Borgarstjórinn í Reykjavík -dýrasta leiksýning sem sett hefur verið upp á Íslandi? Marta Dögg Sigurðardóttir skrifar 29. mars 2011 15:04 Undanfarnar vikur og mánuði hefur mér fundist ég vera stödd í leikhúsi og sýningin virðist því miður engan endi ætla að taka. Sýningin hófst í rauninni í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík 2010. Kreppan var þá farin að segja töluvert til sín og jarðvegur fyrir breytingar var frjór. Borgarbúar voru ósáttir við „kerfið" og „ástandið" og vildu breytingar, þó ekki væri nema breytinganna vegna. Mitt í því ástandi kom fram á sjónarsviðið nýr valkostur, nýr flokkur sem var ólíkur öllu sem áður hafði þekkst í íslenskum stjórnmálum. Besti flokkurinn gaf gömlu stjórnmálaflokkunum langt nef og gaf lítið fyrir hefðbundnar stjórnmálahugmyndir og aðferðir. Flokkinn skipuðu „allskonar" velviljaðir og sumir einnig þjóðkunnir einstaklingar sem lofuðu umfram allt að hrista duglega upp í kerfinu. Á heimasíðu sinni sagðist Besti flokkurinn vera betri en aðrir flokkar. Vildu menn taka virkan þátt í gegnsæju og virku lýðræðissamfélagi framtíðarinnar sem yrði velferðarsamfélag skyldu þeir setja X við Besta flokkinn. Á sömu síðu sagðist borgarstjóraefni flokksins hafa stofnað Besta flokkinn af því að „hann langaði að fá vel launað starf og að komast í áhrifastöðu þar sem hann gæti hjálpað vinum og vandamönnum með ýmislegt og svo langaði hann líka að vera með aðstoðarmann." Auðvitað hefðu þarna átt að hringja viðvörunarbjöllur í hugum kjósenda í Reykjavík. Besti flokkurinn setti síðan að eigin sögn fram bestu stefnumálin. Þau hljómuðu vel og voru líkleg til að verða vinsæl meðal almennings og endurspegla það sem fólk vildi heyra frá stjórnmálamönnum. Meðal þess sem Besti flokkurinn lofaði í aðdraganda kosninganna var „að setja manninn og velferð hans í öndvegi og þar var konan hans ekki undanskilin." Þá sagðist hann einnig styðja aukið gegnsæi, „það væri nefnilega best að hafa allt uppá borðinu þannig að almenningur vissi hvað væri að gerast." Besti flokkurinn vildi líka virkt lýðræði og lofaði algjöru jafnrétti kynjanna, vegna þess að það væri best fyrir alla. Besti flokkurinn ætlaði að hlusta meira á konur og gamal fólk. „Það er alltof lítið hlustað á þetta lið. Það er eins og öllum finnist það bara vera eitthvað að röfla. Við ætlum að breyta því," stóð í stefnuskrá flokksins. Besti flokkurinn elskar líka börn og sagðist þess vegna ætla að vinna skipulag skólamála í samvinnu við fulltrúa starfsfólks. „Hagræða í stjórnsýslu án þess að það bitni á þjónustu", eins og það var orðað í stefnuskrá flokksins. Besti flokkurinn sagðist vilja kalla saman alla hagsmunaaðila: sérfræðinga, fagfólk, kennara og foreldra til að ná sameiginlegri niðurstöðu sem væri best fyrir börnin. „Koma ásættanlegu lagi á skólastarf. Engan niðurskurð í listkennslu, lífsleikni eða annarri þjónustu við börn. Spara í stjórnsýslunni." „Hjá Reykjavíkurborg vinnur fullt af góðu og hæfu fólki. Við viljum leyfa því að sinna sinni vinnu án truflunar frá stjórnmálamönnum. Drögum skýr mörk á milli stjórnsýslu og stjórnmála. Stöðvum pólitískar ráðningar, fáum fólk sem hefur vit, reynslu og áhuga. Sýnum ábyrgð og ráðdeild (ömmuhagfræði) í fjármálastjórnun. Spörum eins og íslenskar mæður hafa gert í gegnum aldirnar án þess að vera vondar við börnin sín," sagði Besti flokkurinn. Besti flokkurinn vann síðan yfirburðasigur í borgarstjórnarkosningunum og gekk að því búnu til samstarfs við Samfylkinguna í Reykjavík. Í fréttatilkynningu á heimasíðu flokksins sagði af því tilefni: „Það hefur varla heldur farið framhjá neinum að nú er í gangi röð opinberra leynifunda fólks í Besta Flokknum við fólk úr Samfylkingunni, þar sem allir eru að tala saman og skiptast á skoðunum og pæla í allskonar. Það sem er sniðugt og kannski nýbreytni, er að þeir fólkið á leynifundunum vill í alvöru heyra í og taka mark á íbúum í Reykjavík, meira að segja þrátt fyrir að kosningarnar séu búnar. Pæliði í því." Já, Besti flokkurinn ætlaði að innleiða skemmtilegar nýjungar og tilbreytingu í daglegt líf borgarbúa enda væri hann besti og skemmtilegasti flokkur sem búinn hafði verið til. Borgarbúar glöddust margir hverjir yfir úrslitum kosninganna. Nú yrði í það minnsta gaman! En hvar erum við stödd í dag, tæpu ári síðar? Á meðan flaggskip Reykjavíkur, leikskólarnir, best reknu stofnanir borgarinnar loga stafna á milli vegna illa ígrundaðra og óskiljanlegra sameiningarhugmynda meirihlutans var borgarstjórinn staddur í Vín í Austurríki. Og hvað skyldi hann hafa verið að gera þar? Jú, hann var að kynna heimildarmynd um sjálfan sig og framboð Besta flokksins í Reykjavík. Besti flokkurinn er nefnilega orðinn heimsfrægur, „og þá meinum við ekki bara á Íslandi heldur úti um allt. Greinar og viðtöl eru að birtast um allan heim... Ef þið talið útlensku, þá getið þið lesið um Besta flokkinn í útlenskum blöðum" samkvæmt heimasíðu flokksins. Það er þó huggun harmi gegn að samkvæmt dagbók borgarstjórans sem birt er á heimasíðu Besta flokksins, þá var þessi ferð löngu ákveðin og ekki nóg með það heldur tók borgarstjórinn þetta viku frí af sumarleyfinu sínu og borgaði sjálfur uppihald. Já, það er í það minnsta gott til þess að vita að útrás hugmyndafræði Besta flokksins til annarra landa er ekki í boði íbúa Reykjavíkur. Borgarbúar; foreldrar, starfsfólk, kennarar og stjórnendur hafa mótmælt fyrirhuguðum sameiningum skóla hástöfum og bent á að í þeim felist hvorki faglegur né fjárhagslegur ávinningur, þvert á móti muni þær valda óbætanlegum skaða á skólakerfinu á viðkvæmasta tíma. En Besti flokkurinn skellir skollaeyrum við þessum viðvörunum. Sýningin skal halda áfram, enda er þetta svo óskaplega skemmtilegt. Leikritið: Borgarstjórinn í Reykjavík, er án efa dýrasta leiksýning sem sett hefur verið upp á Íslandi. Höfundar hennar eru listamennirnir að baki Besta flokkunum. Sýningin er enn eitt framlag Besta flokksins til menningar og lista í Reykjavík á kostnað barnanna í borginni. Endanleg kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur og mánuði hefur mér fundist ég vera stödd í leikhúsi og sýningin virðist því miður engan endi ætla að taka. Sýningin hófst í rauninni í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík 2010. Kreppan var þá farin að segja töluvert til sín og jarðvegur fyrir breytingar var frjór. Borgarbúar voru ósáttir við „kerfið" og „ástandið" og vildu breytingar, þó ekki væri nema breytinganna vegna. Mitt í því ástandi kom fram á sjónarsviðið nýr valkostur, nýr flokkur sem var ólíkur öllu sem áður hafði þekkst í íslenskum stjórnmálum. Besti flokkurinn gaf gömlu stjórnmálaflokkunum langt nef og gaf lítið fyrir hefðbundnar stjórnmálahugmyndir og aðferðir. Flokkinn skipuðu „allskonar" velviljaðir og sumir einnig þjóðkunnir einstaklingar sem lofuðu umfram allt að hrista duglega upp í kerfinu. Á heimasíðu sinni sagðist Besti flokkurinn vera betri en aðrir flokkar. Vildu menn taka virkan þátt í gegnsæju og virku lýðræðissamfélagi framtíðarinnar sem yrði velferðarsamfélag skyldu þeir setja X við Besta flokkinn. Á sömu síðu sagðist borgarstjóraefni flokksins hafa stofnað Besta flokkinn af því að „hann langaði að fá vel launað starf og að komast í áhrifastöðu þar sem hann gæti hjálpað vinum og vandamönnum með ýmislegt og svo langaði hann líka að vera með aðstoðarmann." Auðvitað hefðu þarna átt að hringja viðvörunarbjöllur í hugum kjósenda í Reykjavík. Besti flokkurinn setti síðan að eigin sögn fram bestu stefnumálin. Þau hljómuðu vel og voru líkleg til að verða vinsæl meðal almennings og endurspegla það sem fólk vildi heyra frá stjórnmálamönnum. Meðal þess sem Besti flokkurinn lofaði í aðdraganda kosninganna var „að setja manninn og velferð hans í öndvegi og þar var konan hans ekki undanskilin." Þá sagðist hann einnig styðja aukið gegnsæi, „það væri nefnilega best að hafa allt uppá borðinu þannig að almenningur vissi hvað væri að gerast." Besti flokkurinn vildi líka virkt lýðræði og lofaði algjöru jafnrétti kynjanna, vegna þess að það væri best fyrir alla. Besti flokkurinn ætlaði að hlusta meira á konur og gamal fólk. „Það er alltof lítið hlustað á þetta lið. Það er eins og öllum finnist það bara vera eitthvað að röfla. Við ætlum að breyta því," stóð í stefnuskrá flokksins. Besti flokkurinn elskar líka börn og sagðist þess vegna ætla að vinna skipulag skólamála í samvinnu við fulltrúa starfsfólks. „Hagræða í stjórnsýslu án þess að það bitni á þjónustu", eins og það var orðað í stefnuskrá flokksins. Besti flokkurinn sagðist vilja kalla saman alla hagsmunaaðila: sérfræðinga, fagfólk, kennara og foreldra til að ná sameiginlegri niðurstöðu sem væri best fyrir börnin. „Koma ásættanlegu lagi á skólastarf. Engan niðurskurð í listkennslu, lífsleikni eða annarri þjónustu við börn. Spara í stjórnsýslunni." „Hjá Reykjavíkurborg vinnur fullt af góðu og hæfu fólki. Við viljum leyfa því að sinna sinni vinnu án truflunar frá stjórnmálamönnum. Drögum skýr mörk á milli stjórnsýslu og stjórnmála. Stöðvum pólitískar ráðningar, fáum fólk sem hefur vit, reynslu og áhuga. Sýnum ábyrgð og ráðdeild (ömmuhagfræði) í fjármálastjórnun. Spörum eins og íslenskar mæður hafa gert í gegnum aldirnar án þess að vera vondar við börnin sín," sagði Besti flokkurinn. Besti flokkurinn vann síðan yfirburðasigur í borgarstjórnarkosningunum og gekk að því búnu til samstarfs við Samfylkinguna í Reykjavík. Í fréttatilkynningu á heimasíðu flokksins sagði af því tilefni: „Það hefur varla heldur farið framhjá neinum að nú er í gangi röð opinberra leynifunda fólks í Besta Flokknum við fólk úr Samfylkingunni, þar sem allir eru að tala saman og skiptast á skoðunum og pæla í allskonar. Það sem er sniðugt og kannski nýbreytni, er að þeir fólkið á leynifundunum vill í alvöru heyra í og taka mark á íbúum í Reykjavík, meira að segja þrátt fyrir að kosningarnar séu búnar. Pæliði í því." Já, Besti flokkurinn ætlaði að innleiða skemmtilegar nýjungar og tilbreytingu í daglegt líf borgarbúa enda væri hann besti og skemmtilegasti flokkur sem búinn hafði verið til. Borgarbúar glöddust margir hverjir yfir úrslitum kosninganna. Nú yrði í það minnsta gaman! En hvar erum við stödd í dag, tæpu ári síðar? Á meðan flaggskip Reykjavíkur, leikskólarnir, best reknu stofnanir borgarinnar loga stafna á milli vegna illa ígrundaðra og óskiljanlegra sameiningarhugmynda meirihlutans var borgarstjórinn staddur í Vín í Austurríki. Og hvað skyldi hann hafa verið að gera þar? Jú, hann var að kynna heimildarmynd um sjálfan sig og framboð Besta flokksins í Reykjavík. Besti flokkurinn er nefnilega orðinn heimsfrægur, „og þá meinum við ekki bara á Íslandi heldur úti um allt. Greinar og viðtöl eru að birtast um allan heim... Ef þið talið útlensku, þá getið þið lesið um Besta flokkinn í útlenskum blöðum" samkvæmt heimasíðu flokksins. Það er þó huggun harmi gegn að samkvæmt dagbók borgarstjórans sem birt er á heimasíðu Besta flokksins, þá var þessi ferð löngu ákveðin og ekki nóg með það heldur tók borgarstjórinn þetta viku frí af sumarleyfinu sínu og borgaði sjálfur uppihald. Já, það er í það minnsta gott til þess að vita að útrás hugmyndafræði Besta flokksins til annarra landa er ekki í boði íbúa Reykjavíkur. Borgarbúar; foreldrar, starfsfólk, kennarar og stjórnendur hafa mótmælt fyrirhuguðum sameiningum skóla hástöfum og bent á að í þeim felist hvorki faglegur né fjárhagslegur ávinningur, þvert á móti muni þær valda óbætanlegum skaða á skólakerfinu á viðkvæmasta tíma. En Besti flokkurinn skellir skollaeyrum við þessum viðvörunum. Sýningin skal halda áfram, enda er þetta svo óskaplega skemmtilegt. Leikritið: Borgarstjórinn í Reykjavík, er án efa dýrasta leiksýning sem sett hefur verið upp á Íslandi. Höfundar hennar eru listamennirnir að baki Besta flokkunum. Sýningin er enn eitt framlag Besta flokksins til menningar og lista í Reykjavík á kostnað barnanna í borginni. Endanleg kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun