Til varnar bændum Matthías Kristinsson skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Þórólfur Matthíasson ritaði grein í Fréttablaðið 25. ágúst sl. og réðst þar af mikilli vanþekkingu á bændur vegna niðurgreiðslu ríkisins á útfluttar landbúnaðarafurðir. Í staðinn fyrir að líta á málið í heild sinni tekur hann aðeins einn þátt til útreiknings og fær þannig sjálfgefna niðurstöðu sem mér virðist hafa það að markmiði að hvetja til óhefts innflutnings á landbúnaðarvörum. En málið er ekki jafn einfalt og Þórólfur setur það fram. Þar vantar m.a. allar upplýsingar um gjaldeyristekjurnar sem fengust fyrir útflutninginn, atvinnuskapandi þáttinn hér innanlands við útfluttu afurðirnar, tekjur flutningafyrirtækja, skatttekjur ríkissins af þeim þáttum og þann sparnað sem auknar atvinnuleysisbætur ýmissa stétta hefðu haft í för með sér ef þessi útflutningur hefði ekki komið til. Þá er þess að gæta að okkur er lífsnauðsynlegt að hafa næga matvælaframleiðslu í landinu, ekki síst ef til styrjaldar kæmi og matvæli fengjust ekki annars staðar frá. Þá þýddi lítið að segja bændum að búa til sauðfé, kýr o.fl. þegar búið væri að ganga of nærri búunum af hyggjuleysi einu saman. Þá segir Þórólfur að það viðgangist ekki skilyrðislausar niðurgreiðslur í hinu „vonda" Evrópusambandi og segir bændur þar þurfa að sækja um niðurgreiðslurnar og fái þær ekki nema þeir geti sýnt fram á að starfsemi þeirra sé sjálfbær og að landnýting þeirra stuðli ekki að rányrkju. Ja, mikil er nú viska hagfræðinnar ef sjálfbær bú þurfa á styrk að halda! Svo nefnir Þórólfur það siðleysi en löglegt hjá bændum að ráðstafa sláturafurðum sínum sjálfir eftir að hafa þegið fjóra milljarða „að gjöf" frá skattgreiðendum. Hvílík fjarstæða sem maðurinn getur látið frá sér. Það sér hver einasti hugsandi maður að hér hljóta markaðsaðstæður að ráða og það þarf engan prófessor í hagfræði til að segja mér að bændur eða aðrir atvinnurekendur reyni ekki að reka sín fyrirtæki sem best. Svo er þetta engin gjöf frá skattgreiðendum, heldur kostnaður við að koma aukaframleiðslu í verð, fá fyrir hana gjaldeyri í stað þess að fara með hana á haugana. Það væri kannski ráð hjá prófessornum að gerast bóndi til að sýna okkur hvernig hann gerði betur. Það yrði líklega þjóðhagslega hagkvæmara en að hafa hann í því starfi sem hann er í núna. Þá gæti hann komist að því að það hefur alltaf verið, er og verður, gott hagstjórnartæki að greiða niður útflutning til gjaldeyrisöflunar. Það er mikilvægur þáttur í sjálfstæði þjóða og hagstjórnartæki sem stuðlar að því að koma í veg fyrir skipbrot þjóðarbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson ritaði grein í Fréttablaðið 25. ágúst sl. og réðst þar af mikilli vanþekkingu á bændur vegna niðurgreiðslu ríkisins á útfluttar landbúnaðarafurðir. Í staðinn fyrir að líta á málið í heild sinni tekur hann aðeins einn þátt til útreiknings og fær þannig sjálfgefna niðurstöðu sem mér virðist hafa það að markmiði að hvetja til óhefts innflutnings á landbúnaðarvörum. En málið er ekki jafn einfalt og Þórólfur setur það fram. Þar vantar m.a. allar upplýsingar um gjaldeyristekjurnar sem fengust fyrir útflutninginn, atvinnuskapandi þáttinn hér innanlands við útfluttu afurðirnar, tekjur flutningafyrirtækja, skatttekjur ríkissins af þeim þáttum og þann sparnað sem auknar atvinnuleysisbætur ýmissa stétta hefðu haft í för með sér ef þessi útflutningur hefði ekki komið til. Þá er þess að gæta að okkur er lífsnauðsynlegt að hafa næga matvælaframleiðslu í landinu, ekki síst ef til styrjaldar kæmi og matvæli fengjust ekki annars staðar frá. Þá þýddi lítið að segja bændum að búa til sauðfé, kýr o.fl. þegar búið væri að ganga of nærri búunum af hyggjuleysi einu saman. Þá segir Þórólfur að það viðgangist ekki skilyrðislausar niðurgreiðslur í hinu „vonda" Evrópusambandi og segir bændur þar þurfa að sækja um niðurgreiðslurnar og fái þær ekki nema þeir geti sýnt fram á að starfsemi þeirra sé sjálfbær og að landnýting þeirra stuðli ekki að rányrkju. Ja, mikil er nú viska hagfræðinnar ef sjálfbær bú þurfa á styrk að halda! Svo nefnir Þórólfur það siðleysi en löglegt hjá bændum að ráðstafa sláturafurðum sínum sjálfir eftir að hafa þegið fjóra milljarða „að gjöf" frá skattgreiðendum. Hvílík fjarstæða sem maðurinn getur látið frá sér. Það sér hver einasti hugsandi maður að hér hljóta markaðsaðstæður að ráða og það þarf engan prófessor í hagfræði til að segja mér að bændur eða aðrir atvinnurekendur reyni ekki að reka sín fyrirtæki sem best. Svo er þetta engin gjöf frá skattgreiðendum, heldur kostnaður við að koma aukaframleiðslu í verð, fá fyrir hana gjaldeyri í stað þess að fara með hana á haugana. Það væri kannski ráð hjá prófessornum að gerast bóndi til að sýna okkur hvernig hann gerði betur. Það yrði líklega þjóðhagslega hagkvæmara en að hafa hann í því starfi sem hann er í núna. Þá gæti hann komist að því að það hefur alltaf verið, er og verður, gott hagstjórnartæki að greiða niður útflutning til gjaldeyrisöflunar. Það er mikilvægur þáttur í sjálfstæði þjóða og hagstjórnartæki sem stuðlar að því að koma í veg fyrir skipbrot þjóðarbúa.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun