Til varnar bændum Matthías Kristinsson skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Þórólfur Matthíasson ritaði grein í Fréttablaðið 25. ágúst sl. og réðst þar af mikilli vanþekkingu á bændur vegna niðurgreiðslu ríkisins á útfluttar landbúnaðarafurðir. Í staðinn fyrir að líta á málið í heild sinni tekur hann aðeins einn þátt til útreiknings og fær þannig sjálfgefna niðurstöðu sem mér virðist hafa það að markmiði að hvetja til óhefts innflutnings á landbúnaðarvörum. En málið er ekki jafn einfalt og Þórólfur setur það fram. Þar vantar m.a. allar upplýsingar um gjaldeyristekjurnar sem fengust fyrir útflutninginn, atvinnuskapandi þáttinn hér innanlands við útfluttu afurðirnar, tekjur flutningafyrirtækja, skatttekjur ríkissins af þeim þáttum og þann sparnað sem auknar atvinnuleysisbætur ýmissa stétta hefðu haft í för með sér ef þessi útflutningur hefði ekki komið til. Þá er þess að gæta að okkur er lífsnauðsynlegt að hafa næga matvælaframleiðslu í landinu, ekki síst ef til styrjaldar kæmi og matvæli fengjust ekki annars staðar frá. Þá þýddi lítið að segja bændum að búa til sauðfé, kýr o.fl. þegar búið væri að ganga of nærri búunum af hyggjuleysi einu saman. Þá segir Þórólfur að það viðgangist ekki skilyrðislausar niðurgreiðslur í hinu „vonda" Evrópusambandi og segir bændur þar þurfa að sækja um niðurgreiðslurnar og fái þær ekki nema þeir geti sýnt fram á að starfsemi þeirra sé sjálfbær og að landnýting þeirra stuðli ekki að rányrkju. Ja, mikil er nú viska hagfræðinnar ef sjálfbær bú þurfa á styrk að halda! Svo nefnir Þórólfur það siðleysi en löglegt hjá bændum að ráðstafa sláturafurðum sínum sjálfir eftir að hafa þegið fjóra milljarða „að gjöf" frá skattgreiðendum. Hvílík fjarstæða sem maðurinn getur látið frá sér. Það sér hver einasti hugsandi maður að hér hljóta markaðsaðstæður að ráða og það þarf engan prófessor í hagfræði til að segja mér að bændur eða aðrir atvinnurekendur reyni ekki að reka sín fyrirtæki sem best. Svo er þetta engin gjöf frá skattgreiðendum, heldur kostnaður við að koma aukaframleiðslu í verð, fá fyrir hana gjaldeyri í stað þess að fara með hana á haugana. Það væri kannski ráð hjá prófessornum að gerast bóndi til að sýna okkur hvernig hann gerði betur. Það yrði líklega þjóðhagslega hagkvæmara en að hafa hann í því starfi sem hann er í núna. Þá gæti hann komist að því að það hefur alltaf verið, er og verður, gott hagstjórnartæki að greiða niður útflutning til gjaldeyrisöflunar. Það er mikilvægur þáttur í sjálfstæði þjóða og hagstjórnartæki sem stuðlar að því að koma í veg fyrir skipbrot þjóðarbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson ritaði grein í Fréttablaðið 25. ágúst sl. og réðst þar af mikilli vanþekkingu á bændur vegna niðurgreiðslu ríkisins á útfluttar landbúnaðarafurðir. Í staðinn fyrir að líta á málið í heild sinni tekur hann aðeins einn þátt til útreiknings og fær þannig sjálfgefna niðurstöðu sem mér virðist hafa það að markmiði að hvetja til óhefts innflutnings á landbúnaðarvörum. En málið er ekki jafn einfalt og Þórólfur setur það fram. Þar vantar m.a. allar upplýsingar um gjaldeyristekjurnar sem fengust fyrir útflutninginn, atvinnuskapandi þáttinn hér innanlands við útfluttu afurðirnar, tekjur flutningafyrirtækja, skatttekjur ríkissins af þeim þáttum og þann sparnað sem auknar atvinnuleysisbætur ýmissa stétta hefðu haft í för með sér ef þessi útflutningur hefði ekki komið til. Þá er þess að gæta að okkur er lífsnauðsynlegt að hafa næga matvælaframleiðslu í landinu, ekki síst ef til styrjaldar kæmi og matvæli fengjust ekki annars staðar frá. Þá þýddi lítið að segja bændum að búa til sauðfé, kýr o.fl. þegar búið væri að ganga of nærri búunum af hyggjuleysi einu saman. Þá segir Þórólfur að það viðgangist ekki skilyrðislausar niðurgreiðslur í hinu „vonda" Evrópusambandi og segir bændur þar þurfa að sækja um niðurgreiðslurnar og fái þær ekki nema þeir geti sýnt fram á að starfsemi þeirra sé sjálfbær og að landnýting þeirra stuðli ekki að rányrkju. Ja, mikil er nú viska hagfræðinnar ef sjálfbær bú þurfa á styrk að halda! Svo nefnir Þórólfur það siðleysi en löglegt hjá bændum að ráðstafa sláturafurðum sínum sjálfir eftir að hafa þegið fjóra milljarða „að gjöf" frá skattgreiðendum. Hvílík fjarstæða sem maðurinn getur látið frá sér. Það sér hver einasti hugsandi maður að hér hljóta markaðsaðstæður að ráða og það þarf engan prófessor í hagfræði til að segja mér að bændur eða aðrir atvinnurekendur reyni ekki að reka sín fyrirtæki sem best. Svo er þetta engin gjöf frá skattgreiðendum, heldur kostnaður við að koma aukaframleiðslu í verð, fá fyrir hana gjaldeyri í stað þess að fara með hana á haugana. Það væri kannski ráð hjá prófessornum að gerast bóndi til að sýna okkur hvernig hann gerði betur. Það yrði líklega þjóðhagslega hagkvæmara en að hafa hann í því starfi sem hann er í núna. Þá gæti hann komist að því að það hefur alltaf verið, er og verður, gott hagstjórnartæki að greiða niður útflutning til gjaldeyrisöflunar. Það er mikilvægur þáttur í sjálfstæði þjóða og hagstjórnartæki sem stuðlar að því að koma í veg fyrir skipbrot þjóðarbúa.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun