíkt meðal Evrópuþjóða eftir því hvort þær liggja norðan, sunnan eða í eystrihluta álfunnar. Þetta á við um menningu, atvinnu og auðlindir svo nokkrir hlutir séu nefndir. Ísland, eyjan norður í Atlantshafi víðsfjarri landamærum annarra Evrópuþjóða, er enn frábrugðnari mörgum ef ekki flestum þessara ríkja hvað þessa sömu hluti varðar. Við erum t.a.m. ákaflega rík af auðlindum, atvinnuþátttaka önnur og meiri en víðast annarsstaðar og þær atvinnugreinar sem við byggjum afkomu okkar á gjörólíkar ESB-löndum en mun líkari löndum Vestur-Norðurlanda (Færeyjum og Grænlandi auk Íslands) og Noregs. Frjálslynd umræða um atvinnuvegina?En hvernig er umræðu um okkar mikilvægu atvinnugreinar háttað? Er umfjöllunin frjálslynd? Áform ríkisstjórnarflokkanna um að bylta sjávarútveginum virðast ýta allri skynsemi og frjálslyndi til hliðar. Eru það ekki öfgar, jafnvel ofstopi, þegar þingmenn og ráðherrar VG og Samfylkingar lýsa því yfir að þrátt fyrir skýrslur hagfræðinga, umsagnir lánastofnana, endurskoðenda, hagsmunaaðila greinarinnar og sveitarfélaga, sem allir gagnrýna harðlega framkomið frumvarp og benda á að verði frumvarpið að lögum stórskaði það efnahagslíf landsins, þrátt fyrir allt þetta ætli ríkisstjórnin að breyta kerfinu með þessum hætti. Rök stjórnarliða eru „okkar“ er valdið, þetta stendur í stjórnarsáttmálanum. Það sé fleira til en hagfræði og ekki verði hlustað á grátkórinn! Umræða um virkjanir og verndun náttúrunnar hefur á liðnum árum verið með endemum. Full af ofstopa og upphrópunum. Rammaáætlunin um vernd og nýtingu átti að leysa þá umræðu úr fjötrum öfganna. En var það skynsamlegt af iðnaðarráðherra að breyta niðurstöðu faghópa um röðun virkjanakosta án upplýstrar frjálslyndrar umræðu? Umhverfisráðherra hefur verið dæmdur í Hæstarétti fyrir að brjóta landslög til að koma öfgastefnu sinni fram og skýrt afstöðu sína með þeim orðum að „hún sé í pólitík“. Stefna ríkisstjórnar VG og Samfylkingar í orkumálum mun seint teljast frjálslynd. Í sumar hefur verið hamast á íslenskum landbúnaði og hann sakaður um margt. Meðal annars hafa þeir sem telja sig frjálslynda talið nauðsynlegt að opna öll landamæri og flytja sem mest af matvælum inn til landsins. Í mínum bókum heitir það frjálshyggja að trúa á markaðinn og hann einn eigi að ráða. Ef lægsta heimsmarkaðsverð er lægra en innlend matvælaframleiðsla á samkvæmt frjálshyggjufræðunum að flytja þau inn. En hvað með fæðuöryggi þjóðar, dýravernd, umhverfisvernd, „slow food“ stefnuna? Er það ekki málefnaleg umræða í anda frjálslyndis að taka alla þessa þætti með í dæmið – en ekki bara markaðsvæðingu frjálshyggjunnar? Að ekki sé minnst á hve skynsamlegt það er að efla innlenda matvælaframleiðslu, fjölga störfum og spara gjaldeyri. Staðreyndir tala sínu máli. Innlend matvæli hafa hækkað um 8-35% á meðan innflutt matvæli hafa hækkað um 50-150% á sama tímabili. Við framleiðum innanlands u.þ.b. 50% af þeim matvælum sem við neytum. Öll samanburðarlönd okkar telja að það sé of lítið til að tryggja fæðuöryggi þjóða. Það virðist bæði skynsamlegt og í anda frjálslyndis að nýta auðlindir til lands og sjávar á hagkvæman og skynsamlegan hátt. Það er stórt orð Hákot og því skynsamlegast að fara varlega með yfirlýsingar um hver sé frjálslyndastur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðanir Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hefur mörgum orðið tíðrætt um frjálslyndi – hverjir séu það og hverjir ekki. Ýmsir hafa haldið því fram að þeir séu frjálslyndir en „hinir“, þ.e.a.s. þeir sem ekki aðhyllast sömu skoðun og þeir „frjálslyndu“, séu þar af leiðandi öfgafullir og afturhaldssamir, jafnvel ofstopafullir þjóðernissinnar. Það sérkennilegasta við þessa nýjustu „pissukeppni“ í frjálslyndi er að mælikvarði þeirra sem telja sig hafa einkarétt á frjálslyndinu virðist vera áhugi þeirra á að Ísland gerist aðili að tolla- og viðskiptabandalagi Evrópuþjóða – ESB. Margt er ólíkt meðal Evrópuþjóða eftir því hvort þær liggja norðan, sunnan eða í eystrihluta álfunnar. Þetta á við um menningu, atvinnu og auðlindir svo nokkrir hlutir séu nefndir. Ísland, eyjan norður í Atlantshafi víðsfjarri landamærum annarra Evrópuþjóða, er enn frábrugðnari mörgum ef ekki flestum þessara ríkja hvað þessa sömu hluti varðar. Við erum t.a.m. ákaflega rík af auðlindum, atvinnuþátttaka önnur og meiri en víðast annarsstaðar og þær atvinnugreinar sem við byggjum afkomu okkar á gjörólíkar ESB-löndum en mun líkari löndum Vestur-Norðurlanda (Færeyjum og Grænlandi auk Íslands) og Noregs. Frjálslynd umræða um atvinnuvegina?En hvernig er umræðu um okkar mikilvægu atvinnugreinar háttað? Er umfjöllunin frjálslynd? Áform ríkisstjórnarflokkanna um að bylta sjávarútveginum virðast ýta allri skynsemi og frjálslyndi til hliðar. Eru það ekki öfgar, jafnvel ofstopi, þegar þingmenn og ráðherrar VG og Samfylkingar lýsa því yfir að þrátt fyrir skýrslur hagfræðinga, umsagnir lánastofnana, endurskoðenda, hagsmunaaðila greinarinnar og sveitarfélaga, sem allir gagnrýna harðlega framkomið frumvarp og benda á að verði frumvarpið að lögum stórskaði það efnahagslíf landsins, þrátt fyrir allt þetta ætli ríkisstjórnin að breyta kerfinu með þessum hætti. Rök stjórnarliða eru „okkar“ er valdið, þetta stendur í stjórnarsáttmálanum. Það sé fleira til en hagfræði og ekki verði hlustað á grátkórinn! Umræða um virkjanir og verndun náttúrunnar hefur á liðnum árum verið með endemum. Full af ofstopa og upphrópunum. Rammaáætlunin um vernd og nýtingu átti að leysa þá umræðu úr fjötrum öfganna. En var það skynsamlegt af iðnaðarráðherra að breyta niðurstöðu faghópa um röðun virkjanakosta án upplýstrar frjálslyndrar umræðu? Umhverfisráðherra hefur verið dæmdur í Hæstarétti fyrir að brjóta landslög til að koma öfgastefnu sinni fram og skýrt afstöðu sína með þeim orðum að „hún sé í pólitík“. Stefna ríkisstjórnar VG og Samfylkingar í orkumálum mun seint teljast frjálslynd. Í sumar hefur verið hamast á íslenskum landbúnaði og hann sakaður um margt. Meðal annars hafa þeir sem telja sig frjálslynda talið nauðsynlegt að opna öll landamæri og flytja sem mest af matvælum inn til landsins. Í mínum bókum heitir það frjálshyggja að trúa á markaðinn og hann einn eigi að ráða. Ef lægsta heimsmarkaðsverð er lægra en innlend matvælaframleiðsla á samkvæmt frjálshyggjufræðunum að flytja þau inn. En hvað með fæðuöryggi þjóðar, dýravernd, umhverfisvernd, „slow food“ stefnuna? Er það ekki málefnaleg umræða í anda frjálslyndis að taka alla þessa þætti með í dæmið – en ekki bara markaðsvæðingu frjálshyggjunnar? Að ekki sé minnst á hve skynsamlegt það er að efla innlenda matvælaframleiðslu, fjölga störfum og spara gjaldeyri. Staðreyndir tala sínu máli. Innlend matvæli hafa hækkað um 8-35% á meðan innflutt matvæli hafa hækkað um 50-150% á sama tímabili. Við framleiðum innanlands u.þ.b. 50% af þeim matvælum sem við neytum. Öll samanburðarlönd okkar telja að það sé of lítið til að tryggja fæðuöryggi þjóða. Það virðist bæði skynsamlegt og í anda frjálslyndis að nýta auðlindir til lands og sjávar á hagkvæman og skynsamlegan hátt. Það er stórt orð Hákot og því skynsamlegast að fara varlega með yfirlýsingar um hver sé frjálslyndastur.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun