Japanskur bílaframleiðandi í samstarf við meistaralið Red Bull 1. mars 2011 16:41 Sebastian Vettel og Red Bull hafa verið við æfingar á nýjum keppnisbíl liðsins á Spáni og munu æfa á brautinni í Katalóníu í mars. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Japanski bílaframleiðandinn Infinity, sem er í eigu Nissan og Formúlu 1 lið Red Bull hafa gert með sér samstarfssamning og mun Infinity auglýsa á bílum Red Bull á þessu ári og hugmyndin er að aðilarnir tveir muni starfa sama á tæknilega sviðinu í framtíðinni. Vefsíðan autosport.com greinir frá þessu í dag. Eftir sem áður mun Renault bílaframleiðandinn útvega Red Bull keppnisvélar, en Red Bull varð meistari bílasmiða í fyrra og Sebastian Vettel, ökumaður liðsins meistari ökumanna. Renault og Nissan eru þegar í samstarfi í bílageiranum og því er ekki um hagsmunaárekstur að ræða, þó Infinity, sem framleiðir lúxusbíla styrki og starfi með Red Bull. "Eftir því sem liðið hefur þróast, þá er mikilvægara fyrir okkur að horfa til framtíðar. Að gæta þess að við séum að vinna með réttum samstarfsaðilum, hvort sem um ræðir markaðslegu hliðina eða á annars staðar", sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull. Honer telur tæknilega þekkingu hjá Infinity geti komið Red Bull til góða. "Sem sjálfstætt keppnislið þá erum við ekki sérfræðingar í rafgeymum eða KERS kerfinu. Við viljum einbeita okkur að því að hanna og framleiða undirvagninn og ef við getum nýtt okkur aðra þekkingu frá Nissan og Infinity, þá er það spennandi fyrir okkur", sagði Horner. Varaforseti Infinity, Andy Palmer hefur trú á því að fyrirtækið geti hjálpað Red Bull hvað mest varðandi rafgeyma og KERS kerfið, en aðrir þættir séu líka mögulegir hvað tæknilega samvinnu varðar. "Nissan er augljóslega leiðandi í gerð rafmagnsbíla og eftir því sem hlutir færast í þá áttina, þá eru möguleikar á samvinnu. Við sjáum hvað setur. Við erum hér til að svara fyrirspurnum í byrjun og sjáum hvernig þetta gengur", sagði Palmer. Formúla Íþróttir Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Japanski bílaframleiðandinn Infinity, sem er í eigu Nissan og Formúlu 1 lið Red Bull hafa gert með sér samstarfssamning og mun Infinity auglýsa á bílum Red Bull á þessu ári og hugmyndin er að aðilarnir tveir muni starfa sama á tæknilega sviðinu í framtíðinni. Vefsíðan autosport.com greinir frá þessu í dag. Eftir sem áður mun Renault bílaframleiðandinn útvega Red Bull keppnisvélar, en Red Bull varð meistari bílasmiða í fyrra og Sebastian Vettel, ökumaður liðsins meistari ökumanna. Renault og Nissan eru þegar í samstarfi í bílageiranum og því er ekki um hagsmunaárekstur að ræða, þó Infinity, sem framleiðir lúxusbíla styrki og starfi með Red Bull. "Eftir því sem liðið hefur þróast, þá er mikilvægara fyrir okkur að horfa til framtíðar. Að gæta þess að við séum að vinna með réttum samstarfsaðilum, hvort sem um ræðir markaðslegu hliðina eða á annars staðar", sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull. Honer telur tæknilega þekkingu hjá Infinity geti komið Red Bull til góða. "Sem sjálfstætt keppnislið þá erum við ekki sérfræðingar í rafgeymum eða KERS kerfinu. Við viljum einbeita okkur að því að hanna og framleiða undirvagninn og ef við getum nýtt okkur aðra þekkingu frá Nissan og Infinity, þá er það spennandi fyrir okkur", sagði Horner. Varaforseti Infinity, Andy Palmer hefur trú á því að fyrirtækið geti hjálpað Red Bull hvað mest varðandi rafgeyma og KERS kerfið, en aðrir þættir séu líka mögulegir hvað tæknilega samvinnu varðar. "Nissan er augljóslega leiðandi í gerð rafmagnsbíla og eftir því sem hlutir færast í þá áttina, þá eru möguleikar á samvinnu. Við sjáum hvað setur. Við erum hér til að svara fyrirspurnum í byrjun og sjáum hvernig þetta gengur", sagði Palmer.
Formúla Íþróttir Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti