Kynleg kynjuð fjárlagagerð Þórveig Þormóðsdóttir skrifar 1. mars 2011 09:25 Í samstarfsyfirlýsingu sinni 2009 lagði ríkisstjórn Íslands mikla áherslu á jafnrétti kynjanna. Meðal þess sem átti að hafa áhrif á útgjaldaramma fjárlaga var verndun starfa og kynjajafnrétti. Einnig átti að hafa kynjaða hagstjórn að leiðarljósi við fjárlagagerð og efnahagsstjórnun. Fjárlögin frá efnahagshruni hafa verið fjárlög niðurskurðar. Snemma varð ljóst að sú atvinnustefna sem boðuð var myndi koma harðar niður á konum en körlum. Í júní 2009 sendi jafnréttisnefnd BSRB frá sér ályktun þar sem nefndin hafnaði atvinnustefnu á kostnað kvenna. Ályktunin fól í sér varnaðarorð og tilmæli til ríkisstjórnarinnar og samningsaðila á vinnumarkaði um að standa vörð um velferðarkerfið. Ástæðan fyrir ályktuninni var sú að starfsfólk innan velferðarkerfisins er í yfirgnæfandi meirihluta konur og samdráttur þar bitnar því harkalega á kvennastéttum. Í ályktuninni segir enn fremur að mikilvægt sé að stjórnvöld grípi til atvinnuskapandi aðgerða. Atburðarásin mætti hins vegar ekki verða sú að kvennastéttum sé ýtt út af vinnumarkaði við fjármögnun verkefna til að skapa ný störf fyrir karla. Sú hefur því miður orðið raunin. Svar velferðarráðherra við fyrirspurn á Alþingi í síðastliðinni viku um fækkun starfa á heilbrigðisstofnunum sýnir að þörf er á frekari áminningu um þetta efni. Því miður er raunin sú að þegar höggvið er að rótum velferðarkerfisins bitnar það á störfum kvenna. Í svari ráðherra kom fram að 92 konur muni missa störf sín alfarið vegna niðurskurðar í fjárlögum 2011 og 15 karlar. Þá muni 75,6 stöðugildi kvenna sæta skerðingu á starfshlutfalli á móti 11,1 stöðugildi karla. Niðurskurður í velferðarkerfinu gengur því þvert gegn yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð. Uppsagnir af þessu tagi koma verst niður á láglaunuðum kvennastéttum og verður að efast um heildarsparnað fyrir ríkissjóð, enda ljóst að þessar konur fara úr atvinnu hjá ríkinu yfir í að fá atvinnuleysisbætur frá Atvinnuleysistryggingarsjóði. Velferðarkerfið naut ekki góðs af góðærinu, það bólgnaði ekki út. Það er því ljóst að þar er ekki af miklu að taka til niðurskurðar. Þörfin fyrir gott velferðarkerfi hefur heldur aldrei verið meiri. Það er gríðarlega mikilvægt að fólk njóti velferðarkerfisins óháð efnahag og aðstæðum, ekki síst í því ástandi sem nú ríkir. Að grípa til uppsagna þar, með tilheyrandi lokunum, gengur því þvert á markmið ríkisstjórnar um samþættingu jafnréttissjónarmiða við almenna fjárlagagerð. Þar er frekar kynleg hagstjórn og fjárlagagerð á ferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Í samstarfsyfirlýsingu sinni 2009 lagði ríkisstjórn Íslands mikla áherslu á jafnrétti kynjanna. Meðal þess sem átti að hafa áhrif á útgjaldaramma fjárlaga var verndun starfa og kynjajafnrétti. Einnig átti að hafa kynjaða hagstjórn að leiðarljósi við fjárlagagerð og efnahagsstjórnun. Fjárlögin frá efnahagshruni hafa verið fjárlög niðurskurðar. Snemma varð ljóst að sú atvinnustefna sem boðuð var myndi koma harðar niður á konum en körlum. Í júní 2009 sendi jafnréttisnefnd BSRB frá sér ályktun þar sem nefndin hafnaði atvinnustefnu á kostnað kvenna. Ályktunin fól í sér varnaðarorð og tilmæli til ríkisstjórnarinnar og samningsaðila á vinnumarkaði um að standa vörð um velferðarkerfið. Ástæðan fyrir ályktuninni var sú að starfsfólk innan velferðarkerfisins er í yfirgnæfandi meirihluta konur og samdráttur þar bitnar því harkalega á kvennastéttum. Í ályktuninni segir enn fremur að mikilvægt sé að stjórnvöld grípi til atvinnuskapandi aðgerða. Atburðarásin mætti hins vegar ekki verða sú að kvennastéttum sé ýtt út af vinnumarkaði við fjármögnun verkefna til að skapa ný störf fyrir karla. Sú hefur því miður orðið raunin. Svar velferðarráðherra við fyrirspurn á Alþingi í síðastliðinni viku um fækkun starfa á heilbrigðisstofnunum sýnir að þörf er á frekari áminningu um þetta efni. Því miður er raunin sú að þegar höggvið er að rótum velferðarkerfisins bitnar það á störfum kvenna. Í svari ráðherra kom fram að 92 konur muni missa störf sín alfarið vegna niðurskurðar í fjárlögum 2011 og 15 karlar. Þá muni 75,6 stöðugildi kvenna sæta skerðingu á starfshlutfalli á móti 11,1 stöðugildi karla. Niðurskurður í velferðarkerfinu gengur því þvert gegn yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð. Uppsagnir af þessu tagi koma verst niður á láglaunuðum kvennastéttum og verður að efast um heildarsparnað fyrir ríkissjóð, enda ljóst að þessar konur fara úr atvinnu hjá ríkinu yfir í að fá atvinnuleysisbætur frá Atvinnuleysistryggingarsjóði. Velferðarkerfið naut ekki góðs af góðærinu, það bólgnaði ekki út. Það er því ljóst að þar er ekki af miklu að taka til niðurskurðar. Þörfin fyrir gott velferðarkerfi hefur heldur aldrei verið meiri. Það er gríðarlega mikilvægt að fólk njóti velferðarkerfisins óháð efnahag og aðstæðum, ekki síst í því ástandi sem nú ríkir. Að grípa til uppsagna þar, með tilheyrandi lokunum, gengur því þvert á markmið ríkisstjórnar um samþættingu jafnréttissjónarmiða við almenna fjárlagagerð. Þar er frekar kynleg hagstjórn og fjárlagagerð á ferð.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun