Akureyri fær þriðja sénsinn í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2011 13:00 Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar. Mynd/Daníel Akureyri getur í kvöld unnið sinn fyrsta titil í sögu félagsins með því að vinna HK og tryggja sér þar með deildarmeistaratitilinn í N1-deild karla. Þrír leikir fara fram í deildinni í kvöld en klukkan 19.30 eigast við annars vegar Selfoss og FH og hins vegar tekur Valur á móti Aftureldingu. Klukkutíma fyrr, klukkan 18.30, hefst leikur HK og Akureyrar í Digranesi. Akureyri er í efsta sæti deildarinnar með fimm stiga forystu á FH þegar þrjár umferðir eru eftir. Sigur í kvöld mun því tryggja Akureyringum deildarmeistaratitilinn, óháð því hvernig aðrir leikir fara. Akureyri hefur einnig átt möguleika á að tryggja sér titilinn í síðustu tveimur umferðum en hefði þá þurft að vinna sinn leik auk þess sem að treysta á hagstæð úrslit í leik FH í sömu umferð. Það er ekki þannig farið nú eins og Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, benti á í samtali við Vísi. „Þetta er nú í fyrsta sinn sem að þetta er eingöngu í okkar höndum. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að klára þetta," sagði hann. Hann á þó von á erfiðum leik gegn HK í kvöld. „Við höfum unnið HK þrívegis í vetur en tvisvar bara með einu marki. Þeir eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni og munu gefa allt í leikinn. Það gerum við líka enda til mikils að vinna fyrir bæði lið." „Þessi deild er þannig að það eru öll lið að berjast fyrir sínu og því engir auðveldir leikir." Eftir sigur Fram á Haukum í gær eru þeir bláklæddu í vænlegri stöðu í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig. HK og Haukar koma næst í 4. og 5. sæti með 20 stig hvort og getur því HK tekið stórt skref í átt að úrslitakeppninni með sigri í kvöld. Fjögur efstu liðin í deildinni komast í hana. Ef FH vinnur Selfoss í kvöld hafa Hafnfirðingar gulltryggt sér sæti í úrslitakeppninni en Valur, sem er í sjötta sæti með fjórtán stig, á litla sem enga möguleika á að koma sér í úrslitakeppnina þetta árið. Liðið mætir Aftureldingu (7. sæti, 8 stig) í kvöld sem á í harðri fallbaráttu við Selfyssinga (8. sæti, 7 stig). Atli segir erfitt að segja hvort að biðin eftir fyrsta titlinum hafi haft einhver áhrif á sína leikmenn. „Við höfum lent í tveimur svakalegum leikjum gegn Selfossi og Haukum í síðustu umferðum og ég tel að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit í þeim báðum. Maður þarf einfaldlega að gefa allt í leikinn, sama hver andstæðingurinn er." „En ég myndi alls ekki fara svo langt að segja að við séum í einhverri lægð. Við höfum tapað tveimur leikjum í allan vetur og farið í úrslit í bæði bikarkeppninni og deildarbikarkeppninni." „Meiðsli hafa einnig haft sitt að segja. Geir (Guðmundsson) datt út um áramótin og þá hefur Hreinn (Þór Hauksson) ekki verið með í langan tíma. Ég hefði gjarnan viljað hafa þessa menn."Leikir kvöldsins: 18.30 HK - Akureyri 19.30 Selfoss - FH 19.30 Valur - Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Akureyri getur í kvöld unnið sinn fyrsta titil í sögu félagsins með því að vinna HK og tryggja sér þar með deildarmeistaratitilinn í N1-deild karla. Þrír leikir fara fram í deildinni í kvöld en klukkan 19.30 eigast við annars vegar Selfoss og FH og hins vegar tekur Valur á móti Aftureldingu. Klukkutíma fyrr, klukkan 18.30, hefst leikur HK og Akureyrar í Digranesi. Akureyri er í efsta sæti deildarinnar með fimm stiga forystu á FH þegar þrjár umferðir eru eftir. Sigur í kvöld mun því tryggja Akureyringum deildarmeistaratitilinn, óháð því hvernig aðrir leikir fara. Akureyri hefur einnig átt möguleika á að tryggja sér titilinn í síðustu tveimur umferðum en hefði þá þurft að vinna sinn leik auk þess sem að treysta á hagstæð úrslit í leik FH í sömu umferð. Það er ekki þannig farið nú eins og Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, benti á í samtali við Vísi. „Þetta er nú í fyrsta sinn sem að þetta er eingöngu í okkar höndum. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að klára þetta," sagði hann. Hann á þó von á erfiðum leik gegn HK í kvöld. „Við höfum unnið HK þrívegis í vetur en tvisvar bara með einu marki. Þeir eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni og munu gefa allt í leikinn. Það gerum við líka enda til mikils að vinna fyrir bæði lið." „Þessi deild er þannig að það eru öll lið að berjast fyrir sínu og því engir auðveldir leikir." Eftir sigur Fram á Haukum í gær eru þeir bláklæddu í vænlegri stöðu í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig. HK og Haukar koma næst í 4. og 5. sæti með 20 stig hvort og getur því HK tekið stórt skref í átt að úrslitakeppninni með sigri í kvöld. Fjögur efstu liðin í deildinni komast í hana. Ef FH vinnur Selfoss í kvöld hafa Hafnfirðingar gulltryggt sér sæti í úrslitakeppninni en Valur, sem er í sjötta sæti með fjórtán stig, á litla sem enga möguleika á að koma sér í úrslitakeppnina þetta árið. Liðið mætir Aftureldingu (7. sæti, 8 stig) í kvöld sem á í harðri fallbaráttu við Selfyssinga (8. sæti, 7 stig). Atli segir erfitt að segja hvort að biðin eftir fyrsta titlinum hafi haft einhver áhrif á sína leikmenn. „Við höfum lent í tveimur svakalegum leikjum gegn Selfossi og Haukum í síðustu umferðum og ég tel að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit í þeim báðum. Maður þarf einfaldlega að gefa allt í leikinn, sama hver andstæðingurinn er." „En ég myndi alls ekki fara svo langt að segja að við séum í einhverri lægð. Við höfum tapað tveimur leikjum í allan vetur og farið í úrslit í bæði bikarkeppninni og deildarbikarkeppninni." „Meiðsli hafa einnig haft sitt að segja. Geir (Guðmundsson) datt út um áramótin og þá hefur Hreinn (Þór Hauksson) ekki verið með í langan tíma. Ég hefði gjarnan viljað hafa þessa menn."Leikir kvöldsins: 18.30 HK - Akureyri 19.30 Selfoss - FH 19.30 Valur - Afturelding
Olís-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira