Hvað hugsa foreldrar – uppsetning trampólína 12. júlí 2011 06:00 Sumarið er tími trampólína og þau spretta upp í húsagörðum sem aldrei fyrr. Á nýafstöðnu þingi Landsbjargar þótti tilefni til að ræða öryggisatriði, innan slysavarnahópsins, er tengjast uppsetningu og notkun tækjanna. Til að vernda þá sem leika sér á trampólínum hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg og Lýðheilsustöð (nú Landlæknisembættið) gefið út leiðbeinandi reglur, sem ábyrgðarmenn eru hvattir til að fara eftir þegar tækið er sett upp og við notkun á því. Víða í görðum um allt land má sjá þessi tæki. Fleiri en færri fara EKKI eftir þessum reglum sem í höfuðdráttum eru þessar: „Meðfram trampólíninu þarf alltaf að vera að minnsta kosti 2,5 m autt svæði. Velja þarf stað sem er fjarri girðingum, gróðri og öðrum leiktækjum. Undirlagið þarf að vera stöðugt og ætti ekki að vera hart eins og malbik, heldur ætti frekar að setja það á gras. Gras dregur úr hættunni á að barnið meiði sig ef það dettur af leiktækinu. Gætið að því að ekkert sé undir trampólíninu sem gæti skaðað barnið ef það myndi hoppa niður í jörðu. Vírar sem notaðir eru til að festa leiktækið mega ekki vera fyrir ofan dúkinn svo ekki sé hætta á að barnið hoppi upp í þá.“ Það sem vekur athygli þegar uppsetning trampólína er skoðuð er að plássið í kringum þau er oft ónógt. Auk þess er vert að skoða hvernig þau eru fest niður. Börn eru oftar en ekki eftirlitslaus við leik og mörg í einu á þeim. Gróður liggur þétt upp að sumum þeirra, veggur stendur mjög nálægt hluta þeirra, ýmist húsveggur eða trépallur. Slysatíðni barna við leik á trampólínum eykst frá ári til árs og því ekki að ástæðulausu að reglur séu settar, til verndar börnum. Öðrum en forráðamönnum virðist meira í mun að vernda börnin sem kemur berlega í ljós við uppsetningu tækjanna. Það sinnuleysi sem ríkir í vali á stöðum og uppsetningu trampólína er athyglisvert þegar til þess er hugsað að í langflestum tilfellum eru börn að leik á þessum tækjum. Hvað þarf til, til að foreldrar og forráðamenn sjái ástæðu til að fara eftur leiðbeinandi reglum við uppsetningu trampólíns og búa börnum öruggt leiksvæði spyr sá sem ekki veit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Sumarið er tími trampólína og þau spretta upp í húsagörðum sem aldrei fyrr. Á nýafstöðnu þingi Landsbjargar þótti tilefni til að ræða öryggisatriði, innan slysavarnahópsins, er tengjast uppsetningu og notkun tækjanna. Til að vernda þá sem leika sér á trampólínum hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg og Lýðheilsustöð (nú Landlæknisembættið) gefið út leiðbeinandi reglur, sem ábyrgðarmenn eru hvattir til að fara eftir þegar tækið er sett upp og við notkun á því. Víða í görðum um allt land má sjá þessi tæki. Fleiri en færri fara EKKI eftir þessum reglum sem í höfuðdráttum eru þessar: „Meðfram trampólíninu þarf alltaf að vera að minnsta kosti 2,5 m autt svæði. Velja þarf stað sem er fjarri girðingum, gróðri og öðrum leiktækjum. Undirlagið þarf að vera stöðugt og ætti ekki að vera hart eins og malbik, heldur ætti frekar að setja það á gras. Gras dregur úr hættunni á að barnið meiði sig ef það dettur af leiktækinu. Gætið að því að ekkert sé undir trampólíninu sem gæti skaðað barnið ef það myndi hoppa niður í jörðu. Vírar sem notaðir eru til að festa leiktækið mega ekki vera fyrir ofan dúkinn svo ekki sé hætta á að barnið hoppi upp í þá.“ Það sem vekur athygli þegar uppsetning trampólína er skoðuð er að plássið í kringum þau er oft ónógt. Auk þess er vert að skoða hvernig þau eru fest niður. Börn eru oftar en ekki eftirlitslaus við leik og mörg í einu á þeim. Gróður liggur þétt upp að sumum þeirra, veggur stendur mjög nálægt hluta þeirra, ýmist húsveggur eða trépallur. Slysatíðni barna við leik á trampólínum eykst frá ári til árs og því ekki að ástæðulausu að reglur séu settar, til verndar börnum. Öðrum en forráðamönnum virðist meira í mun að vernda börnin sem kemur berlega í ljós við uppsetningu tækjanna. Það sinnuleysi sem ríkir í vali á stöðum og uppsetningu trampólína er athyglisvert þegar til þess er hugsað að í langflestum tilfellum eru börn að leik á þessum tækjum. Hvað þarf til, til að foreldrar og forráðamenn sjái ástæðu til að fara eftur leiðbeinandi reglum við uppsetningu trampólíns og búa börnum öruggt leiksvæði spyr sá sem ekki veit.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar