Hvað framleiðir Ísland? Heiðar Már Guðjónsson skrifar 10. nóvember 2011 07:00 Nú þegar seðlabankar heimsins keppast hver við annan um að prenta peninga, til að borga fyrir fjárlagahalla og björgun fjármálafyrirtækja, þá er hafið kapphlaup um að verðfella gjaldmiðla heimsins. Trú manna á gjaldmiðla fer því eðlilega þverrandi. Einn er sá flokkur sem þó stendur af sér þessa prentun en það eru hrávörur. Hrávörur eru af skornum skammti og verðgildi þeirra hefur farið hækkandi, og mun að öllum líkindum halda því áfram, svo lengi sem seðlabankar halda prentvélunum gangandi. Lönd með digra sjóði, svo sem Kína, hafa áttað sig á þessu og reyna því nú að kaupa hrávörur beint, eða aðgang að þeim, í stað þess að geyma fjármuni sína í myntum sem alltaf er verið að verðfella með peningaprentun. Það er nefnilega ekki hægt að prenta hrávörur. Sú staðreynd að stærsta sendiráðið á Íslandi er hið kínverska, þrátt fyrir að Ísland eigi nánast engin viðskipti við Kínverja, segir sína sögu um sóknina í hrávörur á norðurslóðum. Því hefur verið haldið fram að Ísland eigi að taka upp evru því mest af útflutningi Íslands sé í þeirri mynt. Ef við skoðum hins vegar hvernig útflutningur Íslands skiptist þá eru þar tvær stórar stoðir: orka, í formi áls, og svo fiskur. Hvort tveggja hrávörur sem munu hækka mjög í verði, hvað sem peningaprentun líður, því mannkyninu heldur áfram að fjölga mun hraðar en hrávöruframleiðslan eykst. Þeir álitsgjafar sem telja að það sé fráleitt að taka upp aðra mynt en evru, vegna þess að Ísland framleiðir ekki í þeim myntum, virðast vita harla lítið um útflutning landsins eða hrávörur. Sannleikurinn er sá að hrávörur heimsins eru opinberlega verðlagðar í dollar. Raunin er hins vegar sú að hrávörur hafa sitt eigið verð og bindast því ekki einni mynt eins og sést hefur síðustu ár þegar verð þeirra hefur hækkað í öllum myntum. Samkvæmt íslenskum hagtölum er álframleiðsla Íslands í evrum, einfaldlega vegna þess að álið er sent til umskipunar í Rotterdam! Ef við lítum svo til þriðju stoðar útflutnings, ferðamannaiðnaðar, þá er meirihluti tekna í öðrum myntum en evru. Það land sem líkist mest Íslandi hvað varðar útflutning er Kanada. Kanadamenn eiga næga orku, vatn og matvæli. Stærsta viðskiptaland Kanada eru Bandaríkin. Er þá firra fyrir Kanada að hafa sinn eigin gjaldmiðil, sem í dag er talinn sá traustasti í heimi, vegna þess að þeir versla mest í Bandaríkjadollar? Nei alls ekki, því Kanada má helst líkja við nágranna sinn fyrir rúmri öld síðan, þegar auðæfi Bandaríkjanna voru að mestu ósnortin og landið var að hefja gríðarlega uppbyggingu. Kanada er ung þjóð með framtíðina fyrir sér, líkt og Ísland. Kanada skuldar lítið, hefur traust fjármálakerfi og frábæran seðlabanka. Kanada og Ísland framleiða hrávörur, sem hafa alþjóðlegt verðgildi, en ekki bara í einni mynt. Íslendingar hafa sára reynslu af notkun myntar sem stöðugt rýrnar í verðgildi. Sú mynt sem flestir telja að haldi verðgildi sínu næstu áratugi er Kanadadollar. Og það sem meira er, Kanadamenn vilja gjarnan að við notum þeirra mynt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Nú þegar seðlabankar heimsins keppast hver við annan um að prenta peninga, til að borga fyrir fjárlagahalla og björgun fjármálafyrirtækja, þá er hafið kapphlaup um að verðfella gjaldmiðla heimsins. Trú manna á gjaldmiðla fer því eðlilega þverrandi. Einn er sá flokkur sem þó stendur af sér þessa prentun en það eru hrávörur. Hrávörur eru af skornum skammti og verðgildi þeirra hefur farið hækkandi, og mun að öllum líkindum halda því áfram, svo lengi sem seðlabankar halda prentvélunum gangandi. Lönd með digra sjóði, svo sem Kína, hafa áttað sig á þessu og reyna því nú að kaupa hrávörur beint, eða aðgang að þeim, í stað þess að geyma fjármuni sína í myntum sem alltaf er verið að verðfella með peningaprentun. Það er nefnilega ekki hægt að prenta hrávörur. Sú staðreynd að stærsta sendiráðið á Íslandi er hið kínverska, þrátt fyrir að Ísland eigi nánast engin viðskipti við Kínverja, segir sína sögu um sóknina í hrávörur á norðurslóðum. Því hefur verið haldið fram að Ísland eigi að taka upp evru því mest af útflutningi Íslands sé í þeirri mynt. Ef við skoðum hins vegar hvernig útflutningur Íslands skiptist þá eru þar tvær stórar stoðir: orka, í formi áls, og svo fiskur. Hvort tveggja hrávörur sem munu hækka mjög í verði, hvað sem peningaprentun líður, því mannkyninu heldur áfram að fjölga mun hraðar en hrávöruframleiðslan eykst. Þeir álitsgjafar sem telja að það sé fráleitt að taka upp aðra mynt en evru, vegna þess að Ísland framleiðir ekki í þeim myntum, virðast vita harla lítið um útflutning landsins eða hrávörur. Sannleikurinn er sá að hrávörur heimsins eru opinberlega verðlagðar í dollar. Raunin er hins vegar sú að hrávörur hafa sitt eigið verð og bindast því ekki einni mynt eins og sést hefur síðustu ár þegar verð þeirra hefur hækkað í öllum myntum. Samkvæmt íslenskum hagtölum er álframleiðsla Íslands í evrum, einfaldlega vegna þess að álið er sent til umskipunar í Rotterdam! Ef við lítum svo til þriðju stoðar útflutnings, ferðamannaiðnaðar, þá er meirihluti tekna í öðrum myntum en evru. Það land sem líkist mest Íslandi hvað varðar útflutning er Kanada. Kanadamenn eiga næga orku, vatn og matvæli. Stærsta viðskiptaland Kanada eru Bandaríkin. Er þá firra fyrir Kanada að hafa sinn eigin gjaldmiðil, sem í dag er talinn sá traustasti í heimi, vegna þess að þeir versla mest í Bandaríkjadollar? Nei alls ekki, því Kanada má helst líkja við nágranna sinn fyrir rúmri öld síðan, þegar auðæfi Bandaríkjanna voru að mestu ósnortin og landið var að hefja gríðarlega uppbyggingu. Kanada er ung þjóð með framtíðina fyrir sér, líkt og Ísland. Kanada skuldar lítið, hefur traust fjármálakerfi og frábæran seðlabanka. Kanada og Ísland framleiða hrávörur, sem hafa alþjóðlegt verðgildi, en ekki bara í einni mynt. Íslendingar hafa sára reynslu af notkun myntar sem stöðugt rýrnar í verðgildi. Sú mynt sem flestir telja að haldi verðgildi sínu næstu áratugi er Kanadadollar. Og það sem meira er, Kanadamenn vilja gjarnan að við notum þeirra mynt.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun