Svar við svari Oddnýjar G. Harðardóttur Heimir Eyvindarson skrifar 18. nóvember 2011 06:00 Á dögunum skrifaði ég grein í Fréttablaðið þar sem ég hvatti þingmenn Samfylkingar til að gæta meiri jöfnuðar í aðgerðum til leiðréttingar skuldavanda heimilanna. Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, svaraði skrifum mínum í alllöngu máli, án þess reyndar að ræða mína stöðu sérstaklega, sem var þó megininntak greinar minnar. Samt sem áður þakka ég Oddnýju svarið en vona um leið að hún sé ekki jafn sannfærð og mér sýnist hún vera um ágæti þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur ráðist í. Kæra Oddný. Þakka þér fyrir svarið. Ég skal viðurkenna að þegar ég las það fór það aðeins í taugarnar á mér að þér skyldi detta í hug að ég áttaði mig ekki á muninum á afskriftum gjaldþrota fyrirtækja og leiðréttingum á lánum einstaklinga. Eða að ég gerði mér ekki grein fyrir því að það væri óhjákvæmilegt að almenningur fyndi fyrir afleiðingum hrunsins. En látum það liggja milli hluta. Þú talar um sanngirni og réttlæti. Það var einmitt inntakið í minni grein. Þar kallaði ég eftir því að jafnaðarmannaflokkur Íslands gætti jöfnuðar í aðgerðum. Aðgerðir ykkar hafa verið sniðnar að þeim sem fóru of geyst. Við hin sem gættum hófs höfum setið eftir. Á það hefur margoft verið bent, af gleggra fólki en mér. Ég gætti hófs. Keypti mér raðhús og tók lán fyrir 60% kaupverðsins, til 25 ára. Núna skulda ég 109-110% í mínu húsi. Rétt eins og fólkið sem reisti sér hallir á hundrað prósenta lánum skuldar í sínum eignum. Það er hvorki sanngirni né réttlæti í slíkri stöðu. Hvað þá vitglóra. En svona er Ísland í dag, Oddný. Veruleikinn er einnig sá að þrátt fyrir að eftirlitsnefnd eigi að fylgjast með því að bankarnir geri ekki upp á milli manna eða fyrirtækja við skuldaaðlögun, þá er raunin önnur. Um það vitna fjölmörg dæmi sem ég þykist vita að þú þekkir mæta vel. Þú mátt ekki skilja orð mín svo að mér finnist allt sem þið takið ykkur fyrir hendur með öllu ómögulegt. Því fer fjarri. En ég er ósáttur við frammistöðu ykkar í þessum efnum. Ég skil vel að þér sé mjög í mun að sannfæra mig um að ríkisstjórnin standi sig afburðavel við að leiðrétta skuldavanda heimilanna. Ég get hins vegar alveg lofað þér því að það breytir engu um mína stöðu og fjölmargra annarra hversu oft þið segið að þið séuð að gera góða hluti. Einu fagna ég þó í svari þínu. Það er að þú segir brýnt að bæta strax augljósa galla þeirra úrræða sem gripið hefur verið til. Það væri fróðlegt að vita hvað þú átt við með þessu. Kannski erum við ekki svo ósammála eftir allt saman? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum skrifaði ég grein í Fréttablaðið þar sem ég hvatti þingmenn Samfylkingar til að gæta meiri jöfnuðar í aðgerðum til leiðréttingar skuldavanda heimilanna. Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, svaraði skrifum mínum í alllöngu máli, án þess reyndar að ræða mína stöðu sérstaklega, sem var þó megininntak greinar minnar. Samt sem áður þakka ég Oddnýju svarið en vona um leið að hún sé ekki jafn sannfærð og mér sýnist hún vera um ágæti þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur ráðist í. Kæra Oddný. Þakka þér fyrir svarið. Ég skal viðurkenna að þegar ég las það fór það aðeins í taugarnar á mér að þér skyldi detta í hug að ég áttaði mig ekki á muninum á afskriftum gjaldþrota fyrirtækja og leiðréttingum á lánum einstaklinga. Eða að ég gerði mér ekki grein fyrir því að það væri óhjákvæmilegt að almenningur fyndi fyrir afleiðingum hrunsins. En látum það liggja milli hluta. Þú talar um sanngirni og réttlæti. Það var einmitt inntakið í minni grein. Þar kallaði ég eftir því að jafnaðarmannaflokkur Íslands gætti jöfnuðar í aðgerðum. Aðgerðir ykkar hafa verið sniðnar að þeim sem fóru of geyst. Við hin sem gættum hófs höfum setið eftir. Á það hefur margoft verið bent, af gleggra fólki en mér. Ég gætti hófs. Keypti mér raðhús og tók lán fyrir 60% kaupverðsins, til 25 ára. Núna skulda ég 109-110% í mínu húsi. Rétt eins og fólkið sem reisti sér hallir á hundrað prósenta lánum skuldar í sínum eignum. Það er hvorki sanngirni né réttlæti í slíkri stöðu. Hvað þá vitglóra. En svona er Ísland í dag, Oddný. Veruleikinn er einnig sá að þrátt fyrir að eftirlitsnefnd eigi að fylgjast með því að bankarnir geri ekki upp á milli manna eða fyrirtækja við skuldaaðlögun, þá er raunin önnur. Um það vitna fjölmörg dæmi sem ég þykist vita að þú þekkir mæta vel. Þú mátt ekki skilja orð mín svo að mér finnist allt sem þið takið ykkur fyrir hendur með öllu ómögulegt. Því fer fjarri. En ég er ósáttur við frammistöðu ykkar í þessum efnum. Ég skil vel að þér sé mjög í mun að sannfæra mig um að ríkisstjórnin standi sig afburðavel við að leiðrétta skuldavanda heimilanna. Ég get hins vegar alveg lofað þér því að það breytir engu um mína stöðu og fjölmargra annarra hversu oft þið segið að þið séuð að gera góða hluti. Einu fagna ég þó í svari þínu. Það er að þú segir brýnt að bæta strax augljósa galla þeirra úrræða sem gripið hefur verið til. Það væri fróðlegt að vita hvað þú átt við með þessu. Kannski erum við ekki svo ósammála eftir allt saman?
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar