Hlynur vill að strákarnir vinni gull Henry Birgir Gunnarsson í Norrköping skrifar 16. janúar 2011 20:15 HM-teymi Vísis í Svíþjóð skellti sér á körfuboltaleik í Norrköping í dag og sá þá Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson spila með Sundsvall Dragons gegn Norrköping Dolphins. Þeir félagar hafa verið sjóðheitir í sænska körfuboltanum í vetur og fyrir leikinn í dag var liðið búið að vinna 13 leiki í röð. Sú sigurganga tók enda í dag gegn ríkjandi meisturum Dolphins en tapið var grátlegt og aðeins með einu stigi. Þeir félagar stóðu báðir vel fyrir sínu og sérstaklega í lokafjórðungnum er þeir Sundsvall kom til baka og var næstum búið að landa sigri eftir að hafa verið 15 stigum undir eftir þrjá leikhluta. "Það var ýmislegt sem klikkaði. Við klúðruðum mörgum skotum og margt í skipulaginu sem við gerðum kolvitlaust," sagði Hlynur og Jakob vildi ekki meina að það hefði verið of mikil pressa að hafa íslenska fjölmiðlamenn á staðnum. Þeir voru báðir á leik Íslands og Brasilíu í gær og skemmtu sér konunglega. Hlynur vill sjá að liðið vinni gull á HM. "Ég segi að við lendum í fyrsta sæti. Við erum búnir að ná í silfur og brons og við getum ekki stefnt á eitthvað lægra en það. Það er fyrir löngu orðið frægt þegar Ólafur Stefánsson viðraði þá hugmynd við Hlyn fyrir ÓL í Peking að hann prófaði að spila vörn með handboltalandsliðinu. Hlynur hefur ekki enn útilokað að spila fyrir handboltalandsliðið. "Ég er alltaf klár fyrir land og þjóð. Það eru Ólympíuleikar árið 2012 og þá verð ég með. Ég vil byrja á Ólympíuleikum. Ég mun spila með landsliðinu. Sjáðu til," sagði Hlynur. Jakob hefur einnig trú á strákunum og segir augljóst að stemningin hjá liðinu sé góð. "Ég hafði gaman af landsleiknum þó svo leikurinn hefði mátt vera jafnari og skemmtilegri. Þetta lítur vel út hjá strákunum og mér sýnist vera fín stemning í hópnum," sagði Jakob en þeir félagar eru nú í rútu á leið heim en Sundsvall er í átta tíma fjarlægð frá Norrköping. Körfubolti Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjá meira
HM-teymi Vísis í Svíþjóð skellti sér á körfuboltaleik í Norrköping í dag og sá þá Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson spila með Sundsvall Dragons gegn Norrköping Dolphins. Þeir félagar hafa verið sjóðheitir í sænska körfuboltanum í vetur og fyrir leikinn í dag var liðið búið að vinna 13 leiki í röð. Sú sigurganga tók enda í dag gegn ríkjandi meisturum Dolphins en tapið var grátlegt og aðeins með einu stigi. Þeir félagar stóðu báðir vel fyrir sínu og sérstaklega í lokafjórðungnum er þeir Sundsvall kom til baka og var næstum búið að landa sigri eftir að hafa verið 15 stigum undir eftir þrjá leikhluta. "Það var ýmislegt sem klikkaði. Við klúðruðum mörgum skotum og margt í skipulaginu sem við gerðum kolvitlaust," sagði Hlynur og Jakob vildi ekki meina að það hefði verið of mikil pressa að hafa íslenska fjölmiðlamenn á staðnum. Þeir voru báðir á leik Íslands og Brasilíu í gær og skemmtu sér konunglega. Hlynur vill sjá að liðið vinni gull á HM. "Ég segi að við lendum í fyrsta sæti. Við erum búnir að ná í silfur og brons og við getum ekki stefnt á eitthvað lægra en það. Það er fyrir löngu orðið frægt þegar Ólafur Stefánsson viðraði þá hugmynd við Hlyn fyrir ÓL í Peking að hann prófaði að spila vörn með handboltalandsliðinu. Hlynur hefur ekki enn útilokað að spila fyrir handboltalandsliðið. "Ég er alltaf klár fyrir land og þjóð. Það eru Ólympíuleikar árið 2012 og þá verð ég með. Ég vil byrja á Ólympíuleikum. Ég mun spila með landsliðinu. Sjáðu til," sagði Hlynur. Jakob hefur einnig trú á strákunum og segir augljóst að stemningin hjá liðinu sé góð. "Ég hafði gaman af landsleiknum þó svo leikurinn hefði mátt vera jafnari og skemmtilegri. Þetta lítur vel út hjá strákunum og mér sýnist vera fín stemning í hópnum," sagði Jakob en þeir félagar eru nú í rútu á leið heim en Sundsvall er í átta tíma fjarlægð frá Norrköping.
Körfubolti Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjá meira