Er ekki kominn tími á þessa karla? Agnar Guðnason skrifar 26. júlí 2011 07:00 Þessar umræður undanfarna daga og vikur um verð á innlendum búvörum eru mér algjörlega óskiljanlegar – eru til menn það einangraðir hér á Íslandi að þeir hafa ekki hugmynd um verðlag í öðrum löndum? Skýringin gæti verið sú að þeir hafa bara ekki kynnt sér verðlag á búvörum í öðrum löndum sl. 12 ár eða svo. Ég get nefnt sem dæmi þegar formaður launþegasamtaka á Íslandi vill hvetja alla íslenska neytendur til að hætta að borða íslenskt dilkakjöt, af því að verðið mun hækka svo rosalega á næstu dögum, eða formaður Neytendasamtakanna heldur því fram að matvöruverð sé hærra hér á landi en í nokkru öðru landi. Ég get ómögulega séð að þessir menn geti haldið sínum embættum – hinir almennu félagsmenn í þessum samtökum verða að gera ráðstafanir til að losna við þessa menn sem eru svona rosalega illa staddir. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að hækka verð á dilkakjöti til bænda – þeir bera of lítið úr býtum fyrir sína vinnu. Þrátt fyrir að verð á dilkakjöti út úr verslun gæti hækkað um 10% eða svo þá geri ég ráð fyrir að verðlag á dilkakjöti yrði hliðstætt því sem það er hagstæðast í dag í Evrópu. Dilkakjötið ætti, hugsanlega, að vera dýrasta kjöt sem völ er á, fyrir utan sérstæðar kjötvörur eins og bjórkjöt af ungnautum í Japan og Englandi – síðan kjöt af ýmis konar villibráð sem er og verður eflaust dýrara. Ég hef kannað verðlag á kjötvörum í nokkrum löndum á síðastliðnum tveim árum. Hæsta verð á dilkakjöti er í Svíþjóð enda borða Svíar ekki nema um 300 g á mann að meðaltali yfir árið – 1 kg af lambalundum kostaði á síðastliðnu ári sem svarar 5.500 íslenskum krónum. (Þetta var í kaupfélaginu í Gustavsberg). Annað kjöt var um 20 til 30% dýrara en gerðist hér á landi. Rétt er að geta þess að smjör var helmingi dýrara í Svíþjóð en hjá okkur en verð á ostum var aftur á móti mun lægra en hér gerist. Þá athugaði ég verð í tveim verslunum í London, lágvöruversluninni Tesco og í Sainsbury. Þar reyndist verð á öllum helstu kjöttegundum vera þó nokkuð hærra en gerist hjá okkur, þó ég miði við verð í Bónus eða Nóatúni. Rétt er að geta þess að verðlag á kjúklingum í Tesco var svipað og það gerðist í Bónus um líkt leyti. Innflutt matvara er að vísu dýr hjá okkur miðað við önnur lönd, en þetta á ekki við um innlendar búvörur. Ég vona að íslenskir neytendur hafi vit á að nýta sér okkar ágætu búvörur. Ef vel ætti að gera við sauðfjárbændur þyrfti að hækka verð til þeirra um 20% en lækka kostnað við slátrun og annan milliliðakostnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þessar umræður undanfarna daga og vikur um verð á innlendum búvörum eru mér algjörlega óskiljanlegar – eru til menn það einangraðir hér á Íslandi að þeir hafa ekki hugmynd um verðlag í öðrum löndum? Skýringin gæti verið sú að þeir hafa bara ekki kynnt sér verðlag á búvörum í öðrum löndum sl. 12 ár eða svo. Ég get nefnt sem dæmi þegar formaður launþegasamtaka á Íslandi vill hvetja alla íslenska neytendur til að hætta að borða íslenskt dilkakjöt, af því að verðið mun hækka svo rosalega á næstu dögum, eða formaður Neytendasamtakanna heldur því fram að matvöruverð sé hærra hér á landi en í nokkru öðru landi. Ég get ómögulega séð að þessir menn geti haldið sínum embættum – hinir almennu félagsmenn í þessum samtökum verða að gera ráðstafanir til að losna við þessa menn sem eru svona rosalega illa staddir. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að hækka verð á dilkakjöti til bænda – þeir bera of lítið úr býtum fyrir sína vinnu. Þrátt fyrir að verð á dilkakjöti út úr verslun gæti hækkað um 10% eða svo þá geri ég ráð fyrir að verðlag á dilkakjöti yrði hliðstætt því sem það er hagstæðast í dag í Evrópu. Dilkakjötið ætti, hugsanlega, að vera dýrasta kjöt sem völ er á, fyrir utan sérstæðar kjötvörur eins og bjórkjöt af ungnautum í Japan og Englandi – síðan kjöt af ýmis konar villibráð sem er og verður eflaust dýrara. Ég hef kannað verðlag á kjötvörum í nokkrum löndum á síðastliðnum tveim árum. Hæsta verð á dilkakjöti er í Svíþjóð enda borða Svíar ekki nema um 300 g á mann að meðaltali yfir árið – 1 kg af lambalundum kostaði á síðastliðnu ári sem svarar 5.500 íslenskum krónum. (Þetta var í kaupfélaginu í Gustavsberg). Annað kjöt var um 20 til 30% dýrara en gerðist hér á landi. Rétt er að geta þess að smjör var helmingi dýrara í Svíþjóð en hjá okkur en verð á ostum var aftur á móti mun lægra en hér gerist. Þá athugaði ég verð í tveim verslunum í London, lágvöruversluninni Tesco og í Sainsbury. Þar reyndist verð á öllum helstu kjöttegundum vera þó nokkuð hærra en gerist hjá okkur, þó ég miði við verð í Bónus eða Nóatúni. Rétt er að geta þess að verðlag á kjúklingum í Tesco var svipað og það gerðist í Bónus um líkt leyti. Innflutt matvara er að vísu dýr hjá okkur miðað við önnur lönd, en þetta á ekki við um innlendar búvörur. Ég vona að íslenskir neytendur hafi vit á að nýta sér okkar ágætu búvörur. Ef vel ætti að gera við sauðfjárbændur þyrfti að hækka verð til þeirra um 20% en lækka kostnað við slátrun og annan milliliðakostnað.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar