Miklar væntingar til Hjálma Kjartan Guðmundsson skrifar 10. nóvember 2011 09:00 Órar með Hjálmum. Með síðustu hljóðversskífu sinni treystu Hjálmar sig í sessi sem ein albesta hljómsveit landsins hin síðustu ár. Og, það sem meira er, ekki einungis sem eitthvert illskilgreinanlegt lopapeysuafbrigði heldur alvöru, dúndurfín reggísveit. Væntingar voru því miklar fyrir þessa nýju plötu, Óra, en svekkelsið að sama skapi töluvert. Krafturinn sem einkennt hefur Hjálma er víðsfjarri og svo virðist sem sköpunargleðin hafi lent í hremmingum. Á ýmsan og afmarkaðan hátt tekst sveitinni ágætlega til á plötunni. Söngtextar eru venju samkvæmt í betra lagi og bandið þétt, en þó á of löngum köflum dálítið þunglamalegt, líkt og keyrt sé áfram af skyldurækni fremur en spilagleði. Þá má hafa gaman af tíðum rafkenndum hljóðblöndunaræfingum, til dæmis í lögunum Í gegnum móðuna miklu og Áttu vinur augnablik. Hjálmar í toppformi hefðu nýtt slík trix sem punktinn yfir i-ið. Hér gegna þau heldur því hlutverki að beina athyglinni frá aðalatriðinu, sem eru rýrar lagasmíðar. Örfá laganna eru nánast hlægilega langt frá þeim gæðastaðli sem ætti með réttu að ríkja á Hjálmaplötu (dæmi eru hin átakanlega tilþrifalitlu Borð fyrir tvo og Haust) á meðan fleiri sigla lygnan sjó í andleysi. Undantekningar líta dagsins ljós, meðal annars í stuðsmellinum Ég teikna stjörnu og hinu snotra Eilíf auðn, en í heildina virðist lítil innistæða fyrir umlykjandi trega textanna og útkoman of oft innantóm og máttleysisleg. Sem sagt: Heldur máttlaus plata frá Hjálmum, sem geta miklu betur. Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Með síðustu hljóðversskífu sinni treystu Hjálmar sig í sessi sem ein albesta hljómsveit landsins hin síðustu ár. Og, það sem meira er, ekki einungis sem eitthvert illskilgreinanlegt lopapeysuafbrigði heldur alvöru, dúndurfín reggísveit. Væntingar voru því miklar fyrir þessa nýju plötu, Óra, en svekkelsið að sama skapi töluvert. Krafturinn sem einkennt hefur Hjálma er víðsfjarri og svo virðist sem sköpunargleðin hafi lent í hremmingum. Á ýmsan og afmarkaðan hátt tekst sveitinni ágætlega til á plötunni. Söngtextar eru venju samkvæmt í betra lagi og bandið þétt, en þó á of löngum köflum dálítið þunglamalegt, líkt og keyrt sé áfram af skyldurækni fremur en spilagleði. Þá má hafa gaman af tíðum rafkenndum hljóðblöndunaræfingum, til dæmis í lögunum Í gegnum móðuna miklu og Áttu vinur augnablik. Hjálmar í toppformi hefðu nýtt slík trix sem punktinn yfir i-ið. Hér gegna þau heldur því hlutverki að beina athyglinni frá aðalatriðinu, sem eru rýrar lagasmíðar. Örfá laganna eru nánast hlægilega langt frá þeim gæðastaðli sem ætti með réttu að ríkja á Hjálmaplötu (dæmi eru hin átakanlega tilþrifalitlu Borð fyrir tvo og Haust) á meðan fleiri sigla lygnan sjó í andleysi. Undantekningar líta dagsins ljós, meðal annars í stuðsmellinum Ég teikna stjörnu og hinu snotra Eilíf auðn, en í heildina virðist lítil innistæða fyrir umlykjandi trega textanna og útkoman of oft innantóm og máttleysisleg. Sem sagt: Heldur máttlaus plata frá Hjálmum, sem geta miklu betur.
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira