Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 20-23 Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2011 15:20 Mynd/Valli Afturelding vann afar óvæntan 20-23 sigur á Fram er liðin mættust í Safamýri í kvöld. Davíð Svansson markvörður var hetja þeirra. Framarar byrjuðu leikinn betur og náði fljótt frumkvæðinu þökk sé Magnúsi Erlendssyni markverði sem varði nánast allt sem á markið kom. Sóknarleikur Framara var þó ekki nógu beittur og baráttuglaðir Mosfellingar klóruðu sig hægt og bítandi inn í leikinn og náðu að lokum forskoti. Þeir fóru þó fáranlega illa að ráði sínu með því að láta reka sig út af sex sinnum í hálfleiknum. Þrátt fyrir það tókst þeim að leiða með einu marki í hálfleik, 10-11. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar ósáttur við dómarana í hálfleiknum og fékk meðal annars brottvísun er hann missti stjórn á skapi sínu. Hann hefði betur eytt orkunni í að öskra á leikmenn sína sem ætluðu augljóslega að taka þetta með vinstri hendi. Einar virðist hafa öskrað vel í hálfleik því hans menn byrjuðu seinni hálfleik miklu betur og náðu fínu forskoti. Þá kom Davíð Svansson í mark gestanna. Hann skellti í lás, Mosfellingar komust aftur inn í leikinn og loks yfir. Davíð varði eins og berserkur og frammistaða hans skóp þennan sigur hjá gestunum sem voru vel að sigrinum komnir. Leikurinn var nokkuð harður en Framarar máttu búast við því. Það var tekið fast á þeim og þeir voru ekki tilbúnir í að slást á móti. Mosfellingar voru gríðarlega baráttuglaðir og misstu aldrei móðinn. Mikill karakter þar en karakterleysið einkenndi leik Framara í síðari hálfleik þegar gaf á bátinn. Sóknarleikur þeirra þá var tilviljanakenndur og ekkert nema illa úthugsuð einstaklingsframtök. Það var engin liðsheild og enginn leiðtogi. Með hreinum ólíkindum að þeir skildu ekki nýta sér frábæra markvörslu Magnúsar betur en 20 skoruð mörk segir allt sem segja þarf um lélegan sóknarleik þeirra.Reynir: Davíð var frábær "Þessi sigur var mjög sætur. Ekki bara af því ég var að spila gegn gamla liðinu mínu heldur af því að veturinn er búinn að vera mikil brekka. Því gefur það liðinu mjög mikið að fá sigur á þetta erfiðum útivelli," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, en hann þjálfaði lið Fram í fyrra. Hann glotti því eðlilega við tönn eftir leik í kvöld. "Mér fannst við alltaf hafa trú á verkefninu og héldum ró okkar þó svo við lentum í erfiðri stöðu í síðari hálfleik. Við þorðum að sækja sigurinn en fórum ekki á taugum. Við vorum virkilega flottir í síðari hálfleik." Varamarkvörðurinn Davíð Svansson á ansi stóran þátt í sigrinum með ótrúlegri markvörslu í síðari hálfleik. Reynir var að vonum ánægður með hann. "Hann var algjörlega frábær og varð mjög erfiða bolta. Það var líka sterk vörn fyrir framan hann og liðsheildin alveg frábær í þessum leik. Það eiga allir hrós skilið eftir þennan leik."Einar: Þeir unnu boxið Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ákaflega ósáttur eftir leik. Bæði út í dómara leiksins sem og strákana sína. "Við höfðum ekki karakterinn til þess að taka þátt í þessum slagsmálum. Þessi leikur var ekki baráttuleikur heldur box. Þetta var ekki handboltaleikur. Það er ansi langt frá því. Það voru of fáir hjá okkur tilbúnir í þannig leik," sagði Einar hundfúll. "Afturelding lamdi okkur út úr leiknum og við vorum ekki menn til þess að mæta þeim. Það er miður. Við mættum þeim ekki af karlmennsku. Þetta var verðskuldað hjá Aftureldingu. Þeir unnu boxið." Einar var einnig afar ósáttur við dómara leiksins en hann vildi samt ekki kenna þeim um tapið. "Dómararnir voru skelfilegir í dag. Við töpum þessu samt sjálfir." Olís-deild karla Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira
Afturelding vann afar óvæntan 20-23 sigur á Fram er liðin mættust í Safamýri í kvöld. Davíð Svansson markvörður var hetja þeirra. Framarar byrjuðu leikinn betur og náði fljótt frumkvæðinu þökk sé Magnúsi Erlendssyni markverði sem varði nánast allt sem á markið kom. Sóknarleikur Framara var þó ekki nógu beittur og baráttuglaðir Mosfellingar klóruðu sig hægt og bítandi inn í leikinn og náðu að lokum forskoti. Þeir fóru þó fáranlega illa að ráði sínu með því að láta reka sig út af sex sinnum í hálfleiknum. Þrátt fyrir það tókst þeim að leiða með einu marki í hálfleik, 10-11. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar ósáttur við dómarana í hálfleiknum og fékk meðal annars brottvísun er hann missti stjórn á skapi sínu. Hann hefði betur eytt orkunni í að öskra á leikmenn sína sem ætluðu augljóslega að taka þetta með vinstri hendi. Einar virðist hafa öskrað vel í hálfleik því hans menn byrjuðu seinni hálfleik miklu betur og náðu fínu forskoti. Þá kom Davíð Svansson í mark gestanna. Hann skellti í lás, Mosfellingar komust aftur inn í leikinn og loks yfir. Davíð varði eins og berserkur og frammistaða hans skóp þennan sigur hjá gestunum sem voru vel að sigrinum komnir. Leikurinn var nokkuð harður en Framarar máttu búast við því. Það var tekið fast á þeim og þeir voru ekki tilbúnir í að slást á móti. Mosfellingar voru gríðarlega baráttuglaðir og misstu aldrei móðinn. Mikill karakter þar en karakterleysið einkenndi leik Framara í síðari hálfleik þegar gaf á bátinn. Sóknarleikur þeirra þá var tilviljanakenndur og ekkert nema illa úthugsuð einstaklingsframtök. Það var engin liðsheild og enginn leiðtogi. Með hreinum ólíkindum að þeir skildu ekki nýta sér frábæra markvörslu Magnúsar betur en 20 skoruð mörk segir allt sem segja þarf um lélegan sóknarleik þeirra.Reynir: Davíð var frábær "Þessi sigur var mjög sætur. Ekki bara af því ég var að spila gegn gamla liðinu mínu heldur af því að veturinn er búinn að vera mikil brekka. Því gefur það liðinu mjög mikið að fá sigur á þetta erfiðum útivelli," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, en hann þjálfaði lið Fram í fyrra. Hann glotti því eðlilega við tönn eftir leik í kvöld. "Mér fannst við alltaf hafa trú á verkefninu og héldum ró okkar þó svo við lentum í erfiðri stöðu í síðari hálfleik. Við þorðum að sækja sigurinn en fórum ekki á taugum. Við vorum virkilega flottir í síðari hálfleik." Varamarkvörðurinn Davíð Svansson á ansi stóran þátt í sigrinum með ótrúlegri markvörslu í síðari hálfleik. Reynir var að vonum ánægður með hann. "Hann var algjörlega frábær og varð mjög erfiða bolta. Það var líka sterk vörn fyrir framan hann og liðsheildin alveg frábær í þessum leik. Það eiga allir hrós skilið eftir þennan leik."Einar: Þeir unnu boxið Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ákaflega ósáttur eftir leik. Bæði út í dómara leiksins sem og strákana sína. "Við höfðum ekki karakterinn til þess að taka þátt í þessum slagsmálum. Þessi leikur var ekki baráttuleikur heldur box. Þetta var ekki handboltaleikur. Það er ansi langt frá því. Það voru of fáir hjá okkur tilbúnir í þannig leik," sagði Einar hundfúll. "Afturelding lamdi okkur út úr leiknum og við vorum ekki menn til þess að mæta þeim. Það er miður. Við mættum þeim ekki af karlmennsku. Þetta var verðskuldað hjá Aftureldingu. Þeir unnu boxið." Einar var einnig afar ósáttur við dómara leiksins en hann vildi samt ekki kenna þeim um tapið. "Dómararnir voru skelfilegir í dag. Við töpum þessu samt sjálfir."
Olís-deild karla Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira