Þjóðþingræði eða valddreifing? Skúli Magnússon skrifar 18. nóvember 2011 13:30 Með júnístjórnarskránni árið 1849 var einveldi afnumið og Danmörk varð konungsríki með „þingbundinni stjórn“ (d. indskrænket-monarkisk regjeringsform). Konungur fór þó áfram með verulegar valdheimildir, bæði á sviði löggjafar- og framkvæmdarvalds. Júnístjórnarskráin fól þannig í sér blandaða stjórnskipun þar sem æðsta vald ríkisins skiptist milli þings og þjóðhöfðingja í anda valddreifingar og gagnkvæms aðhalds („checks and balances“). Allt frá 1849 hafði þingið ýmis spil á hendi gagnvart konungi og ráðherrum hans, m.a. gat það látið ákæra ráðherra fyrir embættisfærslur þeirra. Krafa þingsins um að enginn gæti setið á ráðherrastóli nema með stuðningi eða hlutleysi þingsins var hins vegar ekki viðurkennd í Danmörku fyrr en árið 1901 og þá eftir áratugalangar deilur. Þótt konungur gæti áfram synjað bæði lögum og stjórnvaldserindum staðfestingar varð þróunin sú að hann hætti að nýta sér þetta vald og varð óvirkur í stjórnskipuninni. Með þessu hætti þróaðist Danmörk frá blandaðri stjórnskipun til hreins þjóðþingræðis á rúmlega hálfri öld. Stjórnskipun Íslands eftir tilkomu heimastjórnar árið 1904, en þó einkum eftir 1918, verður með svipuðum hætti best lýst sem þjóðþingstjórn þar sem konungur gegndi eingöngu formlegu hlutverki. Með stofnun embættis forseta árið 1944, sem kjörinn skyldi í beinum kosningum og hafa sjálfstæða heimild til að synja lögum staðfestingar, lauk hins vegar tímabili hreins þjóðþingræðis með því að tekin var upp blönduð stjórnskipun undir formerkjum lýðveldis. Umfang og eðli valds forseta hefur þó verið umdeilt á lýðveldistímanum. Hin síðari ár á þetta einkum við um synjunarvald forseta, sem er þó sú heimild forseta sem hve mesta athygli fékk í aðdraganda setningar stjórnarskrárinnar. Í stjórnarskránni var hins vegar engin sjálfstæð afstaða tekin til hlutverks forseta á öðrum sviðum, t.d. að því er snertir handhöfn framkvæmdarvalds og utanríkismál. Við þá endurskoðun stjórnarskrárinnar sem nú stendur yfir er það eitt af óumdeildum verkefnum að taka efnislega afstöðu til hlutverks forseta Íslands. Viljum við viðhalda og e.t.v. styrkja blandaða stjórnskipun (forsetaþingræði) þar sem forseti fer með raunverulegt stjórnskipulegt hlutverk og veitir þjóðþinginu aðhald? Eða viljum við þjóðþingræði (að skandinavískri fyrirmynd) þar sem stjórnskipulegt aðhald þingsins er nánast eingöngu pólitískt og bundið við almennar kosningar? Ef fyrrnefndi kosturinn er valinn þarf að skilgreina vandlega vald forseta Íslands, en einnig þarf að huga að ábyrgð hans og aðhaldi frá öðrum stofnunum ríkisins. Ef síðarnefnda leiðin er valin kemur sterklega til greina (a.m.k. frá lagalegum sjónarhóli) að afnema embætti forseta Íslands. Eftir stæði þá þing með völd, óheft af forseta, en jafnframt skýra pólitíska ábyrgð gagnvart þjóðinni. Eftir að hafa farið yfir þær tillögur stjórnlagaráðs sem nú liggja fyrir verður ekki séð að þessum grundvallarspurningum hafi verið svarað eða embætti forseta Íslands í raun hugsað til enda. Þar sem hér er í raun um að ræða botnstykkið í stjórnskipun lýðveldisins sem hefur þýðingu fyrir ýmis önnur atriði stjórnskipunarinnar er þetta bagalegt. Hér er þó vart við stjórnlagaráð eitt að sakast. Sannleikurinn er sá að umræðan um hvert eigi að vera hlutverk forseta Íslands hefur verið vanþroskuð, sem m.a. kemur fram í því að sumir virðast telja það nánast sjálfsagðan hlut sem ekki þurfi að ræða að stjórnskipun Íslands eigi að vera sem þjóðþingræði með ópólitískan forseta sem sameiningartákn. E.t.v. er tímabært að við reynum að svara spurningunni hvers konar „lýðveldi“ við viljum áður en lengra er haldið í þá átt að hverfa frá núverandi stjórnskipun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Með júnístjórnarskránni árið 1849 var einveldi afnumið og Danmörk varð konungsríki með „þingbundinni stjórn“ (d. indskrænket-monarkisk regjeringsform). Konungur fór þó áfram með verulegar valdheimildir, bæði á sviði löggjafar- og framkvæmdarvalds. Júnístjórnarskráin fól þannig í sér blandaða stjórnskipun þar sem æðsta vald ríkisins skiptist milli þings og þjóðhöfðingja í anda valddreifingar og gagnkvæms aðhalds („checks and balances“). Allt frá 1849 hafði þingið ýmis spil á hendi gagnvart konungi og ráðherrum hans, m.a. gat það látið ákæra ráðherra fyrir embættisfærslur þeirra. Krafa þingsins um að enginn gæti setið á ráðherrastóli nema með stuðningi eða hlutleysi þingsins var hins vegar ekki viðurkennd í Danmörku fyrr en árið 1901 og þá eftir áratugalangar deilur. Þótt konungur gæti áfram synjað bæði lögum og stjórnvaldserindum staðfestingar varð þróunin sú að hann hætti að nýta sér þetta vald og varð óvirkur í stjórnskipuninni. Með þessu hætti þróaðist Danmörk frá blandaðri stjórnskipun til hreins þjóðþingræðis á rúmlega hálfri öld. Stjórnskipun Íslands eftir tilkomu heimastjórnar árið 1904, en þó einkum eftir 1918, verður með svipuðum hætti best lýst sem þjóðþingstjórn þar sem konungur gegndi eingöngu formlegu hlutverki. Með stofnun embættis forseta árið 1944, sem kjörinn skyldi í beinum kosningum og hafa sjálfstæða heimild til að synja lögum staðfestingar, lauk hins vegar tímabili hreins þjóðþingræðis með því að tekin var upp blönduð stjórnskipun undir formerkjum lýðveldis. Umfang og eðli valds forseta hefur þó verið umdeilt á lýðveldistímanum. Hin síðari ár á þetta einkum við um synjunarvald forseta, sem er þó sú heimild forseta sem hve mesta athygli fékk í aðdraganda setningar stjórnarskrárinnar. Í stjórnarskránni var hins vegar engin sjálfstæð afstaða tekin til hlutverks forseta á öðrum sviðum, t.d. að því er snertir handhöfn framkvæmdarvalds og utanríkismál. Við þá endurskoðun stjórnarskrárinnar sem nú stendur yfir er það eitt af óumdeildum verkefnum að taka efnislega afstöðu til hlutverks forseta Íslands. Viljum við viðhalda og e.t.v. styrkja blandaða stjórnskipun (forsetaþingræði) þar sem forseti fer með raunverulegt stjórnskipulegt hlutverk og veitir þjóðþinginu aðhald? Eða viljum við þjóðþingræði (að skandinavískri fyrirmynd) þar sem stjórnskipulegt aðhald þingsins er nánast eingöngu pólitískt og bundið við almennar kosningar? Ef fyrrnefndi kosturinn er valinn þarf að skilgreina vandlega vald forseta Íslands, en einnig þarf að huga að ábyrgð hans og aðhaldi frá öðrum stofnunum ríkisins. Ef síðarnefnda leiðin er valin kemur sterklega til greina (a.m.k. frá lagalegum sjónarhóli) að afnema embætti forseta Íslands. Eftir stæði þá þing með völd, óheft af forseta, en jafnframt skýra pólitíska ábyrgð gagnvart þjóðinni. Eftir að hafa farið yfir þær tillögur stjórnlagaráðs sem nú liggja fyrir verður ekki séð að þessum grundvallarspurningum hafi verið svarað eða embætti forseta Íslands í raun hugsað til enda. Þar sem hér er í raun um að ræða botnstykkið í stjórnskipun lýðveldisins sem hefur þýðingu fyrir ýmis önnur atriði stjórnskipunarinnar er þetta bagalegt. Hér er þó vart við stjórnlagaráð eitt að sakast. Sannleikurinn er sá að umræðan um hvert eigi að vera hlutverk forseta Íslands hefur verið vanþroskuð, sem m.a. kemur fram í því að sumir virðast telja það nánast sjálfsagðan hlut sem ekki þurfi að ræða að stjórnskipun Íslands eigi að vera sem þjóðþingræði með ópólitískan forseta sem sameiningartákn. E.t.v. er tímabært að við reynum að svara spurningunni hvers konar „lýðveldi“ við viljum áður en lengra er haldið í þá átt að hverfa frá núverandi stjórnskipun.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar