Handbolti

Lið Rúnars og Ernis úr leik

Rúnar Kárason.
Rúnar Kárason.
Lið þeirra Rúnars Kárasonar, Bergischer, og Ernis Hrafns Arnarsonar, Düsseldorf eru bæði úr leik í þýsku bikarkeppninni eftir töp í kvöld.

Ernir Hrafn Arnarson fór á kostum í liði Düsseldorf er það mátti sætta sig við tveggja marka tap, 32-34, gegn TuS N-Lübbecke í þriðju umferð þýsku bikarkeppninnar í kvöld.

Ernir Hrafn skoraði sex mörk fyrir sitt lið og var næstmarkahæstur.

Rúnar og félagar töpuðu aftur á móti á útivelli gegn Friesenheim, 33-27. Rúnar skoraði 4 mörk í leiknum.

Þýskalandsmeistarar Hamburg eru aftur á móti komnir áfram en þeir unnu öruggan sigur á Balingen, 20-32.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×