Þjóðþingræði eða valddreifing? Skúli Magnússon skrifar 18. nóvember 2011 13:30 Með júnístjórnarskránni árið 1849 var einveldi afnumið og Danmörk varð konungsríki með „þingbundinni stjórn“ (d. indskrænket-monarkisk regjeringsform). Konungur fór þó áfram með verulegar valdheimildir, bæði á sviði löggjafar- og framkvæmdarvalds. Júnístjórnarskráin fól þannig í sér blandaða stjórnskipun þar sem æðsta vald ríkisins skiptist milli þings og þjóðhöfðingja í anda valddreifingar og gagnkvæms aðhalds („checks and balances“). Allt frá 1849 hafði þingið ýmis spil á hendi gagnvart konungi og ráðherrum hans, m.a. gat það látið ákæra ráðherra fyrir embættisfærslur þeirra. Krafa þingsins um að enginn gæti setið á ráðherrastóli nema með stuðningi eða hlutleysi þingsins var hins vegar ekki viðurkennd í Danmörku fyrr en árið 1901 og þá eftir áratugalangar deilur. Þótt konungur gæti áfram synjað bæði lögum og stjórnvaldserindum staðfestingar varð þróunin sú að hann hætti að nýta sér þetta vald og varð óvirkur í stjórnskipuninni. Með þessu hætti þróaðist Danmörk frá blandaðri stjórnskipun til hreins þjóðþingræðis á rúmlega hálfri öld. Stjórnskipun Íslands eftir tilkomu heimastjórnar árið 1904, en þó einkum eftir 1918, verður með svipuðum hætti best lýst sem þjóðþingstjórn þar sem konungur gegndi eingöngu formlegu hlutverki. Með stofnun embættis forseta árið 1944, sem kjörinn skyldi í beinum kosningum og hafa sjálfstæða heimild til að synja lögum staðfestingar, lauk hins vegar tímabili hreins þjóðþingræðis með því að tekin var upp blönduð stjórnskipun undir formerkjum lýðveldis. Umfang og eðli valds forseta hefur þó verið umdeilt á lýðveldistímanum. Hin síðari ár á þetta einkum við um synjunarvald forseta, sem er þó sú heimild forseta sem hve mesta athygli fékk í aðdraganda setningar stjórnarskrárinnar. Í stjórnarskránni var hins vegar engin sjálfstæð afstaða tekin til hlutverks forseta á öðrum sviðum, t.d. að því er snertir handhöfn framkvæmdarvalds og utanríkismál. Við þá endurskoðun stjórnarskrárinnar sem nú stendur yfir er það eitt af óumdeildum verkefnum að taka efnislega afstöðu til hlutverks forseta Íslands. Viljum við viðhalda og e.t.v. styrkja blandaða stjórnskipun (forsetaþingræði) þar sem forseti fer með raunverulegt stjórnskipulegt hlutverk og veitir þjóðþinginu aðhald? Eða viljum við þjóðþingræði (að skandinavískri fyrirmynd) þar sem stjórnskipulegt aðhald þingsins er nánast eingöngu pólitískt og bundið við almennar kosningar? Ef fyrrnefndi kosturinn er valinn þarf að skilgreina vandlega vald forseta Íslands, en einnig þarf að huga að ábyrgð hans og aðhaldi frá öðrum stofnunum ríkisins. Ef síðarnefnda leiðin er valin kemur sterklega til greina (a.m.k. frá lagalegum sjónarhóli) að afnema embætti forseta Íslands. Eftir stæði þá þing með völd, óheft af forseta, en jafnframt skýra pólitíska ábyrgð gagnvart þjóðinni. Eftir að hafa farið yfir þær tillögur stjórnlagaráðs sem nú liggja fyrir verður ekki séð að þessum grundvallarspurningum hafi verið svarað eða embætti forseta Íslands í raun hugsað til enda. Þar sem hér er í raun um að ræða botnstykkið í stjórnskipun lýðveldisins sem hefur þýðingu fyrir ýmis önnur atriði stjórnskipunarinnar er þetta bagalegt. Hér er þó vart við stjórnlagaráð eitt að sakast. Sannleikurinn er sá að umræðan um hvert eigi að vera hlutverk forseta Íslands hefur verið vanþroskuð, sem m.a. kemur fram í því að sumir virðast telja það nánast sjálfsagðan hlut sem ekki þurfi að ræða að stjórnskipun Íslands eigi að vera sem þjóðþingræði með ópólitískan forseta sem sameiningartákn. E.t.v. er tímabært að við reynum að svara spurningunni hvers konar „lýðveldi“ við viljum áður en lengra er haldið í þá átt að hverfa frá núverandi stjórnskipun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Með júnístjórnarskránni árið 1849 var einveldi afnumið og Danmörk varð konungsríki með „þingbundinni stjórn“ (d. indskrænket-monarkisk regjeringsform). Konungur fór þó áfram með verulegar valdheimildir, bæði á sviði löggjafar- og framkvæmdarvalds. Júnístjórnarskráin fól þannig í sér blandaða stjórnskipun þar sem æðsta vald ríkisins skiptist milli þings og þjóðhöfðingja í anda valddreifingar og gagnkvæms aðhalds („checks and balances“). Allt frá 1849 hafði þingið ýmis spil á hendi gagnvart konungi og ráðherrum hans, m.a. gat það látið ákæra ráðherra fyrir embættisfærslur þeirra. Krafa þingsins um að enginn gæti setið á ráðherrastóli nema með stuðningi eða hlutleysi þingsins var hins vegar ekki viðurkennd í Danmörku fyrr en árið 1901 og þá eftir áratugalangar deilur. Þótt konungur gæti áfram synjað bæði lögum og stjórnvaldserindum staðfestingar varð þróunin sú að hann hætti að nýta sér þetta vald og varð óvirkur í stjórnskipuninni. Með þessu hætti þróaðist Danmörk frá blandaðri stjórnskipun til hreins þjóðþingræðis á rúmlega hálfri öld. Stjórnskipun Íslands eftir tilkomu heimastjórnar árið 1904, en þó einkum eftir 1918, verður með svipuðum hætti best lýst sem þjóðþingstjórn þar sem konungur gegndi eingöngu formlegu hlutverki. Með stofnun embættis forseta árið 1944, sem kjörinn skyldi í beinum kosningum og hafa sjálfstæða heimild til að synja lögum staðfestingar, lauk hins vegar tímabili hreins þjóðþingræðis með því að tekin var upp blönduð stjórnskipun undir formerkjum lýðveldis. Umfang og eðli valds forseta hefur þó verið umdeilt á lýðveldistímanum. Hin síðari ár á þetta einkum við um synjunarvald forseta, sem er þó sú heimild forseta sem hve mesta athygli fékk í aðdraganda setningar stjórnarskrárinnar. Í stjórnarskránni var hins vegar engin sjálfstæð afstaða tekin til hlutverks forseta á öðrum sviðum, t.d. að því er snertir handhöfn framkvæmdarvalds og utanríkismál. Við þá endurskoðun stjórnarskrárinnar sem nú stendur yfir er það eitt af óumdeildum verkefnum að taka efnislega afstöðu til hlutverks forseta Íslands. Viljum við viðhalda og e.t.v. styrkja blandaða stjórnskipun (forsetaþingræði) þar sem forseti fer með raunverulegt stjórnskipulegt hlutverk og veitir þjóðþinginu aðhald? Eða viljum við þjóðþingræði (að skandinavískri fyrirmynd) þar sem stjórnskipulegt aðhald þingsins er nánast eingöngu pólitískt og bundið við almennar kosningar? Ef fyrrnefndi kosturinn er valinn þarf að skilgreina vandlega vald forseta Íslands, en einnig þarf að huga að ábyrgð hans og aðhaldi frá öðrum stofnunum ríkisins. Ef síðarnefnda leiðin er valin kemur sterklega til greina (a.m.k. frá lagalegum sjónarhóli) að afnema embætti forseta Íslands. Eftir stæði þá þing með völd, óheft af forseta, en jafnframt skýra pólitíska ábyrgð gagnvart þjóðinni. Eftir að hafa farið yfir þær tillögur stjórnlagaráðs sem nú liggja fyrir verður ekki séð að þessum grundvallarspurningum hafi verið svarað eða embætti forseta Íslands í raun hugsað til enda. Þar sem hér er í raun um að ræða botnstykkið í stjórnskipun lýðveldisins sem hefur þýðingu fyrir ýmis önnur atriði stjórnskipunarinnar er þetta bagalegt. Hér er þó vart við stjórnlagaráð eitt að sakast. Sannleikurinn er sá að umræðan um hvert eigi að vera hlutverk forseta Íslands hefur verið vanþroskuð, sem m.a. kemur fram í því að sumir virðast telja það nánast sjálfsagðan hlut sem ekki þurfi að ræða að stjórnskipun Íslands eigi að vera sem þjóðþingræði með ópólitískan forseta sem sameiningartákn. E.t.v. er tímabært að við reynum að svara spurningunni hvers konar „lýðveldi“ við viljum áður en lengra er haldið í þá átt að hverfa frá núverandi stjórnskipun.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun