Umi fékk hjálp Petrína Ásgeirsdóttir skrifar 26. júlí 2011 13:00 Það er erfitt að gera sér í hugarlund þá þjáningu sem milljónir manna standa frammi fyrir á þurrkasvæðunum í Austur-Afríku. Vatnsskortur, uppskerubrestur, dauði búfénaðs, matarskortur og hækkað matvælaverð. Þúsundir fjölskyldna sem höfðu lítið handanna á milli í stríðshrjáðri Sómalíu og í bláfátækum héruðum Keníu og Eþíópíu hafa misst lifibrauð sitt og horfa upp á alvarlega vannæringu og jafnvel dauða barna sinna. Örvæntingin er mikil og fátt til ráða. Í Sómalíu þarf nú einn af hverjum þremur íbúum á neyðaraðstoð að halda. Flóttamannahjálp Sþ hefur lýst því yfir að engin leið sé að aðstoða þann gríðarlega fjölda flóttamanna sem nú streymir yfir landamærin frá Sómalíu til flóttamannabúða í Keníu. Eina vonin er aðstoð alþjóðlegra hjálparsamtaka og stofnana. Barnaheill – Save the Children hafa starfað í Eþíópíu, Keníu og Sómalíu í 20 ár og hafa mikla reynslu af hjálparstarfi á svæðunum. Með aðstoð þeirra fá nú tugþúsundir barna og fjölskyldna aðstoð. Á komandi mánuðum stefnum við á að hjálpa 1,8 milljónum barna og fjölskyldum þeirra. Hjálpin felst í dreifingu matvæla, að veita fólki aðgang að hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu og heilsugæslu og að meðhöndla vannærð börn og bæta næringarástand þeirra. Jafnframt aðstoðum við fjölskyldur við framfærslu og að koma undir sig fótum að nýju og veitum börnum vernd og aðgang að menntun. Einnig leggja samtökin áherslu á að gera fjölskyldum kleift að verjast áföllum í framtíðinni. Umi, þriggja mánaða gömul, er ein þeirra sem fengu hjálp frá Barnaheillum – Save the Children. Amina móðir hennar kom með hana til einnar af næringarstöðvum samtakanna í Sómalíu eftir erfitt ferðalag. Umi, sem vó aðeins 1,7 kg, var alvarlega vannærð og með lungnabólgu. Hún fékk strax viðeigandi aðstoð og var komið undir læknishendur. Við vonum að hún lifi af. Með þínu framlagi geta Barnaheill – Save the Children hjálpað mun fleiri börnum sem eru í svipaðri stöðu og Umi. Söfnunarsímar okkar eru 904 1900 (1.900 kr.) og 904 2900 (2.900 kr.). Hægt er að leggja frjáls framlög á reikning samtakanna 0327-26-001989, kt. 521089-1059. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er erfitt að gera sér í hugarlund þá þjáningu sem milljónir manna standa frammi fyrir á þurrkasvæðunum í Austur-Afríku. Vatnsskortur, uppskerubrestur, dauði búfénaðs, matarskortur og hækkað matvælaverð. Þúsundir fjölskyldna sem höfðu lítið handanna á milli í stríðshrjáðri Sómalíu og í bláfátækum héruðum Keníu og Eþíópíu hafa misst lifibrauð sitt og horfa upp á alvarlega vannæringu og jafnvel dauða barna sinna. Örvæntingin er mikil og fátt til ráða. Í Sómalíu þarf nú einn af hverjum þremur íbúum á neyðaraðstoð að halda. Flóttamannahjálp Sþ hefur lýst því yfir að engin leið sé að aðstoða þann gríðarlega fjölda flóttamanna sem nú streymir yfir landamærin frá Sómalíu til flóttamannabúða í Keníu. Eina vonin er aðstoð alþjóðlegra hjálparsamtaka og stofnana. Barnaheill – Save the Children hafa starfað í Eþíópíu, Keníu og Sómalíu í 20 ár og hafa mikla reynslu af hjálparstarfi á svæðunum. Með aðstoð þeirra fá nú tugþúsundir barna og fjölskyldna aðstoð. Á komandi mánuðum stefnum við á að hjálpa 1,8 milljónum barna og fjölskyldum þeirra. Hjálpin felst í dreifingu matvæla, að veita fólki aðgang að hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu og heilsugæslu og að meðhöndla vannærð börn og bæta næringarástand þeirra. Jafnframt aðstoðum við fjölskyldur við framfærslu og að koma undir sig fótum að nýju og veitum börnum vernd og aðgang að menntun. Einnig leggja samtökin áherslu á að gera fjölskyldum kleift að verjast áföllum í framtíðinni. Umi, þriggja mánaða gömul, er ein þeirra sem fengu hjálp frá Barnaheillum – Save the Children. Amina móðir hennar kom með hana til einnar af næringarstöðvum samtakanna í Sómalíu eftir erfitt ferðalag. Umi, sem vó aðeins 1,7 kg, var alvarlega vannærð og með lungnabólgu. Hún fékk strax viðeigandi aðstoð og var komið undir læknishendur. Við vonum að hún lifi af. Með þínu framlagi geta Barnaheill – Save the Children hjálpað mun fleiri börnum sem eru í svipaðri stöðu og Umi. Söfnunarsímar okkar eru 904 1900 (1.900 kr.) og 904 2900 (2.900 kr.). Hægt er að leggja frjáls framlög á reikning samtakanna 0327-26-001989, kt. 521089-1059.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar