Skoðun

EM 2012: Holland og Spánn eru enn með fullt hús stiga

Hollendingar halda sínu striki í undankeppni Evrópumóts landsliða í fótbolta og sóknarboltinn var í aðalhlutverki í 5-3 sigri liðsins gegn Ungverjum í kvöld eftir að hafa lent 2-1 undir. Hollendingar eru með 18 stig í E-riðli en Ungverjar og Svíar eru með 9 stig. Svíar unnu lið Moldavíu í kvöld, 2-1. Heims – og Evrópumeistaralið Spánar heldur einnig sigurgöngu sinni áfram en liðið lagði Litháen í kvöld 3-1 á útivelli og eru Spánverjar með fullt hús stiga.

Robin Van Persie skoraði fyrsta markið fyrir Holland á 13. mínútu. Gergyly Rudolf jafnaði metin í byrjun síðari hálfleiks, Zoltan Gera  kom Ungverjum yfir á 50. mínútu.

Wesley Sneijder jafnaði metin og Ruud van Nistelrooy skoraði þriðja markið skömmu eftir að hann kom inná sem varamaður. Gera var ekki hættur og jafnaði metin í 3-3 en Dirk Kuyt skoraði tvívegis á lokakafla leiksins.

Xavi hafði heppnina með sér þegar skot hans fór af varnarmanni í netið á 19. mínútu. Marius Stankevicius jafnaði fyrir heimamenn með frábæru langskoti á 57. mínútu. Tabas Kijanskas skoraði sjálfsmark á þeirri 70., og varamaðurinn Juan Mata tryggði Spánverjum sigurinn eftir góða sendingu fra David Silva.

Úrslit kvöldsins:

A-riðill

Tyrkland – Austurríki 2-0

Belgía – Aserbaídsjan 4-1

C-riðill:

Eistland – Serbía 1-1

Norður-Írland – Slóvenía 0-0

D-riðill:

Rúmenía – Lúxemborg 3-1

E-riðill:

Svíþjóð – Moldavía 2-1

Holland – Ungverjaland 5-3

F-riðill:

Ísrael – Georgía 1-0

I-riðill:

Tékkland – Liechtenstein 2-0

Litháen – Spánn 1-3




Skoðun

Sjá meira


×