Vill LÍÚ sátt um fiskveiðar? Bolli Héðinsson skrifar 12. febrúar 2011 06:00 Allt útlit er fyrir að LÍÚ ætli að hafna því að ná sátt um fiskveiðikerfið og kjósa að halda atvinnugreininni áfram í óvissu, einstökum útgerðum og samfélaginu öllu til verulegs tjóns. Því miður þá hefur LÍÚ, allt frá upphafi kvótakerfisins, aldrei ljáð máls á minnstu eftirgjöf af sinni hálfu um sanngjarnt veiðigjald. Sáttin við þjóðina hefur öll átt að vera á einn veg, óbreytt ástand. LÍÚ ætti að vera fyrir löngu búið að átta sig á að greiðsla hæfilegs afnotagjalds til eigenda fiskimiðanna, þjóðarinnar, er besta leiðin til að skapa sátt um atvinnugreinina. Hæfilegt og sanngjarnt leigugjald er einfaldast að finna með því að gefa útgerðarmönnum kost á að bjóða í þann kvóta sem þjóðin, eigandi kvótans, setur á markað hverju sinni. Enda bjóða menn þá í samræmi við greiðslugetu og hæfi til að gera verðmæti úr aflanum. LÍÚ treystir aftur á móti ekki eigin félagsmönnum til að þekkja best hversu háar fjárhæðir þeir geti greitt fyrir veiðileyfin og telja það því ekki vera færa leið að leyfa útvegsmönnum að bjóða í kvóta t.d. samkvæmt svokallaðri „tilboðsleið". En tilboðsleiðin, sem fjallað var um í nefnd sjávarútvegsráðherra, virðist ætla að verða sú leið sem hvað víðtækust sátt getur orðið um í samfélaginu.Hvers virði er það útgerðinni að losna við óvissuna? Fyrirkomulag á fiskveiðum, sem ekki leiðir til niðurstöðu sem þjóðin sættir sig við, er til þess fallið að halda greininni í áframhaldandi óvissu. Ótti LÍÚ við tilboðsleiðina, þar sem einstökum útgerðum gefst færi á að bjóða í afnot af þeim kvóta sem losnar á hverju ári, ætti að vera fullkomlega ástæðulaus. Því, eins og áður er rakið, þá eru það einmitt þeir útgerðarmenn sem líklegastir eru til að hámarka aflaverðmætið sem fá munu þann kvóta sem losnar. Krafa LÍÚ ætti að standa til þess að hafa áhrif á útfærslu tilboðsleiðarinnar, setja fram kröfu um að allur fiskur verða kvótasettur og tilboða verði leitað í allar fisktegundir. Framsýnir útgerðarmenn vita að ef ekki verður leitað sátta við þjóðina í þessum efnum þá mun áfram verða kroppað í kvótakerfið með hverri nýrri ríkisstjórn. Nýjar úthlutanir munu verða framhjá kvóta, til sérstakra viðfangsefna, líkt og verið hefur. Slíkt munum við sjá í enn ríkari mæli eftir því sem fram í sækir, sjái LÍÚ ekki að sér og leggi sitt af mörkum til þjóðarsáttar um fiskveiðar.Viljum við nýtt Verðlagsráð sjávarútvegsins? Mörg okkar muna enn eftir Verðlagsráði sjávarútvegsins, þar sem svo átti að heita að útgerðarmenn og sjómenn komu saman til að „semja" um fiskverð. Daginn eftir hverja verðákvörðun var gengi krónunnar fellt „til að tryggja rekstrargrundvöll útgerðarinnar". Hætt er við að hinn nýi vettvangur „samninga" útgerða og ríkisstjórnar um kvótaverð, samkvæmt hinni svokölluðu „samningaleið", verði sama marki brenndur. Það er með ólíkindum að nokkur kjósi að taka upp slíkar miðstýrðar ákvarðanir að nýju. Einstakar útgerðir hljóta að vera fullfærar um það sjálfar að meta greiðsluhæfi sitt til kvótakaupa og geta þ.a.l. boðið í þann afla sem þær telja sig hafa getu og möguleika til að breyta í verðmæta útflutningsafurð, svo fremi þær fái tækifæri til þess, t.d. samkvæmt svokallaðri tilboðsleið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Allt útlit er fyrir að LÍÚ ætli að hafna því að ná sátt um fiskveiðikerfið og kjósa að halda atvinnugreininni áfram í óvissu, einstökum útgerðum og samfélaginu öllu til verulegs tjóns. Því miður þá hefur LÍÚ, allt frá upphafi kvótakerfisins, aldrei ljáð máls á minnstu eftirgjöf af sinni hálfu um sanngjarnt veiðigjald. Sáttin við þjóðina hefur öll átt að vera á einn veg, óbreytt ástand. LÍÚ ætti að vera fyrir löngu búið að átta sig á að greiðsla hæfilegs afnotagjalds til eigenda fiskimiðanna, þjóðarinnar, er besta leiðin til að skapa sátt um atvinnugreinina. Hæfilegt og sanngjarnt leigugjald er einfaldast að finna með því að gefa útgerðarmönnum kost á að bjóða í þann kvóta sem þjóðin, eigandi kvótans, setur á markað hverju sinni. Enda bjóða menn þá í samræmi við greiðslugetu og hæfi til að gera verðmæti úr aflanum. LÍÚ treystir aftur á móti ekki eigin félagsmönnum til að þekkja best hversu háar fjárhæðir þeir geti greitt fyrir veiðileyfin og telja það því ekki vera færa leið að leyfa útvegsmönnum að bjóða í kvóta t.d. samkvæmt svokallaðri „tilboðsleið". En tilboðsleiðin, sem fjallað var um í nefnd sjávarútvegsráðherra, virðist ætla að verða sú leið sem hvað víðtækust sátt getur orðið um í samfélaginu.Hvers virði er það útgerðinni að losna við óvissuna? Fyrirkomulag á fiskveiðum, sem ekki leiðir til niðurstöðu sem þjóðin sættir sig við, er til þess fallið að halda greininni í áframhaldandi óvissu. Ótti LÍÚ við tilboðsleiðina, þar sem einstökum útgerðum gefst færi á að bjóða í afnot af þeim kvóta sem losnar á hverju ári, ætti að vera fullkomlega ástæðulaus. Því, eins og áður er rakið, þá eru það einmitt þeir útgerðarmenn sem líklegastir eru til að hámarka aflaverðmætið sem fá munu þann kvóta sem losnar. Krafa LÍÚ ætti að standa til þess að hafa áhrif á útfærslu tilboðsleiðarinnar, setja fram kröfu um að allur fiskur verða kvótasettur og tilboða verði leitað í allar fisktegundir. Framsýnir útgerðarmenn vita að ef ekki verður leitað sátta við þjóðina í þessum efnum þá mun áfram verða kroppað í kvótakerfið með hverri nýrri ríkisstjórn. Nýjar úthlutanir munu verða framhjá kvóta, til sérstakra viðfangsefna, líkt og verið hefur. Slíkt munum við sjá í enn ríkari mæli eftir því sem fram í sækir, sjái LÍÚ ekki að sér og leggi sitt af mörkum til þjóðarsáttar um fiskveiðar.Viljum við nýtt Verðlagsráð sjávarútvegsins? Mörg okkar muna enn eftir Verðlagsráði sjávarútvegsins, þar sem svo átti að heita að útgerðarmenn og sjómenn komu saman til að „semja" um fiskverð. Daginn eftir hverja verðákvörðun var gengi krónunnar fellt „til að tryggja rekstrargrundvöll útgerðarinnar". Hætt er við að hinn nýi vettvangur „samninga" útgerða og ríkisstjórnar um kvótaverð, samkvæmt hinni svokölluðu „samningaleið", verði sama marki brenndur. Það er með ólíkindum að nokkur kjósi að taka upp slíkar miðstýrðar ákvarðanir að nýju. Einstakar útgerðir hljóta að vera fullfærar um það sjálfar að meta greiðsluhæfi sitt til kvótakaupa og geta þ.a.l. boðið í þann afla sem þær telja sig hafa getu og möguleika til að breyta í verðmæta útflutningsafurð, svo fremi þær fái tækifæri til þess, t.d. samkvæmt svokallaðri tilboðsleið.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar