Miklar væntingar til Hjálma Kjartan Guðmundsson skrifar 10. nóvember 2011 09:00 Órar með Hjálmum. Með síðustu hljóðversskífu sinni treystu Hjálmar sig í sessi sem ein albesta hljómsveit landsins hin síðustu ár. Og, það sem meira er, ekki einungis sem eitthvert illskilgreinanlegt lopapeysuafbrigði heldur alvöru, dúndurfín reggísveit. Væntingar voru því miklar fyrir þessa nýju plötu, Óra, en svekkelsið að sama skapi töluvert. Krafturinn sem einkennt hefur Hjálma er víðsfjarri og svo virðist sem sköpunargleðin hafi lent í hremmingum. Á ýmsan og afmarkaðan hátt tekst sveitinni ágætlega til á plötunni. Söngtextar eru venju samkvæmt í betra lagi og bandið þétt, en þó á of löngum köflum dálítið þunglamalegt, líkt og keyrt sé áfram af skyldurækni fremur en spilagleði. Þá má hafa gaman af tíðum rafkenndum hljóðblöndunaræfingum, til dæmis í lögunum Í gegnum móðuna miklu og Áttu vinur augnablik. Hjálmar í toppformi hefðu nýtt slík trix sem punktinn yfir i-ið. Hér gegna þau heldur því hlutverki að beina athyglinni frá aðalatriðinu, sem eru rýrar lagasmíðar. Örfá laganna eru nánast hlægilega langt frá þeim gæðastaðli sem ætti með réttu að ríkja á Hjálmaplötu (dæmi eru hin átakanlega tilþrifalitlu Borð fyrir tvo og Haust) á meðan fleiri sigla lygnan sjó í andleysi. Undantekningar líta dagsins ljós, meðal annars í stuðsmellinum Ég teikna stjörnu og hinu snotra Eilíf auðn, en í heildina virðist lítil innistæða fyrir umlykjandi trega textanna og útkoman of oft innantóm og máttleysisleg. Sem sagt: Heldur máttlaus plata frá Hjálmum, sem geta miklu betur. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Með síðustu hljóðversskífu sinni treystu Hjálmar sig í sessi sem ein albesta hljómsveit landsins hin síðustu ár. Og, það sem meira er, ekki einungis sem eitthvert illskilgreinanlegt lopapeysuafbrigði heldur alvöru, dúndurfín reggísveit. Væntingar voru því miklar fyrir þessa nýju plötu, Óra, en svekkelsið að sama skapi töluvert. Krafturinn sem einkennt hefur Hjálma er víðsfjarri og svo virðist sem sköpunargleðin hafi lent í hremmingum. Á ýmsan og afmarkaðan hátt tekst sveitinni ágætlega til á plötunni. Söngtextar eru venju samkvæmt í betra lagi og bandið þétt, en þó á of löngum köflum dálítið þunglamalegt, líkt og keyrt sé áfram af skyldurækni fremur en spilagleði. Þá má hafa gaman af tíðum rafkenndum hljóðblöndunaræfingum, til dæmis í lögunum Í gegnum móðuna miklu og Áttu vinur augnablik. Hjálmar í toppformi hefðu nýtt slík trix sem punktinn yfir i-ið. Hér gegna þau heldur því hlutverki að beina athyglinni frá aðalatriðinu, sem eru rýrar lagasmíðar. Örfá laganna eru nánast hlægilega langt frá þeim gæðastaðli sem ætti með réttu að ríkja á Hjálmaplötu (dæmi eru hin átakanlega tilþrifalitlu Borð fyrir tvo og Haust) á meðan fleiri sigla lygnan sjó í andleysi. Undantekningar líta dagsins ljós, meðal annars í stuðsmellinum Ég teikna stjörnu og hinu snotra Eilíf auðn, en í heildina virðist lítil innistæða fyrir umlykjandi trega textanna og útkoman of oft innantóm og máttleysisleg. Sem sagt: Heldur máttlaus plata frá Hjálmum, sem geta miklu betur.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira