Lífið

Kominn í norskan leikhóp

Ívar Örn Sverrisson leikari er fluttur með fjölskylduna til Osló og strax farinn að sýna á norsku leiksviði.
Ívar Örn Sverrisson leikari er fluttur með fjölskylduna til Osló og strax farinn að sýna á norsku leiksviði.
„Ég bjóst aldrei við að vera að frumsýna leikrit eftir hálf árs búsetu í landinu,“ segir Ívar Örn Sverrisson, leikari sem nýverið frumsýndi leikritið What a glorious day með norska leikhópnum Grusomhetens teater. Ívar Örn fluttist til Noregs síðasta sumar ásamt fjölskyldu sinni en ástæðan fyrir dvöl þeirra í landinu er skólaganga eiginkonunnar.

„Við renndum frekar blint í sjóinn og ég var ekki með neitt fast i hendi þegar við fluttum hingað. Byrjaði á að fara að vinna á kaffihúsi til að ná tökum á tungumálinu og ég tek ennþá nokkrar vaktir í mánuði þar,“ segir Ívar Örn en það var fyrir tilviljun að hann komst í kynni við leikhópinn Grusomhetens teater. „Ég var að leika sem statisti í Óperunni og þar var strákur svo almennilegur að láta mig vita að leikhópurinn væri að leita að leikara. Með minn dansbakgrunn smellpassaði ég í hlutverkið enda verkið mjög fysískt,“ segir Ívar Örn og bætir við að leikstjórinn, Lars Oyno, hafi einnig verið hrifinn af bjöguðu norskunni hans en lítill texti er í verkinu og meiri áhersla lög á líkamlega tjáningu. Verkið hefur fengið ágætis dóma í Noregi og vonast Ívar Örn til geta starfað áfram með leikhópnum.

„Okkur líkar mjög vel hérna og viljum vera í nokkur ár til viðbótar. Við vissum ekki mikið um landið áður en við fluttum og fannst ekki vera beint jákvæð mynd af því á Íslandi. Hingað til hafa Norrmenn því komið okkur skemmtilega á óvart.“ -áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.