Atvinnustefnu til framtíðar Kristinn Örn Jóhannesson skrifar 29. mars 2011 06:00 Á árunum fyrir hrun var atvinnuvinnuleysi lítið – sem betur fer. Þótt orsakir atvinnuleysisins nú megi rekja til kreppunar má líka færa rök fyrir því að atvinnuleysi hafi verið hér dulbúið um árabil. Sveiflum í atvinnustigi höfum við mætt með gengisfellingum og launalækkunum. Því miður er atvinnulíf hér í reynd tiltölulega fábreytt. Við höfum reitt okkur um of á fáar en stórar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Sjávarútvegurinn skilar um 40-50% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar en nýtir aðeins um 5% mannaflans. Aflabrögð og verð á sjávarafurðum hefur því gríðarleg áhrif á efnahagslífi.HeróínhagkerfiðStjórnvöld hafa mætt þessu á markvissan en óheppilegan hátt með uppbyggingu orkufreks iðnaðar sem hefur kallað á mannaflsfrekar framkvæmdir í stuttan tíma með tilheyrandi efnahagssveiflum, örum en óstöðugum hagvexti. Lokum slíkra stórframkvæmda fylgir efnahagssamdráttur. Einatt hefur honum verið mætt með frekari stórframkvæmdum, oft á kostnað náttúrunnar. Þetta kalla ég „Heróínhagkerfi" því þegar fráhvarfseinkennin koma fram í hægari hagvexti þarf nýjan skammt framkvæmda. Hagrænum „vellíðunarskammti" er sprautað í æðar hagkerfisins. Hér er skammtímahugsunin ráðandi, ekki hugsað um efnahagslega heilsu til langs tíma. Þessu þarf að breyta. Líklega er aldrei betra tækifæri en nú – og vissulega aldrei meiri þörf. Nú þarf að skilgreina og ákveða atvinnustefnu til framtíðar með fjölbreyttum störfum í fjölþjóðlegu umhverfi. Ísland er eyland í eiginlegum skilningi en í efnahagslegum skilning er landið hluti af alþjóðlegu efnahagskerfi. Í því felast í senn ógnanir og tækifæri. Því fjölbreyttari sem störfin verða því minni verður áhætta þjóðarinnar. Þannig er hægt að draga úr vægi einstakra atvinnugreina og þar með þeim landlægu efnahagssveiflum sem við höfum búið við.Menntun er fjárfesting ekki kostnaðurEn atvinnustefna til framtíðar ein og sér er ekki nóg. Lærum af vinum okkar Finnum. Í kjölfar gríðarlegs efnahagshruns á níunda áratug síðustu aldar skilgreindu þeir og og bjuggu sér til skarpa framtíðarsýn í atvinnumálum byggða á „upplýsingatækni". Atvinnulíf Finna varð betra og stöðugra. Hins vegar ráku menn sig á að ekki var til „rétt menntaða" fólkið í nýju störfin. Ekki hafði verið hugsað til þess að menntastefnan fylgdi framtíðarsýninni í atvinnumálum. Þetta þurfum við að hafa í huga. Stefna í atvinnumálum og stefna í menntamálum verða að fylgjast að. Við þurfum að horfa á menntun sem langtímafjárfestingu í atvinnulífinu en ekki rekstrarkostnað hins opinbera. Fjárfestum í menntun fyrir atvinnulíf framtíðar. Gerum núverandi kerfi atvinnuleysisbóta og Lánasjóðs námsmanna sveigjanlegri, samhæfðari, búum okkur til vænlega framtíð. En núna strax í dag þurfum við að bæta í frekar en að skera niður í fullorðinsfræðslu, kvöldskólum og atvinnutengdu námi og námsskeiðum. Við þurfum að virkja þá óvirku, hvetja og skapa þeim og okkur öllum framtíðarsýn. Framtíðarsýn byggða á menntun við hæfi einstaklinga fyrir atvinnulífið – fyrir heildina. Stéttarfélög eins og VR geta þarna lagt hönd á plóg. Allt þarf að skoða með opnum hug. Atvinnustefna framtíðarinnar er byggð á menntastefnu samtímans. Vinnum saman – þá vinna allir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Á árunum fyrir hrun var atvinnuvinnuleysi lítið – sem betur fer. Þótt orsakir atvinnuleysisins nú megi rekja til kreppunar má líka færa rök fyrir því að atvinnuleysi hafi verið hér dulbúið um árabil. Sveiflum í atvinnustigi höfum við mætt með gengisfellingum og launalækkunum. Því miður er atvinnulíf hér í reynd tiltölulega fábreytt. Við höfum reitt okkur um of á fáar en stórar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Sjávarútvegurinn skilar um 40-50% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar en nýtir aðeins um 5% mannaflans. Aflabrögð og verð á sjávarafurðum hefur því gríðarleg áhrif á efnahagslífi.HeróínhagkerfiðStjórnvöld hafa mætt þessu á markvissan en óheppilegan hátt með uppbyggingu orkufreks iðnaðar sem hefur kallað á mannaflsfrekar framkvæmdir í stuttan tíma með tilheyrandi efnahagssveiflum, örum en óstöðugum hagvexti. Lokum slíkra stórframkvæmda fylgir efnahagssamdráttur. Einatt hefur honum verið mætt með frekari stórframkvæmdum, oft á kostnað náttúrunnar. Þetta kalla ég „Heróínhagkerfi" því þegar fráhvarfseinkennin koma fram í hægari hagvexti þarf nýjan skammt framkvæmda. Hagrænum „vellíðunarskammti" er sprautað í æðar hagkerfisins. Hér er skammtímahugsunin ráðandi, ekki hugsað um efnahagslega heilsu til langs tíma. Þessu þarf að breyta. Líklega er aldrei betra tækifæri en nú – og vissulega aldrei meiri þörf. Nú þarf að skilgreina og ákveða atvinnustefnu til framtíðar með fjölbreyttum störfum í fjölþjóðlegu umhverfi. Ísland er eyland í eiginlegum skilningi en í efnahagslegum skilning er landið hluti af alþjóðlegu efnahagskerfi. Í því felast í senn ógnanir og tækifæri. Því fjölbreyttari sem störfin verða því minni verður áhætta þjóðarinnar. Þannig er hægt að draga úr vægi einstakra atvinnugreina og þar með þeim landlægu efnahagssveiflum sem við höfum búið við.Menntun er fjárfesting ekki kostnaðurEn atvinnustefna til framtíðar ein og sér er ekki nóg. Lærum af vinum okkar Finnum. Í kjölfar gríðarlegs efnahagshruns á níunda áratug síðustu aldar skilgreindu þeir og og bjuggu sér til skarpa framtíðarsýn í atvinnumálum byggða á „upplýsingatækni". Atvinnulíf Finna varð betra og stöðugra. Hins vegar ráku menn sig á að ekki var til „rétt menntaða" fólkið í nýju störfin. Ekki hafði verið hugsað til þess að menntastefnan fylgdi framtíðarsýninni í atvinnumálum. Þetta þurfum við að hafa í huga. Stefna í atvinnumálum og stefna í menntamálum verða að fylgjast að. Við þurfum að horfa á menntun sem langtímafjárfestingu í atvinnulífinu en ekki rekstrarkostnað hins opinbera. Fjárfestum í menntun fyrir atvinnulíf framtíðar. Gerum núverandi kerfi atvinnuleysisbóta og Lánasjóðs námsmanna sveigjanlegri, samhæfðari, búum okkur til vænlega framtíð. En núna strax í dag þurfum við að bæta í frekar en að skera niður í fullorðinsfræðslu, kvöldskólum og atvinnutengdu námi og námsskeiðum. Við þurfum að virkja þá óvirku, hvetja og skapa þeim og okkur öllum framtíðarsýn. Framtíðarsýn byggða á menntun við hæfi einstaklinga fyrir atvinnulífið – fyrir heildina. Stéttarfélög eins og VR geta þarna lagt hönd á plóg. Allt þarf að skoða með opnum hug. Atvinnustefna framtíðarinnar er byggð á menntastefnu samtímans. Vinnum saman – þá vinna allir.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun