Samningslaus í 25 mánuði Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar 29. apríl 2011 06:00 Hið nýja stjórnvald hér á landi, Samtök atvinnulífsins (SA), hefur verið sakað um að taka launamenn á almennum vinnumarkaði í gíslingu til að knýja ríkisstjórnina til hlýðni í sjávarútvegsmálum. Gíslatakan er reyndar víðtækari því að á meðan ekki hefur samist á almennum vinnumarkaði hefur Samninganefnd ríkisins (SNR) haldið að sér höndum og ekki átt í neinum alvöru kjaraviðræðum við stéttarfélög opinberra starfsmanna. Flestir kjarasamningar á opinbera markaðnum hafa verið lausir misserum saman og opinberir starfsmenn þannig einnig í gíslingu SA. Kjarasamningar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs runnu út fyrir 25 mánuðum, 760 dögum. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki fengið kjarasamningsbundnar hækkanir í 33 mánuði eða frá júlí 2008. Á þessum tíma hefur kjararýrnun almennt verið um 12%. Verulega hefur verið þrengt að starfsumhverfi, starfsöryggi og starfskjörum hjúkrunarfræðinga. Ekki er ráðið í störf sem losna og álag í starfi hefur aukist mikið. Samninganefnd FÍH hefur fundað reglulega með SNR og lagt fram ýmsar hugmyndir að nýjum kjarasamningi. SNR hefur hins vegar ekki brugðist við með neinum tillögum eða hugmyndum að mögulegum samningi og hefur hafnað hugmyndum samninganefndar FÍH án skoðunar. Það hefur sannarlega hvarflað að manni á samningafundunum að betra væri að ræða bara beint við SA því engu er líkara en þau samtök séu hinn raunverulegi samningsaðili opinberra starfsmanna. Það er auðvitað með öllu óþolandi að ríkisvaldið skuli ekki koma fram við stéttarfélög opinberra starfsmanna sem alvöru samningsaðila. Nú þegar uppstytta hefur orðið í kjarasamningum á almennum markaði og 26. samningslausi mánuðurinn fer að hefjast krefjast hjúkrunarfræðingar þess að samningsréttur FÍH sé virtur og að SNR verði falið að ganga frá kjarasamningum við félagið. Langlundargeð hjúkrunarfræðinga er á þrotum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Hið nýja stjórnvald hér á landi, Samtök atvinnulífsins (SA), hefur verið sakað um að taka launamenn á almennum vinnumarkaði í gíslingu til að knýja ríkisstjórnina til hlýðni í sjávarútvegsmálum. Gíslatakan er reyndar víðtækari því að á meðan ekki hefur samist á almennum vinnumarkaði hefur Samninganefnd ríkisins (SNR) haldið að sér höndum og ekki átt í neinum alvöru kjaraviðræðum við stéttarfélög opinberra starfsmanna. Flestir kjarasamningar á opinbera markaðnum hafa verið lausir misserum saman og opinberir starfsmenn þannig einnig í gíslingu SA. Kjarasamningar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs runnu út fyrir 25 mánuðum, 760 dögum. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki fengið kjarasamningsbundnar hækkanir í 33 mánuði eða frá júlí 2008. Á þessum tíma hefur kjararýrnun almennt verið um 12%. Verulega hefur verið þrengt að starfsumhverfi, starfsöryggi og starfskjörum hjúkrunarfræðinga. Ekki er ráðið í störf sem losna og álag í starfi hefur aukist mikið. Samninganefnd FÍH hefur fundað reglulega með SNR og lagt fram ýmsar hugmyndir að nýjum kjarasamningi. SNR hefur hins vegar ekki brugðist við með neinum tillögum eða hugmyndum að mögulegum samningi og hefur hafnað hugmyndum samninganefndar FÍH án skoðunar. Það hefur sannarlega hvarflað að manni á samningafundunum að betra væri að ræða bara beint við SA því engu er líkara en þau samtök séu hinn raunverulegi samningsaðili opinberra starfsmanna. Það er auðvitað með öllu óþolandi að ríkisvaldið skuli ekki koma fram við stéttarfélög opinberra starfsmanna sem alvöru samningsaðila. Nú þegar uppstytta hefur orðið í kjarasamningum á almennum markaði og 26. samningslausi mánuðurinn fer að hefjast krefjast hjúkrunarfræðingar þess að samningsréttur FÍH sé virtur og að SNR verði falið að ganga frá kjarasamningum við félagið. Langlundargeð hjúkrunarfræðinga er á þrotum.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun