Akureyri fær þriðja sénsinn í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2011 13:00 Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar. Mynd/Daníel Akureyri getur í kvöld unnið sinn fyrsta titil í sögu félagsins með því að vinna HK og tryggja sér þar með deildarmeistaratitilinn í N1-deild karla. Þrír leikir fara fram í deildinni í kvöld en klukkan 19.30 eigast við annars vegar Selfoss og FH og hins vegar tekur Valur á móti Aftureldingu. Klukkutíma fyrr, klukkan 18.30, hefst leikur HK og Akureyrar í Digranesi. Akureyri er í efsta sæti deildarinnar með fimm stiga forystu á FH þegar þrjár umferðir eru eftir. Sigur í kvöld mun því tryggja Akureyringum deildarmeistaratitilinn, óháð því hvernig aðrir leikir fara. Akureyri hefur einnig átt möguleika á að tryggja sér titilinn í síðustu tveimur umferðum en hefði þá þurft að vinna sinn leik auk þess sem að treysta á hagstæð úrslit í leik FH í sömu umferð. Það er ekki þannig farið nú eins og Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, benti á í samtali við Vísi. „Þetta er nú í fyrsta sinn sem að þetta er eingöngu í okkar höndum. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að klára þetta," sagði hann. Hann á þó von á erfiðum leik gegn HK í kvöld. „Við höfum unnið HK þrívegis í vetur en tvisvar bara með einu marki. Þeir eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni og munu gefa allt í leikinn. Það gerum við líka enda til mikils að vinna fyrir bæði lið." „Þessi deild er þannig að það eru öll lið að berjast fyrir sínu og því engir auðveldir leikir." Eftir sigur Fram á Haukum í gær eru þeir bláklæddu í vænlegri stöðu í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig. HK og Haukar koma næst í 4. og 5. sæti með 20 stig hvort og getur því HK tekið stórt skref í átt að úrslitakeppninni með sigri í kvöld. Fjögur efstu liðin í deildinni komast í hana. Ef FH vinnur Selfoss í kvöld hafa Hafnfirðingar gulltryggt sér sæti í úrslitakeppninni en Valur, sem er í sjötta sæti með fjórtán stig, á litla sem enga möguleika á að koma sér í úrslitakeppnina þetta árið. Liðið mætir Aftureldingu (7. sæti, 8 stig) í kvöld sem á í harðri fallbaráttu við Selfyssinga (8. sæti, 7 stig). Atli segir erfitt að segja hvort að biðin eftir fyrsta titlinum hafi haft einhver áhrif á sína leikmenn. „Við höfum lent í tveimur svakalegum leikjum gegn Selfossi og Haukum í síðustu umferðum og ég tel að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit í þeim báðum. Maður þarf einfaldlega að gefa allt í leikinn, sama hver andstæðingurinn er." „En ég myndi alls ekki fara svo langt að segja að við séum í einhverri lægð. Við höfum tapað tveimur leikjum í allan vetur og farið í úrslit í bæði bikarkeppninni og deildarbikarkeppninni." „Meiðsli hafa einnig haft sitt að segja. Geir (Guðmundsson) datt út um áramótin og þá hefur Hreinn (Þór Hauksson) ekki verið með í langan tíma. Ég hefði gjarnan viljað hafa þessa menn."Leikir kvöldsins: 18.30 HK - Akureyri 19.30 Selfoss - FH 19.30 Valur - Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur Sjá meira
Akureyri getur í kvöld unnið sinn fyrsta titil í sögu félagsins með því að vinna HK og tryggja sér þar með deildarmeistaratitilinn í N1-deild karla. Þrír leikir fara fram í deildinni í kvöld en klukkan 19.30 eigast við annars vegar Selfoss og FH og hins vegar tekur Valur á móti Aftureldingu. Klukkutíma fyrr, klukkan 18.30, hefst leikur HK og Akureyrar í Digranesi. Akureyri er í efsta sæti deildarinnar með fimm stiga forystu á FH þegar þrjár umferðir eru eftir. Sigur í kvöld mun því tryggja Akureyringum deildarmeistaratitilinn, óháð því hvernig aðrir leikir fara. Akureyri hefur einnig átt möguleika á að tryggja sér titilinn í síðustu tveimur umferðum en hefði þá þurft að vinna sinn leik auk þess sem að treysta á hagstæð úrslit í leik FH í sömu umferð. Það er ekki þannig farið nú eins og Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, benti á í samtali við Vísi. „Þetta er nú í fyrsta sinn sem að þetta er eingöngu í okkar höndum. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að klára þetta," sagði hann. Hann á þó von á erfiðum leik gegn HK í kvöld. „Við höfum unnið HK þrívegis í vetur en tvisvar bara með einu marki. Þeir eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni og munu gefa allt í leikinn. Það gerum við líka enda til mikils að vinna fyrir bæði lið." „Þessi deild er þannig að það eru öll lið að berjast fyrir sínu og því engir auðveldir leikir." Eftir sigur Fram á Haukum í gær eru þeir bláklæddu í vænlegri stöðu í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig. HK og Haukar koma næst í 4. og 5. sæti með 20 stig hvort og getur því HK tekið stórt skref í átt að úrslitakeppninni með sigri í kvöld. Fjögur efstu liðin í deildinni komast í hana. Ef FH vinnur Selfoss í kvöld hafa Hafnfirðingar gulltryggt sér sæti í úrslitakeppninni en Valur, sem er í sjötta sæti með fjórtán stig, á litla sem enga möguleika á að koma sér í úrslitakeppnina þetta árið. Liðið mætir Aftureldingu (7. sæti, 8 stig) í kvöld sem á í harðri fallbaráttu við Selfyssinga (8. sæti, 7 stig). Atli segir erfitt að segja hvort að biðin eftir fyrsta titlinum hafi haft einhver áhrif á sína leikmenn. „Við höfum lent í tveimur svakalegum leikjum gegn Selfossi og Haukum í síðustu umferðum og ég tel að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit í þeim báðum. Maður þarf einfaldlega að gefa allt í leikinn, sama hver andstæðingurinn er." „En ég myndi alls ekki fara svo langt að segja að við séum í einhverri lægð. Við höfum tapað tveimur leikjum í allan vetur og farið í úrslit í bæði bikarkeppninni og deildarbikarkeppninni." „Meiðsli hafa einnig haft sitt að segja. Geir (Guðmundsson) datt út um áramótin og þá hefur Hreinn (Þór Hauksson) ekki verið með í langan tíma. Ég hefði gjarnan viljað hafa þessa menn."Leikir kvöldsins: 18.30 HK - Akureyri 19.30 Selfoss - FH 19.30 Valur - Afturelding
Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur Sjá meira