Gylfi Zoëga: Seðlabankanum mistókst að viðhalda stöðugleika Hafsteinn Hauksson skrifar 3. janúar 2011 12:25 Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans segir að bankanum hafi mistekist að viðhalda stöðugleika fjármálakerfisins. Hann bætist í hóp þeirra sem kalla eftir umfangsmiklum breytingum á peningamálastefnu landsins. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, ritar grein í nýjasta hefti Tímarits um viðskipti og efnahagsmál undir fyrirsögninni Hugleiðingar um peningamálastefnu. Í greininni fullyrðir Gylfi að Seðlabankanum hafi mistekist að viðhalda stöðugleika fjármálakerfisins. Hann segir að bankinn hafi hækkað vexti til að slá á eftirspurn í góðærinu, en þá hafi bæði heimili og fyrirtæki notfært sér vaxtamuninn sem skapaðist milli Íslands og helstu viðskiptalanda til þess að hagnast án þess að taka nægilegt tillit til væntanlegrar gengislækkunar krónunnar. Afleiðingar þess hafi verið að vextir Seðlabankans hafi ekki haft tilætluð áhrif til að slá á þenslu í hagkerfinu og bankarnir hafi blásið út. Gylfi leggur til víðtækar breytingar til að bregðast við vandanum í framtíðinni, en Seðlabankinn hefur sjálfur kallað eftir fleiri stjórntækjum en aðeins stýrivöxtum. Meðal þess sem Gylfi leggur til er að húsnæðislánakerfið verði endurskipulagt þannig að vextir Seðlabankans hafi bein áhrif á vexti húsnæðislána. Þá vill hann koma í veg fyrir að heimili og fyrirtæki með tekjur í krónum geti tekið gengistengd lán, og þannig vikið sér undan vaxtastigi Seðlabankans. Hann kallar eftir breytingum á skattkerfinu svo það umbuni þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem greiða niður skuldir, en skattleggi þá sem auka skuldir. Einnig vill hann setja vexti bankakerfisins hömlur með breytingum á reglum um eiginfjárhlutfall, aðskilja viðskiptabanka og fjárfestingabanka og banna fjármálastofnunum að taka stöðu gegn viðskiptavinum sínum. Grein Gylfa má finna í heild sinni hér. Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans segir að bankanum hafi mistekist að viðhalda stöðugleika fjármálakerfisins. Hann bætist í hóp þeirra sem kalla eftir umfangsmiklum breytingum á peningamálastefnu landsins. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, ritar grein í nýjasta hefti Tímarits um viðskipti og efnahagsmál undir fyrirsögninni Hugleiðingar um peningamálastefnu. Í greininni fullyrðir Gylfi að Seðlabankanum hafi mistekist að viðhalda stöðugleika fjármálakerfisins. Hann segir að bankinn hafi hækkað vexti til að slá á eftirspurn í góðærinu, en þá hafi bæði heimili og fyrirtæki notfært sér vaxtamuninn sem skapaðist milli Íslands og helstu viðskiptalanda til þess að hagnast án þess að taka nægilegt tillit til væntanlegrar gengislækkunar krónunnar. Afleiðingar þess hafi verið að vextir Seðlabankans hafi ekki haft tilætluð áhrif til að slá á þenslu í hagkerfinu og bankarnir hafi blásið út. Gylfi leggur til víðtækar breytingar til að bregðast við vandanum í framtíðinni, en Seðlabankinn hefur sjálfur kallað eftir fleiri stjórntækjum en aðeins stýrivöxtum. Meðal þess sem Gylfi leggur til er að húsnæðislánakerfið verði endurskipulagt þannig að vextir Seðlabankans hafi bein áhrif á vexti húsnæðislána. Þá vill hann koma í veg fyrir að heimili og fyrirtæki með tekjur í krónum geti tekið gengistengd lán, og þannig vikið sér undan vaxtastigi Seðlabankans. Hann kallar eftir breytingum á skattkerfinu svo það umbuni þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem greiða niður skuldir, en skattleggi þá sem auka skuldir. Einnig vill hann setja vexti bankakerfisins hömlur með breytingum á reglum um eiginfjárhlutfall, aðskilja viðskiptabanka og fjárfestingabanka og banna fjármálastofnunum að taka stöðu gegn viðskiptavinum sínum. Grein Gylfa má finna í heild sinni hér.
Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent